Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?


Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf yamms » Fim 01. Sep 2011 20:12

Mér er farið að detta í hug að fjárfesta í svona kælistand fyrir lappann minn þar sem að ég spila stundum starcraft og fleiri álíka leiki í henni.

Virkar þetta eitthvað? Mér lýst ágætlega á þennan hérna http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1753
Vitiði um einhverja betri? eða er þetta kannski bara bölvuð vitleysa.



Skjámynd

astro
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf astro » Fim 01. Sep 2011 20:25

yamms skrifaði:Mér er farið að detta í hug að fjárfesta í svona kælistand fyrir lappann minn þar sem að ég spila stundum starcraft og fleiri álíka leiki í henni.

Virkar þetta eitthvað? Mér lýst ágætlega á þennan hérna http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1753
Vitiði um einhverja betri? eða er þetta kannski bara bölvuð vitleysa.


Ég átti og notaði alltaf CoolerMaster U2.

Þetta virka þannig að þú getur fært viftunar á þá staði undir sem þú vilt að þeir blási uppí, mikið sniðugara heldur en kæliborð með áföstum viftum.

Coolermaster U3 (3 viftur, fyrir 17"): http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3227

Þeir voru með Coolermaster U2 hjá start (U2 er fyrir 15" og með 2 viftur") En virðist bara vera til U3 í dag.


Lian Li O11 Mini * NZXT B650e (black) * AMD Ryzen 7 7700x * 64GB Corsair VENGEANCE 6000MHz CL36 EXPO * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 1TB M.2 970 EVO Plus NVMe * Corsair iCUE H115i RGB ELITE AIO

Skjámynd

BirkirEl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 19:13
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf BirkirEl » Fim 01. Sep 2011 20:31

myndi taka 220mm viftuna frekar en 3*80mm allavega. Veit ekki hvort þetta gerir einhvern stórmun, eithvað örugglega.



Skjámynd

REX
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf REX » Fim 01. Sep 2011 20:38

Er einmitt að nota svona Coolermaster U2. Mjög fínn standur, færði vifturnar undir inntakið á tölvunni, þannig í staðinn fyrir að liggja nokkrum millimetrum fyrir ofan borð þá loftar nú vel undir hana með standinn undir sér + það að vifturnar blása meira lofti undir hana.
Fartölvan var farin að verða leðinlega heit þar sem viftan og skjákortið er staðsett en þetta er mun betra núna, held að þetta hjálpi tölvunni mest þegar hún er komin út í þunga vinnslu.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf Bjosep » Fim 01. Sep 2011 22:31

Ég var nú eitthvað að lesa mér til um þetta fyrir fyrir nokkru síðan og miðað við það sem ég las þá virtist þetta ekki vera að skila sér marktækt í kælingu á íhlutum. Ég man hinsvegar ekkert hvar ég las þetta og fann þetta ekki aftur í þetta sinn.

Mér fannst google allaveganna gefa mér blandaðri niðurstöður í þetta skiptið. En til þess að vera neikvæði gaurinn í umræðunni og benda þér á tvær niðurstöður sem ég fann.

http://www.overclockers.com/forums/showthread.php?t=558330

http://www.overclockers.com/forums/showthread.php?t=629513

Það kann hinsvegar vel að vera að uppsetningin á kælistandinum skipti höfuðmáli eins og einhverjir nefna.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf capteinninn » Fim 01. Sep 2011 23:00

Ég keypti þrýstiloft og blés úr gamla lappanum mínum og hitastigið lækkaði úr rúmlega 90°c niður í um 60°c minnir mig.
Byrjaðu á því allavega ef tölvan er eitthvað heit.




Höfundur
yamms
has spoken...
Póstar: 177
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 23:18
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf yamms » Fim 01. Sep 2011 23:06

Þetta er ný tölva.

Nú veit ég ekki hvað þessar fartölvur eru að hitna mikið en skv hwmonitor er hún í ca 65-75°max í starcraft. Er þessi hiti eitthvað til að hafa áhyggjur af?



Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Virka þessir kælistandar fyrir fartölvur eitthvað að ráði?

Pósturaf kjarribesti » Fim 01. Sep 2011 23:52

yamms skrifaði:Þetta er ný tölva.

Nú veit ég ekki hvað þessar fartölvur eru að hitna mikið en skv hwmonitor er hún í ca 65-75°max í starcraft. Er þessi hiti eitthvað til að hafa áhyggjur af?

útaf fyrir sig ekki, samt held ég að þessi kælistandur gæti gert gagn.

Munar 10° í load í leikjum hjá vini mínum sem keypti logitech stand með PackardBell tölvunni sinni (gaming fartölva)

Og algerlega hljóðlaust nema í hæstu stillingu.


_______________________________________