Radeon 9800 betra en 9600XT?
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 872
- Skráði sig: Mið 24. Mar 2004 21:17
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Radeon 9800 betra en 9600XT?
Síðan hinum þræðinum hefur lítið verið svarað, þá geri ég bara nýjann. Á Toms Hardware sést vel að í benchmörkunum nær Radeon 9800 standard alltaf meira fps í leikjum heldur en Radeon 9600XT. Ég vil bara fá að vita hvort er betra og hvort ég ætti að kaupa. Ég ætla ekkert að yfirklukka þau eða gera neitt við það. Ég ætla bara að kaupa það, setja það í tölvuna, setja svo alla reklana inn og nota það þangað til að ég fæ mér nýtt. Ef tekið er tillit til þess, hvort ætti ég að fá mér? Radeon 9800 standard eða Radeon 9600XT? Ég vænti þess að þessu verði svarað án þess að fólk sé að svara með einhverju óskiljanlegu eða einhverju sem kemur þessu máli ekki við. Ég vil bara fá að vita hvort er betra. Takk fyrir.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Venjuleg 9800 eru að skila því sama og 9700Pro og því miklu betri en 9600XT, vandamálið er að engin 9800 kort eru á markaðnum, öll kortin eru annað hvort hægari 9800SE eða dýrari 9800Pro. Pro kortin eru reyndar með því öflugasta sem þú getur fengið en ef þú ert að leyta að einhverju ódýrara þá eru GF 5900XT og Radeon 9600XT bestu kostirnir á markaðnum.