Tölvunarfr. vs hugbúnaðarverkfr.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 668
- Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Tölvunarfr. vs hugbúnaðarverkfr.
Hver er munurinn í meginatriðum? Í hvoru fær maður að forrita meira?
Re: Tölvunarfr. vs hugbúnaðarverkfr.
Arkidas skrifaði:Hver er munurinn í meginatriðum? Í hvoru fær maður að forrita meira?
Tölvunarfræðingur forritar og ef mín reynsla að verkfræðingum er rétt, þá mun hugbúnaðarverkfræðingurinn reyna að segja tölvunarfræðingnum hvað hann á að gera til að forritunin virki sem skildi.
p.s. það er kaldhæðin áhersla á eitt orð í þessari setningu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2192
- Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
- Reputation: 0
- Staðsetning: /dev/random
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvunarfr. vs hugbúnaðarverkfr.
Jafn mikil forritun í rauninni. Ég valdi tölvunarfræði því mig langaði frekar að taka þá áfanga sem eru "bara" kenndir þar en ekki í hugb.verfr. Í staðinn koma inn meiri stærðfr. og eðlisfr. áfangar í hugb.verkfr.
Mæli með að skoða bara muninn á náminu og lesa um áfangana. Svo er lítið mál að skipta um nám eftir fyrstu önn eða fyrsta ár því það munar ekki svo miklu
Mæli með að skoða bara muninn á náminu og lesa um áfangana. Svo er lítið mál að skipta um nám eftir fyrstu önn eða fyrsta ár því það munar ekki svo miklu
Re: Tölvunarfr. vs hugbúnaðarverkfr.
Ég kláraði tölvunarfræði í HÍ og mín hugsun er ef þú hefur gaman af stærðfræði myndi ég fara í hugbúnaðarverkfræði eða reiknifræðilínuna í tölvunarfræði, ef þú hefur ekkert svo sterka löngun i stærðfræði veldu almenna tölvunarfræði. Þú getur síðan pickað upp alla áfangana í hugbúnaðarverkfræðinni sem val í tölvunarfræðinni, það er það sem ég gerði, ég tók alla áfanga sem í boði voru í hugbúnaðarverkfræðinni.
Haf X | Antec HCG 750W | Gigabyte P67A-UD4-B3 | i5 2500k | Noctua NH-D14 | Mushkin 16gB DDr3 1600MHZ | PNY GTX 570 | OCZ Vertex 2 180gB + WD 1tB Black