http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/0 ... neytendur/
Neytendastofa hefur sektað Skakkaturn ehf., sem er rekstraraðili Epli.is, um 1,5 milljónir kr. fyrir að hafa birt í sjónvarpsauglýsingum fullyrðinguna „Engir vírusar“. Neytendastofa segir brotið alvarlegt og að einbeittur vilji virðist vera til að blekkja neytendur.
Að teknu tilliti til þess að um ítrekað brot hafi verið að ræða og að einbeittur vilji virðist vera til að blekkja neytendur um kosti þeirrar vöru sem fyrirtækið selji sem og alvarleika brotsins, sé það mat stofnunarinnar að hæfilegt sé að leggja á Skakkaturn stjórnvaldssekt að fjárhæð 1.500.000 kr. vegna brots gegn ákvörðun Neytendastofu dags. 3. desember 2010.