Hladdu niður? rétt orðalag??
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hladdu niður? rétt orðalag??
Ég var að setja upp MacOs, ætlaði að kíkja á YouTube en átti eftir að hlaða niður Flash spilara.
Þá fékk ég þessi stórskrítnu skilaboð
Hladdu forritinu niður...HLADDU?
Er þetta rétt orðalag?
Þá fékk ég þessi stórskrítnu skilaboð
Hladdu forritinu niður...HLADDU?
Er þetta rétt orðalag?
- Viðhengi
-
- Screen shot 2011-09-29 at 3.23.26 PM.png (48.57 KiB) Skoðað 2477 sinnum
-
- Kóngur
- Póstar: 6372
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 455
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
ég skal ná í orða bókina
edit: gat ekki séð þetta orð í bókinni
edit: gat ekki séð þetta orð í bókinni
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Ég er enginn íslenskukennari en hvað annað gæti komið til greina? Það er margt sem að hljómar asnalega en er samt tæknilega rétt.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Reputation: 54
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Hljómar hrikalega óþjált..
Hlaðaðu niður..? Það hljómar samt málfræðilega rangt.
Hlaðaðu niður..? Það hljómar samt málfræðilega rangt.
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Klaufi skrifaði:Hljómar hrikalega óþjált..
Hlaðaðu niður..? Það hljómar samt málfræðilega rangt.
Boðháttur orðsins "baða" er baðaðu ekki baddu þannig að hlaðaðu gæti alveg verið rétt.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 246
- Skráði sig: Sun 11. Maí 2008 17:24
- Reputation: 4
- Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Niðurhala / Upphala
i712700KF [TG Contact Frame] - Asus TUF z690 pluswifi - Asus TUF 3070 Ti OC [CMG Copper Plate] - G.Skill TridentZ5 32GB (2x16) 6000MHz CL36 - Boot:Samsung 980Pro M.2NVMe - BeQuiet! Silent Base 802 & SP11 850W Platnium
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Myndi frekar segja hladadu nidur. Eda haladu nidur.
En thar sem ordid hlada er sjaldan notad i bodhætti hefur madur sjaldan heyrt eda séd thad notad.
En thar sem ordid hlada er sjaldan notad i bodhætti hefur madur sjaldan heyrt eda séd thad notad.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Jim skrifaði:Klaufi skrifaði:Hljómar hrikalega óþjált..
Hlaðaðu niður..? Það hljómar samt málfræðilega rangt.
Boðháttur orðsins "baða" er baðaðu ekki baddu þannig að hlaðaðu gæti alveg verið rétt.
Að hlaða er sterk sögn en að baða veik sögn, því er stýfður boðháttur hlaða "hlað" á meðan að stýfður boðháttur baða fær að halda a-inu.
Því verður að hlaða að hladdu í germynd boðhátts en að baða verður að baðaðu í germynd boðhátts.
Hladdu er rétt.
Modus ponens
-
- spjallið.is
- Póstar: 437
- Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
- Reputation: 2
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Gúrú skrifaði:Jim skrifaði:Klaufi skrifaði:Hljómar hrikalega óþjált..
Hlaðaðu niður..? Það hljómar samt málfræðilega rangt.
Boðháttur orðsins "baða" er baðaðu ekki baddu þannig að hlaðaðu gæti alveg verið rétt.
Að hlaða er sterk sögn en að baða veik sögn, því er stýfður boðháttur hlaða "hlað" á meðan að stýfður boðháttur baða fær að halda a-inu.
Því verður að hlaða að hladdu í germynd boðhátts en að baða verður að baðaðu í germynd boðhátts.
Hladdu er rétt.
Headshot!
AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2350
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Reputation: 54
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Krisseh skrifaði:Niðurhala / Upphala
Halaðu niður..!
*Edit*
Spruning um að refresha áður en maður postar -.-
Síðast breytt af Klaufi á Fim 29. Sep 2011 16:06, breytt samtals 1 sinni.
-
- spjallið.is
- Póstar: 400
- Skráði sig: Mið 03. Jún 2009 22:16
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reyðarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Það þarf að breyta orðalaginu til að fá þetta rétt. Í rauninni ætti þetta að vera orðað: Niðurhalaðu forritinu hjá Adobe. (er samt ekki viss hvort að "niðurhal" sé í íslensku orðabókinni :/
Godriel has spoken
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Gúrú skrifaði:Jim skrifaði:Klaufi skrifaði:Hljómar hrikalega óþjált..
Hlaðaðu niður..? Það hljómar samt málfræðilega rangt.
Boðháttur orðsins "baða" er baðaðu ekki baddu þannig að hlaðaðu gæti alveg verið rétt.
Að hlaða er sterk sögn en að baða veik sögn, því er stýfður boðháttur hlaða "hlað" á meðan að stýfður boðháttur baða fær að halda a-inu.
Því verður að hlaða að hladdu í germynd boðhátts en að baða verður að baðaðu í germynd boðhátts.
Hladdu er rétt.
Einhver verið að fylgjast með í skólanum.
/thread
-
- ÜberAdmin
- Póstar: 1317
- Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
- Reputation: 5
- Staðsetning: Lýtó
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Gúrú skrifaði:Jim skrifaði:Klaufi skrifaði:Hljómar hrikalega óþjált..
Hlaðaðu niður..? Það hljómar samt málfræðilega rangt.
Boðháttur orðsins "baða" er baðaðu ekki baddu þannig að hlaðaðu gæti alveg verið rétt.
Að hlaða er sterk sögn en að baða veik sögn, því er stýfður boðháttur hlaða "hlað" á meðan að stýfður boðháttur baða fær að halda a-inu.
Því verður að hlaða að hladdu í germynd boðhátts en að baða verður að baðaðu í germynd boðhátts.
Hladdu er rétt.
boðháttar ekki boðhátts
Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Dazy crazy skrifaði:boðháttar ekki boðhátts
Tel mig heppinn að hafa ekki bara skrifað boðhátt's, er að hugsa á ensku þessa vikuna.
Modus ponens
-
- Vaktari
- Póstar: 2408
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Sæktu adobe hér eða hér geturu náð í nýjasta adobe, sleppa þessu hladdu kjaftæði bara asnalegt!
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Baða - Baðaðu
Hlaða - Hlaðaðu
Bók - bækur.
Kók - kækur?
Skemmtilegar pælingar .
Hlaða - Hlaðaðu
Bók - bækur.
Kók - kækur?
Skemmtilegar pælingar .
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hladdu niður? rétt orðalag??
Opes skrifaði:Baða - Baðaðu
Hlaða - Hlaðaðu
Já einmitt...Hlaða - Hlaðaðu -- Hlaðaðu niður .. ---- Hladdu niður.
Niðurhalaðu forritinu...
Auðvitað hefði verið hægt að orða þetta á annan hátt... .... en úfff...fucki it...ihpone5 .... iphone5 .... iphone5....