Nú höfum við reynsluekið nýju Verðvaktinni í tæpan mánuð, og ljóst er að ýmissa breytinga er þörf. Við munum eflaust aðlaga Verðvaktina enn frekar á komandi vikum, þegar tíminn hefur leitt í ljós þær breytingar sem teljast nauðsynlegar.
Það hafa ekki allar búðir treyst sér í að sjá um uppfærslurnar sjálfar, og því mun Vaktin.is halda áfram að uppfæra þær verslanir á 2 vikna fresti eins og þetta hefur alltaf verið áður. Þær verslanir eru merktar með GRÁUM bakgrunnslitum og eru einnig komnar allar saman lengst til hægri.
Þær verslanir sem sjá samviskusamlega um sínar eigin uppfærslur halda áfram sínum venjulegu litum og eru kyrrar á sínum stað. Verslanirnar uppfæra þó á mjög ólíkum tímum og ekki láta ykkur bregða þó sumar dagsetningar virðast vera gamlar, því í þeim tilvikum hafa verðin hjá þeim einfaldlega ekki breyst.
Þær verslanir sem eru gráar núna í dag eru auðvitað vísar til að koma
aftur til liðs við hinar verslanirnar um leið og þær eru tilbúnar að sjá um sínar uppfærslur á sömu tímum og þær uppfæra sínar eigin heimasíðum, svo landslagið á Verðvaktinni mun auðvitað vera breytilegt í framtíðinni.
Þetta er enn einn liður okkar í að reyna að gera öllum til geðs, vera sanngjarnir eftir bestu getu án þess að það bitni á nokkrum manni og við vonum að þetta valdi engum óþæginum eða ruglingi.
En og aftur viljum við minna menn á, <b>að sannreyna verð verslanna áður en þið leggið í kaupleiðangur, ekki treysta á Vaktin.is til að sýna ykkur undantekningalaust rétt verð.</b> Vaktin.is er einungis til samanburðar og dæmis um verðþróun á tölvuíhlutum.
Semsagt, mánudaginn 3. maí munu gráu verslanirnar verða uppfærðar af Vaktin.is á 2vikna fresti héðan af.
(PS. Í augnablikinu eru flestar dagsetningarnar á uppfærslutímum í ólagi vegna þessara breytinga sem við höfum verið að gera, verðin á þeim verslunum eru _ekki_ endilega rétt. Lögum þetta hið fyrsta!)
Kær kveðja, og óskir um áframhaldandi FRÁBÆRT samstarf við alla okkar fastagesti,
vaktin.is
Fréttir af Verðvaktinni - 28. apríl 2004
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Það hafa ekki allar búðir treyst sér í að sjá um uppfærslurnar sjálfar, og því mun Vaktin.is halda áfram að uppfæra þær verslanir á 2 vikna fresti eins og þetta hefur alltaf verið áður. Þær verslanir eru merktar með GRÁUM bakgrunnslitum og eru einnig komnar allar saman lengst til hægri.
Já! Hendið þeim í skammarkrókin fyrir að vera plebbar!
Takið eftir að þetta eru TL og Computer.is sem ættu að vera í stærri kantinum, hvað er málið? Kunna þeir ekki á Internetið?