Ég er með hljóðkort innbyggt í móðurborðinu, (móðurborð: EX58-UD4P) og er með tengda hátalara aftan í tölvunni, síðan er jack tengi framan á kassanum fyrir heyrnatól.
Ég heyri alltaf eitthvað stanslaust ''suð'' þegar ég er með heyrnatólin í (að framan) en það heyrist ekkert suð útúr hátölurunum sem eru tengdir að aftan.
Veit einhver hvernig er hægt að laga þetta suð ef það er hægt? Kannast einhver við þetta? (b.t.w. það er allt í lagi með heyrnatólin sjálf)
![Pray [-o<](./images/smilies/eusa_pray.gif)