Er örgjafinn minn að steikjast?


Höfundur
binno
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 16. Maí 2010 22:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Er örgjafinn minn að steikjast?

Pósturaf binno » Sun 16. Okt 2011 20:49

Sælir
Ég er með eftirfarandi specs:
CM sileo 500
500 W stock aflgjafi
i5 750(ekki overclockaður)
MSI P55M-GD45 móðurborð
Gigabyte GTS 250 nvidia
WD green 1 tb hd
2x2gb corsair RAM

Í venjulegum kringum stæðum er tölvan að runna á rúmlega 57°c
Í leikum eins og BF:BC2 þá er örrinn að fara alveg uppi 99°c
Ég er bara með stock kæliviftu á örranum sem ætti alveg að höndla þetta.
Einnig fer skjákortið alveg uppí 80°c en er vanalega í 50°c.
Hvað á ég að gera?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 465
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf worghal » Sun 16. Okt 2011 20:50

skjákortið á að höndla þetta, en örgjörfinn er full heitur :?

hvernig er um að litast í kassanum ? gott airflow, margar viftur ?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
binno
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 16. Maí 2010 22:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf binno » Sun 16. Okt 2011 21:00

það er ein aðalvifta fyrir loftflæði aftur fyrir kassan svo er ein frekar lítil vifta að framan fyrir að harða diskinn. Kannski ekki besta airflowið samt þar sem skrifborðið mitt er lokað að aftan.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 465
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf worghal » Sun 16. Okt 2011 21:01

cable management ?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


Höfundur
binno
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 16. Maí 2010 22:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf binno » Sun 16. Okt 2011 21:03

Allt skipulagt og fer eftir ákveðnum línum



Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Reputation: 0
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf AncientGod » Sun 16. Okt 2011 21:04

Prófa að skipta um krem ?


http://www.heatware.com/eval.php?id=80799

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf Haxdal » Sun 16. Okt 2011 21:06

örugglega að nota kælikrem á milli örgjörvans og hitabankans?,, ef já, er það nokkuð of mikið ?.

Kælingin örugglega fest nógu vel á, kom fyrir hjá mér með eina gamla vél að annað hornið á kælingunni losnaði og örgjörvinn hitnaði gríðarlega.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


Höfundur
binno
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 16. Maí 2010 22:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf binno » Sun 16. Okt 2011 21:07

Var að pæla í því og kaupa mér nýja viftu á örrann. En þetta er ekki lagi ekki satt?



Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Reputation: 0
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf AncientGod » Sun 16. Okt 2011 21:08

Prófaðu fyrst að skipta um krem og sjá hvort þetta er vel fast áður en þú ferð að eyða pening í viftu og já þetta er frékkar slæmt.


http://www.heatware.com/eval.php?id=80799


Höfundur
binno
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 16. Maí 2010 22:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf binno » Sun 16. Okt 2011 21:09

Haxdal, það er frekar lítið kælikrem sem var á þegar að ég setti viftuna á, og viftan er vel föst. Setti tölvuna saman sjálfur af mikilli gaumgæfni.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf Daz » Sun 16. Okt 2011 21:13

binno skrifaði:Haxdal, það er frekar lítið kælikrem sem var á þegar að ég setti viftuna á, og viftan er vel föst. Setti tölvuna saman sjálfur af mikilli gaumgæfni.


99°C heitur örgjörvi gefur til kynna að það sé eitthvað að í setupinu hjá þér, líklega best að reyna að finna það út áður en þú ferð að kaupa nýja viftu.
Einhver séns að það sé til bios update fyrir móðurborðið og þetta sé "þekktur" galli á því?
Er vifta á kælingunni á örgjörvanum?
Snýst hún?
Snúa vifturnar í kassanum rétt? (ein að toga loft inn og eina að blása út, ekki báðar að blása inn?)


edit:tók eftir þessu
binno skrifaði:Kannski ekki besta loftflæðið samt þar sem skrifborðið mitt er lokað að aftan.


Er tölvan alveg upp við vegg? Gatið aftan á er venjulega útblásturs opið og ef það er lokað þá er ekki alveg óskiljanlegt að heita loftið safnist fyrir í kringum örgjörvann.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 465
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf worghal » Sun 16. Okt 2011 21:17

stock viftan kemur með þunnu lagi af kælikremi, en ég mæli frekar með aftermarket cooler og alvöru kæli kremi :P


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf Daz » Sun 16. Okt 2011 21:21

worghal skrifaði:stock viftan kemur með þunnu lagi af kælikremi, en ég mæli frekar með aftermarket cooler og alvöru kæli kremi :P


Það er ekki munurinn á 99°C heitum örgjörva og eðlilegu ástandi. Ef allt væri 100% eins, nema hann væri að nota 3rd party cooler og kælikrem, þá væri hann örugglega að fá svipaðar hitatölur (því það er eitthvað að, hvort sem það er í uppsetningunni á kælingunni eða í umhverfinu).



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf Haxdal » Sun 16. Okt 2011 21:22

binno skrifaði:Haxdal, það er frekar lítið kælikrem sem var á þegar að ég setti viftuna á, og viftan er vel föst. Setti tölvuna saman sjálfur af mikilli gaumgæfni.

Hversu lítið?.. Of lítið kælikrem gerir lítið gagn.

Viðmiðið hefur verið í kringum 1-2 "hrísgrjón" af kremi, og hvernig krem notaðirðu?. það skiptir máli líka. kremið á stock kælingum er yfirleitt bara crap svo það er best að þrífa það bara vel af og setja nýtt alvöru krem. IC Diamond, Arctic Silver eða MX2 eru góð.

Annars eru þetta tölur sem þú ættir ekki að vera að sjá nema kælingin væri hreinlega laus, ég myndi athuga hvort það sé nokkuð known fault í móðurborðinu með sensorana og hvort það sé til bios uppfærsla til sem gæti lagað það einsog aðrir voru búnir að nefna.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Reputation: 0
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf AncientGod » Sun 16. Okt 2011 21:28

Prófa fleiri forrit, eithvað sem er nákvæmara.


http://www.heatware.com/eval.php?id=80799

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 465
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf worghal » Sun 16. Okt 2011 21:29

Haxdal skrifaði:
binno skrifaði:Haxdal, það er frekar lítið kælikrem sem var á þegar að ég setti viftuna á, og viftan er vel föst. Setti tölvuna saman sjálfur af mikilli gaumgæfni.

Hversu lítið?.. Of lítið kælikrem gerir lítið gagn.

Viðmiðið hefur verið í kringum 1-2 "hrísgrjón" af kremi, og hvernig krem notaðirðu?. það skiptir máli líka. kremið á stock kælingum er yfirleitt bara crap svo það er best að þrífa það bara vel af og setja nýtt alvöru krem. IC Diamond, Arctic Silver eða MX2 eru góð.

Annars eru þetta tölur sem þú ættir ekki að vera að sjá nema kælingin væri hreinlega laus, ég myndi athuga hvort það sé nokkuð known fault í móðurborðinu með sensorana og hvort það sé til bios uppfærsla til sem gæti lagað það einsog aðrir voru búnir að nefna.

mjög líkelga svona mikið
Mynd


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf beatmaster » Sun 16. Okt 2011 21:34

Af hverju eru svo margir hérna inni sannfærðir um það að munurinn á stock/lélegu kælikremi og Úber dúber dashizznitt silver/diamond/gold eXtremeOC kælikremi séu 30-40 gráður á celsius :?:


Líkurnar á því að vandamálið hérna sé kælikrem myndi ég segj að væru 0.002%

Líklegast væri að kassinn og örgjörvakælingin væri full af ryki, ef að það er í lagi myndi ég segja að kælingin væri ekki nógu vel fest eða situr ekki rétt á örgjörvanum, kanski er stilling í BIOS sem að setur ekki viftuna hjá þér á fullt þannig að hún er kanski alltaf bara að keyra á 60% hraða eða þá að þessar hitatölur eru ekki réttar (eru þær svona í BIOS eða ertu að lesa þessar tölur úr forriti, ertu að skoða þessar tölur með fleiri en 1 forriti, eru mörg forrit að gefa þessar tölur á örgjörvann)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf Haxdal » Sun 16. Okt 2011 21:40

beatmaster skrifaði:Af hverju eru svo margir hérna inni sannfærðir um það að munurinn á stock/lélegu kælikremi og Úber dúber dashizznitt silver/diamond/gold eXtremeOC kælikremi séu 30-40 gráður á celsius :?:

kannski ekki 30-40° en þegar ég fór í vorhreingerningu í vélinni minni og hreinsaði draslið og gerði það vel og skipti út kælikreminu fyrir rétt magn af MX2 þá lagaðist hitastigið hjá mér um 10-15°C, svo kælikremið og rétt magn af því hefur vissulega áhrif þó þetta sé örugglega ekki það eina sem er að í þessu tilviki en augljóst að benda á að skipta út stock draslinu fyrir eitthvað betra.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 465
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf worghal » Sun 16. Okt 2011 21:44

Haxdal skrifaði:
beatmaster skrifaði:Af hverju eru svo margir hérna inni sannfærðir um það að munurinn á stock/lélegu kælikremi og Úber dúber dashizznitt silver/diamond/gold eXtremeOC kælikremi séu 30-40 gráður á celsius :?:

kannski ekki 30-40° en þegar ég fór í vorhreingerningu í vélinni minni og hreinsaði draslið og gerði það vel og skipti út kælikreminu fyrir rétt magn af MX2 þá lagaðist hitastigið hjá mér um 10-15°C, svo kælikremið og rétt magn af því hefur vissulega áhrif þó þetta sé örugglega ekki það eina sem er að í þessu tilviki en augljóst að benda á að skipta út stock draslinu fyrir eitthvað betra.

ég gerði þetta með gömlu tölvuna mína og hún fór að idla í 26-30 gráður eftir að ég skipti um krem :?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf Daz » Sun 16. Okt 2011 21:51

haxdal-worghal: Þið gerðu báðir meira en að skipta um krem, tiltekt/snúrur, rykhreinsun og að festa heatsinkið upp á nýtt hefur allt líka áhrif. Gott kælikrem vs vont kælikrem er ca 3-5°C ef allar aðrar aðstæður eru óbreyttar.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6399
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 465
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf worghal » Sun 16. Okt 2011 21:53

ja, snúrurnar breyttust ekkert, var með kassa sem bauð upp á 0 cable management :p


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf Haxdal » Sun 16. Okt 2011 22:12

Já, ég reyndar tók út einn ide kapal og rykhreinsaði the shit úr vélinni minni.

en fyrst við erum að tala um hitaleiðandi krem þá bara verð ég að deila þessum gullmola með ykkur sem ég fann á netinu :megasmile

There was nothing besides common sense stopping me from doing a quick test with the stuff, though, so I spread some on the 6Cu+'s base. The toothpaste I chose turned out to be slightly runnier than Arctic Silver 3, in case you care; it's pretty easy to spread it very thin. I put on a thicker layer, though; "optimising heat sink toothpaste application" is not something I intend to put on my curriculum vitae.

Firing up my Minty Fresh Thermal Transfer Experiment produced, rather hilariously, an excellent score - 0.47°C/W.

That's right - Toothpaste Superior To Arctic Silver 3! Film At Eleven!

This was only over half an hour, though. When I removed the cooler from the heater, the toothpaste that'd been squished out around the edge of the contact patch was already dry and crusty, and the rest of the paste would follow soon enough. It'd be just minty white dust inside a week, and probably wouldn't work much better than no thermal compound at all. Maybe worse.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <


Höfundur
binno
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Sun 16. Maí 2010 22:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er örgjörvinn minn að steikjast?

Pósturaf binno » Mán 17. Okt 2011 01:01

Ég er mjög líklega kominn með svar við vandamáli mínu, viftan var stífluð af ryki og ekki fest á einum stað alveg rétt. Kælikremið er samt alveg í lagi.