Xenon ljós?
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 834
- Skráði sig: Mið 08. Júl 2009 06:08
- Reputation: 2
- Staða: Ótengdur
Xenon ljós?
Sælir nú,
Var stoppaður niðrá Granda áðan útaf Xenon ljósunum minum, hun sagði að þetta væri ólöglegt og sagði mér að rífa þetta úr þegar ég kæmi heim. Ég er ekki búinn að því, því ég trúi bara ekki að þetta sé ólöglegt, þetta er til útum allt og allir að selja þessi kerfi. Þetta er H7 8000k. Er þetta í allvöruni ólöglegt ?
Var stoppaður niðrá Granda áðan útaf Xenon ljósunum minum, hun sagði að þetta væri ólöglegt og sagði mér að rífa þetta úr þegar ég kæmi heim. Ég er ekki búinn að því, því ég trúi bara ekki að þetta sé ólöglegt, þetta er til útum allt og allir að selja þessi kerfi. Þetta er H7 8000k. Er þetta í allvöruni ólöglegt ?
GigaByte-P55M-UD2 | Intel Core i5 650 @ 3.20GHz | 4.0GB Dual-Channel DDR3 1066Mhz | PNY GeForce GTX 460 768Mb | Corsair H50 | HAF922
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Býst við því að þú sért með kitt.
Nokkrir punktar sem ég fann á BMWkraft
Xenon aðalljós þurfa að vera í sjálfstillandi kerum ce, dot merkt. 75W max
Hái geislinn þarf ekki að vera í þar telgerðum kerum + þvottur. Max 75W
Þokuljós/kastarar;
Xenon leyfilegt þurfa ekki að vera í þar til gerðum kerum. Max 75W
Nokkrir punktar sem ég fann á BMWkraft
Xenon aðalljós þurfa að vera í sjálfstillandi kerum ce, dot merkt. 75W max
Hái geislinn þarf ekki að vera í þar telgerðum kerum + þvottur. Max 75W
Þokuljós/kastarar;
Xenon leyfilegt þurfa ekki að vera í þar til gerðum kerum. Max 75W
Re: Xenon ljós?
hahaha. það er ekkert ólöglegt að vera með xenon nema að þú sért með 30000k perur. ég var niður á granda áðan og ég er með 8000k xenon og ég mætti löggunni nokkrum sinnum og hún var á eftir mér nokkrum sinnum en aldrei stoppað mig. meira segja er ég eineygður haha.
ég myndi hafa littlar áhyggjur af þessu
ég myndi hafa littlar áhyggjur af þessu
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Ef þau eru ekki CE merkt þá eru þau ólögleg. Hvort að lögreglan hafi tékkað á því eða ekki veit ég svo ekkert um.
Svo fer rosalega eftir ljóskerinu hvernig ljósið skín og þá hversu mikið lögreglan angrar þig. En það er ekkert að ástæðulausu að menn eru að fá endurskoðanir út á aftermarket Xenon.
Svo fer rosalega eftir ljóskerinu hvernig ljósið skín og þá hversu mikið lögreglan angrar þig. En það er ekkert að ástæðulausu að menn eru að fá endurskoðanir út á aftermarket Xenon.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 305
- Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
- Reputation: 11
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Var að kaupa mér H4 8000K í N1 um daginn og spjallaði aðeins við manninn í ljóasdeildinni og hann sagði að 10.000k+ væri ólöglegt og þú fengir ekki skoðun á það, held alveg örugglega að munirinn á H4 og H7 eru bara festingarnar þannig ég efast um að þetta sé ólöglegt, skoðaði löggan eitthvað perurnar hjá þér eða sagði hún þetta bara á þess að vera búinn að kíkja þær?
-
- Kóngur
- Póstar: 6372
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 455
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
faðir minn sagði mér að 24000k er það sem er notað á lestar og sumir jeppa kallar setja það í kastara fyrir ferðar á fjöll.
þannig ég býst við að það sé ólöglegt í daglegri keyrslu á venjulegum fólksbíl.
þannig ég býst við að það sé ólöglegt í daglegri keyrslu á venjulegum fólksbíl.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Strangt til orða tekið er ólöglegt að vera með Xenon í ljósum sem eru ekki með projectora (kúlur)
Hér er munurinn:
Lága geisla ljóskerið notar spegla til að dreyfa ljósinu frá Halogen peru:
Xenon útfærsla af alveg eins framljósi, peran er sett inn í projector kúlu sem sker ljósið og dreyfir því:
Munurinn er ss. kúlan í lága geislanum.
Ástæðan fyrir þessu er sú að ljósstyrkurinn er svo mikill á Xenon að geislinn fer í klessu í non-projector ljósum, á Halogen speglast geislinn alveg eins en ljósstyrkurinn er svo lítill að það sést ekki á þannig.
Xenon kit í bíl sem er ekki með projector kúlu:
Xenon kit í bíl sem er með projector kúlu:
Þetta veldur því að þegar fólk setur Xenon í bíla sem eru ekki með projector kúlur þá verða ljósin alveg einstaklega pirrandi og lýsa beint í augun á fólki sem að mætir því. Það er alveg ömurlegt að mæta svona bílum og ennþá verra að það skuli ekki vera tekið á þessu hérna á Íslandi!
Skilyrði sem bíll með Xenon þarf að uppfylla:
*Projector kúlur
*Sjálfvirk hæðarstilling tengd við nema sem nemur hallann á bílnum og stillir ljósin upp eða niður eftir því.
*Þrifbúnaður fyrir framljós
Þið sjáið t.d. ekki bíl með Xenon ljós orginal en ekki svona búnað. Ég veit um aðeins eina bíltegund sem kom orginal með Xenon en ekki projector kúlur, það er Lexus IS200/IS300 og svo best sem ég veit er Ísland eina Evrópulandið sem leyfði þessum bílum að komast í gegnum skoðun með Xenon. Hef t.d. sérstaklega kannað þetta úti í Þýskalandi og þar finnast þessir bílar bara ekki með Xenon, fá ekki TÜV samþykki.
Ef að þú ert með Xenon í non-projector ljósum, taktu Xenonið úr því lögreglan var ekkert að bulla í þér. En það skiptir í rauninni engu máli því skoðunarstöðvar setja ekkert út á þetta og fólk fær bara að halda áfram að blinda aðra í umferðinni eins og því sýnist.
Hér er munurinn:
Lága geisla ljóskerið notar spegla til að dreyfa ljósinu frá Halogen peru:
Xenon útfærsla af alveg eins framljósi, peran er sett inn í projector kúlu sem sker ljósið og dreyfir því:
Munurinn er ss. kúlan í lága geislanum.
Ástæðan fyrir þessu er sú að ljósstyrkurinn er svo mikill á Xenon að geislinn fer í klessu í non-projector ljósum, á Halogen speglast geislinn alveg eins en ljósstyrkurinn er svo lítill að það sést ekki á þannig.
Xenon kit í bíl sem er ekki með projector kúlu:
Xenon kit í bíl sem er með projector kúlu:
Þetta veldur því að þegar fólk setur Xenon í bíla sem eru ekki með projector kúlur þá verða ljósin alveg einstaklega pirrandi og lýsa beint í augun á fólki sem að mætir því. Það er alveg ömurlegt að mæta svona bílum og ennþá verra að það skuli ekki vera tekið á þessu hérna á Íslandi!
Skilyrði sem bíll með Xenon þarf að uppfylla:
*Projector kúlur
*Sjálfvirk hæðarstilling tengd við nema sem nemur hallann á bílnum og stillir ljósin upp eða niður eftir því.
*Þrifbúnaður fyrir framljós
Þið sjáið t.d. ekki bíl með Xenon ljós orginal en ekki svona búnað. Ég veit um aðeins eina bíltegund sem kom orginal með Xenon en ekki projector kúlur, það er Lexus IS200/IS300 og svo best sem ég veit er Ísland eina Evrópulandið sem leyfði þessum bílum að komast í gegnum skoðun með Xenon. Hef t.d. sérstaklega kannað þetta úti í Þýskalandi og þar finnast þessir bílar bara ekki með Xenon, fá ekki TÜV samþykki.
Ef að þú ert með Xenon í non-projector ljósum, taktu Xenonið úr því lögreglan var ekkert að bulla í þér. En það skiptir í rauninni engu máli því skoðunarstöðvar setja ekkert út á þetta og fólk fær bara að halda áfram að blinda aðra í umferðinni eins og því sýnist.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Xenon ljós?
er ekki alveg að sjá að það skipti nokkru máli hvernig liturinn sé á perunni...
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Re: Xenon ljós?
Oak skrifaði:er ekki alveg að sjá að það skipti nokkru máli hvernig liturinn sé á perunni...
Það er ekki liturinn á perunni, það er dreifingin á ljósinu.
Re: Xenon ljós?
afhverju eruði þá að spá í 8000k og 24000k?
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
- Reputation: 12
- Staðsetning: í bjórbaði
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Ljósið verður bara meira og meira blátt, og fer svo út í fjólublátt, og birtan minkar og minkar eftir því
Einhverntímann var talað um það að mesta birtan er frá 4300-5500K
Einhverntímann var talað um það að mesta birtan er frá 4300-5500K
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
í guðanna bænum ef þú ert ekki með projector kúlu, rífðu andskotans ruslið úr, manni langar að myrða þessa asna sem setja þetta í halogen ljósin og mæta mann síðann í myrkri og geislinn beint í augun
skil ekki af hverju það er ekki tekið harðar á þessu, þetta varðar raunverulega við umferðaöryggi fyrir sjálfann þig og aðra því þú ert svo gott sem ljóslaus utan bæjar
skil ekki af hverju það er ekki tekið harðar á þessu, þetta varðar raunverulega við umferðaöryggi fyrir sjálfann þig og aðra því þú ert svo gott sem ljóslaus utan bæjar
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
-
- Vaktari
- Póstar: 2484
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Ég er alveg sammála, ég hef lent í því að fá gamlan VW Polo fyrir aftan mig sem var með Xenon, það var eins og plebbinn væri með háuljósin í gangi allan tímann. Svo varð hann bara ekkert sáttur þegar ég fór fyrir aftan hann og setti háuljósin mín á :l
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Finnst skemmtilegur misskilningur hjá mörgum bílastrákum sem halda að 24000k sé eitthvað sterkara en 8000k. Þetta er bara liturinn á ljósinu
Re: Xenon ljós?
Steini B skrifaði:Ljósið verður bara meira og meira blátt, og fer svo út í fjólublátt, og birtan minkar og minkar eftir því
Einhverntímann var talað um það að mesta birtan er frá 4300-5500K
Yep - nánar til tekið: Mannsauganu gengur best að vinna úr hvítu ljósi á þessu bili. (Dagsljós er á bilinu 5000-6000K.)
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16490
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2105
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
En til hvers eru menn að setja svona perur í staðin fyrir venjulegar Halogen?
Á það að vera flott?
Á það að vera flott?
Re: Xenon ljós?
GuðjónR skrifaði:En til hvers eru menn að setja svona perur í staðin fyrir venjulegar Halogen?
Á það að vera flott?
það er mikið betra að keyra með þetta.
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
GuðjónR skrifaði:En til hvers eru menn að setja svona perur í staðin fyrir venjulegar Halogen?
Á það að vera flott?
Þar sem nýjir bílar eru yfirleitt með Xenon þá er þetta oft gert til þess að yngja upp útlitið á bílnum.
Re: Xenon ljós?
MatroX skrifaði:GuðjónR skrifaði:En til hvers eru menn að setja svona perur í staðin fyrir venjulegar Halogen?
Á það að vera flott?
það er mikið betra að keyra með þetta.
Ef þú ert með almennilegt projector set up, já, en ef þú ert að troða xenon perum í halogen kastara þá er xenonið jafnvel verra en halogen.
Er sjálfur með 6000k xenon sem er í almennilegum projector með cut-off. Myndi ekki láta sjá mig með annað.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
- Reputation: 12
- Staðsetning: í bjórbaði
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
everdark skrifaði:MatroX skrifaði:GuðjónR skrifaði:En til hvers eru menn að setja svona perur í staðin fyrir venjulegar Halogen?
Á það að vera flott?
það er mikið betra að keyra með þetta.
Ef þú ert með almennilegt projector set up, já, en ef þú ert að troða xenon perum í halogen kastara þá er xenonið jafnvel verra en halogen.
Er sjálfur með 6000k xenon sem er í almennilegum projector með cut-off. Myndi ekki láta sjá mig með annað.
Ég er með 4300k í gömlum hilux og finn mikinn mun
er samt að pæla að kaupa universal projector ljós sem ættu vonandi að passa til þess að fá full performance..
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
- Reputation: 14
- Staðsetning: Babýlon norðursins
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Ég er með 8000k í láguljósunum í MMC Galant og ég er búinn að fá skoðun á hann í 3 ár með þessu kerfi.. var meiraðsegja með 10.000k kerfi í honum áður en ég fékk mér 8.000k og það hefur aldrei verið sett neitt útá þetta
..og já það er 10.000k í háuljósunum, svo að ég er með mismunandi liti og ég hef ekki fengið neinar athugasemdir
..Síðan er það bara BULL að maður sé nánast ljóslaus útá þjóðvegum.. ég hef aldrei keyrt með betri ljós en þetta kerfi þetta lýsir miklu miklu betur en orginal kerfið
..og já það er 10.000k í háuljósunum, svo að ég er með mismunandi liti og ég hef ekki fengið neinar athugasemdir
..Síðan er það bara BULL að maður sé nánast ljóslaus útá þjóðvegum.. ég hef aldrei keyrt með betri ljós en þetta kerfi þetta lýsir miklu miklu betur en orginal kerfið
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6352
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 160
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Páll skrifaði:Hvað kostar þetta og er auðvelt að setja þetta í?
15-20 þúsund kittið, yfirleitt ekkert mál að setja þetta í, lengsti tíminn fer yfirleitt bara að komast að perustæðunum ef maður er að eiga við erfiða bíla. Tekur frá 15mín uppí 1-2 tíma.
-
- Geek
- Póstar: 825
- Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
- Reputation: 0
- Staðsetning: Grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Ekki væri hægt að setja xenon í vespu eða einhvað sem lýtur svipað út haha?
Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Xenon ljós?
Blackened skrifaði:Ég er með 8000k í láguljósunum í MMC Galant og ég er búinn að fá skoðun á hann í 3 ár með þessu kerfi.. var meiraðsegja með 10.000k kerfi í honum áður en ég fékk mér 8.000k og það hefur aldrei verið sett neitt útá þetta
..og já það er 10.000k í háuljósunum, svo að ég er með mismunandi liti og ég hef ekki fengið neinar athugasemdir
..Síðan er það bara BULL að maður sé nánast ljóslaus útá þjóðvegum.. ég hef aldrei keyrt með betri ljós en þetta kerfi þetta lýsir miklu miklu betur en orginal kerfið
En þú ert að blinda alla sem mæta þér á þjóðveginum þó að þú sért ekki með háu ljósin á. Er þér kannski alveg sama um það??
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x