[SELT] Nokia 5230 3G sími

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

[SELT] Nokia 5230 3G sími

Pósturaf Hargo » Sun 20. Nóv 2011 19:42

SELT

Til sölu svartur Nokia 5230. Hann er m.a. með 3G-virkni ásamt stuðningi við langdræga 3G-kerfið. Að auki er Nokia 5230 með Quad-band virkni, 2 megapixla myndavél, GPS og þægilegum snertiskjá.

Sjá nánari tækniupplýsingar um símann hér: https://vefverslun.siminn.is/vorur/nokia_5230_black/

Síminn er keyptur hjá Vodafone í Kringlunni í maí 2010 og eru því nokkrir mánuðir eftir af ábyrgðinni. Ég veit hinsvegar ekki um nótuna en ætla þó að reyna að finna hana áður en síminn selst.

Það sem fylgir með símanum er eftirfarandi:

Upprunalegar umbúðir.
Skiptanleg back cover (rautt, bleikt og svart).
Sílikon hulsa
Filma til að verja skjáinn
Standur til að hafa í bíl, mjög þægilegt þegar verið er að nota Ovi Maps GPS kerfið í símanum.
Nokia heyrnartól.
USB snúra til að tengja símann við tölvu.
1GB SD minniskort.
Afþurrkunarklútur fyrir skjáinn.
Venjulegt hleðslutæki ásamt bílhleðslutæki.

Síminn hefur alltaf verið notaður með skjávörn. Skjárinn sjálfur er því órispaður og vel með farinn.

Verð: 15.000kr


Mynd