Ending gagna á hörðum diskum?
Ending gagna á hörðum diskum?
ég var að lesa um daginn grein þar sem segir að ending stafrænnagagna á geisladiskum sé stundum ekki meira en tvö ár. Ég varð pínu hræddur þar sem ég er með helling af myndum geymdar á diskum sem ég ætlaðist til að entust allavega lengur en það.
ég fór þá aðeins að líta eftir öðrum geymslu aðferðum og var að spá hversu vel og lengi geta gögn geymst á hörðum diskum? Veit það einhver?
Harðir diskar gætu hentað betur en geysladiskar þar sem það er léttara að leita á þeim, taka náttla meira magn og þar af leiðandi þarf ekki eins mikið af diskum. Snilld að vera með rekka eða utanáliggjadi hús.
ég fór þá aðeins að líta eftir öðrum geymslu aðferðum og var að spá hversu vel og lengi geta gögn geymst á hörðum diskum? Veit það einhver?
Harðir diskar gætu hentað betur en geysladiskar þar sem það er léttara að leita á þeim, taka náttla meira magn og þar af leiðandi þarf ekki eins mikið af diskum. Snilld að vera með rekka eða utanáliggjadi hús.
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Ef harður diskur er ekkert notaður nema til að taka afrit stöku sinnum ætti hann að endast vel - líklega lengur en tape.
Ástæðan er auðvitað sú að harður diskur er í loftþéttu hylki en það eru spólur hinsvegar ekki.
Svo ef þú t.d. notar USB harðan disk fyrir afritatöku og hefur hann ekki tengdan við tölvu nema þegar þú ert að taka afrit ætti hann að duga vel og lengi. Svo þarftu bara að geyma diskinn við stöðugt raka- og hitastig og passa að lítil rafsegulgeislun komist að honum - t.d. má ekki geyma diska við hliðina á hátölurum því segullinn í þeim getur eytt út gögnum af diskum.
Ástæðan er auðvitað sú að harður diskur er í loftþéttu hylki en það eru spólur hinsvegar ekki.
Svo ef þú t.d. notar USB harðan disk fyrir afritatöku og hefur hann ekki tengdan við tölvu nema þegar þú ert að taka afrit ætti hann að duga vel og lengi. Svo þarftu bara að geyma diskinn við stöðugt raka- og hitastig og passa að lítil rafsegulgeislun komist að honum - t.d. má ekki geyma diska við hliðina á hátölurum því segullinn í þeim getur eytt út gögnum af diskum.
-
- spjallið.is
- Póstar: 400
- Skráði sig: Fös 16. Apr 2004 18:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: 800 Selfoss
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
MJJ skrifaði:Ég held því sterkt fram að þessi 2 ár tala sé rugl, vísindamenn vita ekkert í sinn haus,, ég keypti mér t.d. fyrsta geisladiskinn 4 ára Metallica Kill em All og er enn þann dag í dag að hlusta á hann og ég er 17 í dag.
Ertu að segja mér að þú hafir brotið sparibaukinn þinn, lappað upp í <insert record company of your choice> og sagt "mins ætlar að fá medallikka kill m all og bland í poka fyrir afganginn". Harður nagli bara.
Þetta með að diskar endast bara í tvö þá held ég að verið sé að tala um skrifaða diska. Ég er stundum að ná í gögn í vinnunni af diskum sem voru skrifaðir 1997 og þeir virka ágætlega. Þetta eru reyndar góðir diskar, Kodak gull. En ég veit ekki með þessa diska sem maður er að nota núna, ódýrir silfurdiskar frá einhverju nóneim fyrirtæki.
Ég er alvarlega að hugsa um að færa allt draslið yfir á harðadiska.
Ég er alvarlega að hugsa um að færa allt draslið yfir á harðadiska.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 278
- Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 18:20
- Reputation: 0
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Spirou skrifaði:MJJ skrifaði:Ég held því sterkt fram að þessi 2 ár tala sé rugl, vísindamenn vita ekkert í sinn haus,, ég keypti mér t.d. fyrsta geisladiskinn 4 ára Metallica Kill em All og er enn þann dag í dag að hlusta á hann og ég er 17 í dag.
Ertu að segja mér að þú hafir brotið sparibaukinn þinn, lappað upp í <insert record company of your choice> og sagt "mins ætlar að fá medallikka kill m all og bland í poka fyrir afganginn". Harður nagli bara.
Ég arkaði inn með bróðir mínum í plötubúð hér í göngugötunni á akureyri, þessi búð er löngu hætt, kannski að Fat muni hvað hún heitir en mig minnir að langamma mín hafi gefið mér pening og ég keypti þennan disk á minnir mig 490 kr.
Intel P4 HT 2.6 @ 2.61, DFI Lanparty 875P, 512 DDR, GFx 5200 Ultra
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 252
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 04:23
- Reputation: 0
- Staðsetning: on teh Internet!!!1
- Staða: Ótengdur
Harðir diskar eru ekki í loftþéttu hylki, það eru alltaf göt á þeim, það stendur oftast "do not cover this hole" við þær. Harðir diskar eru EKKI til að geyma sem backup, alltof margt sem getur farið úrskeiðis í þeim. Geisladiskar geymdir á góðum stað eru mikklu betri lengri tíma geymslustaður. Tape backup er eflaust besta leiðin til að geyma gögn til lengri tíma, en þau eru dýr og ekki eins þægileg í notkun og geisladiskar.
en er ekki líka ferkar mikill ókostur að gögnin á geisladiskunum hverfi smásaman og eru kannski ólæsileg eftir nokkur ár?
Ef harður diskur er bara notaður í það að gera backup ætti hann ekki að endast helvíti lengi? Harðir diskar eru kannski aðeins dýrari en geisladiskar miðað við kr/mb en eru samt ekki næstum jafn dýrir og tape. Það er einfalt og gotta að finna gögnin ef manni vantar þau (Mikið á einum stað).
En aðal spurningin er þá sú hvort er endingabetra og öruggara geisladiskur eða harður diskur
Ef harður diskur er bara notaður í það að gera backup ætti hann ekki að endast helvíti lengi? Harðir diskar eru kannski aðeins dýrari en geisladiskar miðað við kr/mb en eru samt ekki næstum jafn dýrir og tape. Það er einfalt og gotta að finna gögnin ef manni vantar þau (Mikið á einum stað).
En aðal spurningin er þá sú hvort er endingabetra og öruggara geisladiskur eða harður diskur
já já mér er alvega sama hvað ég tek mörg backup en málið er að ég vil að þau endist. Það kemur kannski einstaklingur til mín eftir 15 ár og vill fá stækkaða mynd af sér sem ég tók af honum. Þá vill ég geta fundið þessa mynd án nokkura vankvæða, stækkað hana og verið ánægður með það hvað ég var skynsamur að taka gott backup.
ég held að það skipti litlu máli hvort ég taki eitt aða hudrað backup á geisladiska ef þeir eru allir ónýtir eftir nokkur ár!!
Einhver benti mér á það ef það ef draslið er geymt á hörðum diskum þá er vandamálið að harðir diskar eru mekanískir. Ef þeir eru ekki hreyfðir lengi geta þeir "þornað upp" og legurnar skemmst fyrir utan það hvað þeir eru viðkvæmir fyrir hreyfingu og rafsegulbylgjum. Þetta er greinilega flókið mál og skil ég ekki afhverju enginn hefur velt þessu fyrir sér á einhverjum að þessum spjall vefjum áður.
ég held að það skipti litlu máli hvort ég taki eitt aða hudrað backup á geisladiska ef þeir eru allir ónýtir eftir nokkur ár!!
Einhver benti mér á það ef það ef draslið er geymt á hörðum diskum þá er vandamálið að harðir diskar eru mekanískir. Ef þeir eru ekki hreyfðir lengi geta þeir "þornað upp" og legurnar skemmst fyrir utan það hvað þeir eru viðkvæmir fyrir hreyfingu og rafsegulbylgjum. Þetta er greinilega flókið mál og skil ég ekki afhverju enginn hefur velt þessu fyrir sér á einhverjum að þessum spjall vefjum áður.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 204
- Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
- Reputation: 0
- Staðsetning: RtotheVtotheK
- Staða: Ótengdur
Eya skrifaði:já já mér er alvega sama hvað ég tek mörg backup en málið er að ég vil að þau endist. Það kemur kannski einstaklingur til mín eftir 15 ár og vill fá stækkaða mynd af sér sem ég tók af honum. Þá vill ég geta fundið þessa mynd án nokkura vankvæða, stækkað hana og verið ánægður með það hvað ég var skynsamur að taka gott backup.
ég held að það skipti litlu máli hvort ég taki eitt aða hudrað backup á geisladiska ef þeir eru allir ónýtir eftir nokkur ár!!
Einhver benti mér á það ef það ef draslið er geymt á hörðum diskum þá er vandamálið að harðir diskar eru mekanískir. Ef þeir eru ekki hreyfðir lengi geta þeir "þornað upp" og legurnar skemmst fyrir utan það hvað þeir eru viðkvæmir fyrir hreyfingu og rafsegulbylgjum. Þetta er greinilega flókið mál og skil ég ekki afhverju enginn hefur velt þessu fyrir sér á einhverjum að þessum spjall vefjum áður.
Þegar ég var í tölvubransanum back in the days, þá tókum við alltaf backup af mikilvægum gögnum á tape, og settum svo teipið í öryggishólfið okkar hjá isb
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Það sem þú þarft að gera þér grein fyrir að er að öll afrit eru tímabundin; hvort sem það eru spólur, diskar eða geisladiskar - afritin eru aðeins örugg í nokkur ár. Lykilatriðið í gagnaöryggi er því regluleg afritataka.
Það sem ég myndi gera í þínum sporum er að taka alltaf reglulega afrit af nýjum gögnum (1 sinni í viku og eftir mikilvæg verkefni?) og svo taka afrit af öllum gögnunum þínum (ekki bara nýjustu) svona 1 sinni á ári.
Til að þessi aðferð gangi upp er auðvitað best að halda upprunalegu gögnunum áfram á hörðum diski í tölvunni því þá þarftu aldrei að taka afrit af afriti - DVD-R yfir á DVD-R.
Með því að gera þetta svona áttu alltaf til eintak af gögnunum á harða disknum þínum, vikulegt afrit af nýjum gögnum og svo áttu alltaf til "ferskt" afrit af gömlu gögnunum þínum. Með því að gera þetta svona skiptir ekki miklu máli þótt geisladiskar dugi í 1 ár eða 10 því þú átt alltaf til afrit af öllum gögnum sem er í mesta lagi 1 árs.
Það er auðvitað lykilatriði hér að hafa afritin annarsstaðar en þú ert með vinnuaðstöðu svo þú tapir ekki gögnum þótt það verði eldsvoði eða brotist inn hjá þér. Svo er auðvitað best að hafa stöðugt hita- og rakastig og láta ekki sólarljós komast í geisladiska.
Ef þú vilt taka afrit á CD-R eða DVD+/-R diska að þá eru diskar frá Mitsui bestir og fyrir mikilvæg gögn myndi ég fá mér Plextor brennara. Og ekki merkja diskana sjálfur heldur skaltu frekar merkja hulstrin.
Ég myndi ekki nota tape enda er það viðtekin skoðun að tape sé ekkert öruggara en harðir diskar. Tape er þó ódýrari kostur ef geyma þarf mjög mikið af gögnum (terrabæt).
Í sambandi við harða diska að þá er það auðvitað rétt að vélræni hlutinn í diskunum getur skemmst á nokkrum árum en það þýðir ekki að gögnin séu horfin - það þarf mikið til að þurrka þau út og ef vélræni hlutinn í diskum bilar er samt venjulega hægt að endurheimta gögnin. Þetta er öfugt við geisladiska en ef geisladiskur skemmist er hann ónýtur. Punktur og pasta. Harðir diskar eru heldur ekki neitt viðkvæmari fyrir rafsegulgeislun en tape (gott að geyma í anti-static poka eins og þeir koma í frá framleiðanda) og harðir diskar eru aðeins viðkvæmir fyrir hreyfingu þegar þeir eru í notkun. Þegar slökkt er á hörðum diskum fara hausarnir í park-stöðu og þá þola þeir alveg slatta álag.
Annar kostur væri auðvitað að prenta gögnin út á sýrulausan pappír eða setja á svarthvíta filmu (stafrænu gögnin, ekki myndirnar sem slíkar) en ég held að það yrði dálítið kostnaðarsamt og plássfrekt.
Hérna er ágætis þráður um afritatöku: http://groups.google.com/groups?hl=en&l ... 5d4&rnum=1
Það sem ég myndi gera í þínum sporum er að taka alltaf reglulega afrit af nýjum gögnum (1 sinni í viku og eftir mikilvæg verkefni?) og svo taka afrit af öllum gögnunum þínum (ekki bara nýjustu) svona 1 sinni á ári.
Til að þessi aðferð gangi upp er auðvitað best að halda upprunalegu gögnunum áfram á hörðum diski í tölvunni því þá þarftu aldrei að taka afrit af afriti - DVD-R yfir á DVD-R.
Með því að gera þetta svona áttu alltaf til eintak af gögnunum á harða disknum þínum, vikulegt afrit af nýjum gögnum og svo áttu alltaf til "ferskt" afrit af gömlu gögnunum þínum. Með því að gera þetta svona skiptir ekki miklu máli þótt geisladiskar dugi í 1 ár eða 10 því þú átt alltaf til afrit af öllum gögnum sem er í mesta lagi 1 árs.
Það er auðvitað lykilatriði hér að hafa afritin annarsstaðar en þú ert með vinnuaðstöðu svo þú tapir ekki gögnum þótt það verði eldsvoði eða brotist inn hjá þér. Svo er auðvitað best að hafa stöðugt hita- og rakastig og láta ekki sólarljós komast í geisladiska.
Ef þú vilt taka afrit á CD-R eða DVD+/-R diska að þá eru diskar frá Mitsui bestir og fyrir mikilvæg gögn myndi ég fá mér Plextor brennara. Og ekki merkja diskana sjálfur heldur skaltu frekar merkja hulstrin.
Ég myndi ekki nota tape enda er það viðtekin skoðun að tape sé ekkert öruggara en harðir diskar. Tape er þó ódýrari kostur ef geyma þarf mjög mikið af gögnum (terrabæt).
Í sambandi við harða diska að þá er það auðvitað rétt að vélræni hlutinn í diskunum getur skemmst á nokkrum árum en það þýðir ekki að gögnin séu horfin - það þarf mikið til að þurrka þau út og ef vélræni hlutinn í diskum bilar er samt venjulega hægt að endurheimta gögnin. Þetta er öfugt við geisladiska en ef geisladiskur skemmist er hann ónýtur. Punktur og pasta. Harðir diskar eru heldur ekki neitt viðkvæmari fyrir rafsegulgeislun en tape (gott að geyma í anti-static poka eins og þeir koma í frá framleiðanda) og harðir diskar eru aðeins viðkvæmir fyrir hreyfingu þegar þeir eru í notkun. Þegar slökkt er á hörðum diskum fara hausarnir í park-stöðu og þá þola þeir alveg slatta álag.
Annar kostur væri auðvitað að prenta gögnin út á sýrulausan pappír eða setja á svarthvíta filmu (stafrænu gögnin, ekki myndirnar sem slíkar) en ég held að það yrði dálítið kostnaðarsamt og plássfrekt.
Hérna er ágætis þráður um afritatöku: http://groups.google.com/groups?hl=en&l ... 5d4&rnum=1
tosi skrifaði: http://umraedur.icemug.org/viewtopic.php?t=2385
Ef þú vilt taka FULLKOMLEGA örugg afrit, sem endast 100 ár eða lengur geturðu notað gataspjöld, og komið þeim fyrir í eldtraustum skáp.
Ef þú vilt að afritin endist í 2000 ár eða lengur, þá mæli ég eindregið með öðru tveggja:
* Íslenskt grágrýti, hamar og meitil
* Íslenska hrafntinnu og slípipenna
Ef þú vilt að afritin geymist í 10000 ár eða lengur, þá geturðu þrykkt gögnin í gull ( um 3-4 mm þykk þynna ætti að þola veðrun þess tíma ) og komið fyrir í einhverjum afskekktum helli...
En svona er tæknin í dag
-
- Nörd
- Póstar: 125
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
- Staða: Ótengdur
Þegar það er talað um að gögn eyðist á 2 árum er verið að meina að þau gögn sem skrifuð eru á skrifanlega diska geta BYRJAÐ að eyðast upp við mikla notkun eftir 2 ár (hér er ekki átt við ef þeir rispast eða lenda í vatnstjóni eða öðru slíku, bara notkun). Það er talað um að gögn byrji að eyðast af skrifanlegum diskum á svona 2-10 árum, eftir því hvernig diskarnir eru, góðir eða lélegir.
Tónlistadiskar eða svipaðir diskar (sem þú skrifar ekki) eru taldir BYRJA að eyðast eftir 10-15 ár.
Sem sagt, eftir þennan x fjölda ára byrja gögnin að eyðast, en fullkomin eyðing getur tekið mun lengri tíma.
p.s. minnir að þessi ártöl séu rétt. Ætla samt ekki 100% að sverja fyrir það.
Tónlistadiskar eða svipaðir diskar (sem þú skrifar ekki) eru taldir BYRJA að eyðast eftir 10-15 ár.
Sem sagt, eftir þennan x fjölda ára byrja gögnin að eyðast, en fullkomin eyðing getur tekið mun lengri tíma.
p.s. minnir að þessi ártöl séu rétt. Ætla samt ekki 100% að sverja fyrir það.
"Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool."
//Lester Bangs - Almost Famous
//Lester Bangs - Almost Famous
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Eftir smá athugun virðist vera sem öruggasti stafræni geymslumiðillinn í dag séu MO diskar (Magneto-Optical).
MO drif/diskar eru búin að vera til í um 15 ár og er hægt að fá í dag rétt rúmlega 2 GB 3,5" diska (og líka stærri 5,25" diska).
MO diskar eru vottaðir til að duga í að lágmarki 30 ár og flestir duga víst miklu lengur (80+?) ef þeir fá rétta meðhöndlun - þetta er víst vottun sem hægt er að taka mark á, ólíkt tölum um endingartíma geisladiska. MO diskar eru alltaf í lokuðu hulstri líkt og DVD-RAM diskar svo það er engin hætta á fingraförum eða rispum á disknum.
FBI notar MO diska undir fingrafaragagnagrunninn sinn semog NASA og fjölmargir spítalar undir mikilvæg gögn. Mikill kostur við MO er að ný MO-drif eru alltaf samhæfð við eldri tegundir af diskum. Fyrstu diskarnir voru t.d. 128MB og er ekkert mál að lesa þá í nýjustu drifunum.
Gallinn er hinsvegar sá að MO-drif eru mjög hægvirk, 500-1000KB í skrifun en 5MB í lestri, en hraðamunurinn útskýrist afþví að mismunandi aðferð er notuð til að lesa og skrifa diskana. MO diskar eru líka frekar dýrir, um 2000 krónur fyrir 2,3GB diska. Drifin kosta 20-30.000 krónur.
En ef þú vilt öruggan geymslumiðil verður þú væntanlega líka að sætta þig við gallana
Nokkrir tenglar:
http://www.geekextreme.com/modules.php? ... tent&id=53
http://www.macdirectory.com/reviews/MO/index.html
http://www6.tomshardware.com/storage/20040416/
MO drif/diskar eru búin að vera til í um 15 ár og er hægt að fá í dag rétt rúmlega 2 GB 3,5" diska (og líka stærri 5,25" diska).
MO diskar eru vottaðir til að duga í að lágmarki 30 ár og flestir duga víst miklu lengur (80+?) ef þeir fá rétta meðhöndlun - þetta er víst vottun sem hægt er að taka mark á, ólíkt tölum um endingartíma geisladiska. MO diskar eru alltaf í lokuðu hulstri líkt og DVD-RAM diskar svo það er engin hætta á fingraförum eða rispum á disknum.
FBI notar MO diska undir fingrafaragagnagrunninn sinn semog NASA og fjölmargir spítalar undir mikilvæg gögn. Mikill kostur við MO er að ný MO-drif eru alltaf samhæfð við eldri tegundir af diskum. Fyrstu diskarnir voru t.d. 128MB og er ekkert mál að lesa þá í nýjustu drifunum.
Gallinn er hinsvegar sá að MO-drif eru mjög hægvirk, 500-1000KB í skrifun en 5MB í lestri, en hraðamunurinn útskýrist afþví að mismunandi aðferð er notuð til að lesa og skrifa diskana. MO diskar eru líka frekar dýrir, um 2000 krónur fyrir 2,3GB diska. Drifin kosta 20-30.000 krónur.
En ef þú vilt öruggan geymslumiðil verður þú væntanlega líka að sætta þig við gallana
Nokkrir tenglar:
http://www.geekextreme.com/modules.php? ... tent&id=53
http://www.macdirectory.com/reviews/MO/index.html
http://www6.tomshardware.com/storage/20040416/