[Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Skjámynd

Höfundur
GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

[Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf GrimurD » Fös 12. Ágú 2011 03:27

Að finna skjástand fyrir 3x24" widescreen skjái á ásættanlegu verði er enginn brandari. Mér er búið að langa að vera með einn stand undir alla skjáina hjá mér í langann tíma en ekkert hef ég geta fundið hér heima sem passar og það sem hefur verið hægt að panta utan hefur kostað fúlgur fjár komið hingað heim og því hefur þetta verið afskaplega fjarlægur draumur að vera með svona stand.
Nýlega fór ég hinsvegar að lesa þræði á erlendum spjallborðum þar sem menn voru að smíða sína eigin standa á tiltölulega lítinn pening með hlutum sem er hægt að finna í flestum byggingavöruverslunum. Vandamálið er hinsvegar það að ég hef nákvæmlega ekki neitt verkvit en ég er álíka góður og flest leikskólabörn í að nota hamar og sög. Ég lét það hinsvegar ekki aftra mér og þar sem ég vinn nú í Húsasmiðjunni og kannaðist við flesta af þessum hlutum sem menn voru að nota ákvað ég að sjá hvort ég gæti ekki að minnsta kosti tékkað hvort það væri einhver möguleiki fyrir mig að gera þetta.

Og hér kemur niðurstaðan.

Efni:
- TODO: Á eftir að taka saman allt efnið sem fór í þetta

Myndir

  1. Byrjaði á því að kaupa efnið sem ég taldi mig þurfa í þetta. Af því sem sést á myndinni þá endaði ég á að nota allar rauðbrúnu stangirnar og tvær af þeim bláu. Ég notaði einnig tengistykkin milli stanganna sem sjást þarna og stykkið sem var boltað við borðið.
    Mynd
  2. Hér er ég búinn að púsla saman rammanum eins og hann mun nokkurnvegin líta út. Einnig er hægt að sjá þarna hvernig skjásetupið hjá mér leit út áður en ég gerði þetta.
    Mynd
  3. Hér var ég búinn að bora í borðið fyrir boltunum sem festa standin niður og búinn að fitta þessu ágætlega í.
    Mynd
  4. Burðarstöngin
    Mynd
  5. Ég fann mér spítu til þess að setja undir borðið til að auka stöðugleika og burðargetu.
    Mynd
  6. Búið að smella þessu öllu saman, sést nokkuð vel hvernig standurinn sjálfur mun koma út.
    Mynd
  7. Ein af útfærslunum sem ég reyndi var að nota þessa stálplatta til þess að festa skjáina við standinn. Þeir reyndust illa, lenti í heilmiklu veseni því ég var svo tregur við að losa mig við þá. Þeir voru of þungir, of stórir og skjáirnir enduðu alltaf á því að vera skakkir þegar ég var búinn að festa þá á. Endaði á því að nota mun einfaldari lausn.
    Mynd
  8. Hér sést hvernig ég festi plattana við standinn. Efri boltarnir skrúfast beint inn í festinguna á skjánum en ég þurfti að snúa boltunum á neðri öfugt og þetta endaði alltaf á því að vera skakkt og þetta festist ekki nógu vel þannig að skjáirnir snerust á festingunni.
    Mynd
  9. Hér sést aðeins betur hvernig plattarnir voru fastir við skjáinn. Bætti við róm á milli plattans og skjásins til að reyna að stilla hallan á skjánum aðeins en það gekk aldrei neitt.
    Mynd
  10. Ástæðan fyrir því að það virkaði ekki að nota stálplattana:
    Mynd
  11. Vinna í því að spreyja allt matt svart
    Mynd
  12. Setja þetta upp eftir að hafa spreyjað þetta
    Mynd
  13. Hér er ég búinn að setja þetta upp, skjáirnir eru þó mjög skakkir þótt það sjáist illa á myndinni
    Mynd
Hér koma myndirnar af þessu eins og það endaði. Allar myndirnar eru teknar eftir að ég kláraði þetta.
  1. Myndir aftan frá. Þarna sjást festingarnar sem fara úr rörunum í skjáina. Sést líka skelfilegt cable management, en ég þarf að kaupa mér lengri dvi snúrur til að gera þetta almennilega :P
    Mynd
  2. Closeup.
    Mynd
  3. Þarna sést að skjáirnir eru allir í svipaðri hæð. Tók ágætis tíma að stilla þetta þannig að það passaði almennilega.
    Mynd
  4. Loka shot af öllu.
    Mynd

Vildi ég hefði meira að segja um þetta en í sannleika sagt er sáraeinfalt að búa þetta til og nánast hvaða auli sem er getur smíðað þetta. Þarf bara rörtöng, skrúfjárn, borvél og skiptilykla og þolinmæði þar sem að stilla þetta rétt af tók mig nærriþví jafn langan tíma og að setja þetta saman. Stangirnar sem halda á hliðarskjáunum halla t.d. nokkrar gráður undan álagi en skjáirnir eru nokkur kíló hver. Allur standurinn hallar líka smá fram á við útaf þyngdinni og þarf að vinna á móti því. Að eiga lítið hallamál var sennilega það sem hjálpaði mér mest af öllu við að smíða þetta.

Mun á morgun setja inn lista yfir það sem ég keypti auk vörunúmera(í húsasmiðjunni) fyrir þá sem vilja smíða þetta sjálfir. Ég keypti þetta allt í Húsasmiðjunni í Skútuvogi og get nánast tryggt að þetta er allt til hjá þeim.

Vill svo að lokum linka í þráðin með upprunalegu hugmyndinni:
http://www.overclock.net/other-hardware ... mount.html


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf gardar » Fös 12. Ágú 2011 03:45

Nicely done!

Eg yrdi tho pinu smeykur vid ad bora gat i skrifbordid mitt... Rakstu ekki a adra lausn vid ad lata standinn standa?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf chaplin » Fös 12. Ágú 2011 03:55

Epic project hjá þér og ekkert smá vel unnið, kosta ekki 3 skjá stadívar +60.000kr?



Skjámynd

Höfundur
GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf GrimurD » Fös 12. Ágú 2011 04:00

gardar skrifaði:Nicely done!

Eg yrdi tho pinu smeykur vid ad bora gat i skrifbordid mitt... Rakstu ekki a adra lausn vid ad lata standinn standa?
Ég var alveg til í að bora gat í borðið þannig ég pældi ekki mikið í öðru. Annars hefði verið hægt að nota plötur eins og ég reyndi að setja aftan á skjáina sem stand. Hefði bara þurft að vera andskoti stór og hefði tekið of mikið pláss til að vera þess virði.
daanielin skrifaði:Epic project hjá þér og ekkert smá vel unnið, kosta ekki 3 skjá stadívar +60.000kr?

Jú fyrir widescreen skjái eins og þessa kostar það vel yfir 60 þús. Mjög erfitt að finna standa sem eru nógu stórir fyrir 3x24" 16:9 skjái. Nánast allt gert fyrir max 22".


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf biturk » Fös 12. Ágú 2011 05:47

gardar skrifaði:Nicely done!

Eg yrdi tho pinu smeykur vid ad bora gat i skrifbordid mitt... Rakstu ekki a adra lausn vid ad lata standinn standa?


ef að standurinn er við brúnina þá er náttúrulega hægt að setja bara tvær u-klemmur með herslu á platta og niður fyrir borðbrún til að pinnfesta plattan við borðið!


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf Kristján » Fös 12. Ágú 2011 06:00

nice dæmi, eins sem ég sé að þessi hvað mig varðar þá eru ytri skjáirnir í 90° ekki satt? mundi vilja hafa þá gleiðari ef það meikar snes

:happy cool lyklaborð :happy




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf biturk » Fös 12. Ágú 2011 06:02

Kristján skrifaði:nice dæmi, eins sem ég sé að þessi hvað mig varðar þá eru ytri skjáirnir í 90° ekki satt? mundi vilja hafa þá gleiðari ef það meikar snes

:happy cool lyklaborð :happy


mér sýnast þeir nú bara vera í 45 gráðum eða 35 hreinlega


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf Kristján » Fös 12. Ágú 2011 06:08

biturk skrifaði:
Kristján skrifaði:nice dæmi, eins sem ég sé að þessi hvað mig varðar þá eru ytri skjáirnir í 90° ekki satt? mundi vilja hafa þá gleiðari ef það meikar snes

:happy cool lyklaborð :happy


mér sýnast þeir nú bara vera í 45 gráðum eða 35 hreinlega


er að meina frá hvort öðrum, ef þú horfir á 4ðu nestu myndina sem er tekin aftanfrá á standinn þá sérðu hornið á borðinu og að skjáirnir eru semi samsíða er að meina þannig 90°



Skjámynd

BirkirEl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 19:13
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf BirkirEl » Fös 12. Ágú 2011 08:15

vel gert ! =D>




TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Reputation: 4
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf TraustiSig » Fös 12. Ágú 2011 08:30

Algjör snilld. Fer líka mjög lítið fyrir þessu. Toppeinkunn :happy


Now look at the location

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf lukkuláki » Fös 12. Ágú 2011 08:31

Þetta er frábær lausn.
Mæli með því að þú finnir þér einhverjar flottar rósettur til að fela boltana. Það er kannski óþarfa smámunasemi en held að það yrði ennþá flottara.
Mynd

Kannski eitthvað svona.
Mynd


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fös 12. Ágú 2011 08:41

GrimurD skrifaði:Vandamálið er hinsvegar það að ég hef nákvæmlega ekki neitt verkvit en ég er álíka góður og flest leikskólabörn í að nota hamar og sög.


Þessu til staðfestingar hef ég hérna þessa líka fínu mynd af því hvað gerist þegar Grímur fær að leika sér með bor.
Viðhengi
223701_1908426386445_1115391578_31618263_6405649_n.jpg
Grímur að bora í sjálfan sig.
223701_1908426386445_1115391578_31618263_6405649_n.jpg (92.18 KiB) Skoðað 2567 sinnum



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf Kristján » Fös 12. Ágú 2011 09:01

AntiTrust skrifaði:
GrimurD skrifaði:Vandamálið er hinsvegar það að ég hef nákvæmlega ekki neitt verkvit en ég er álíka góður og flest leikskólabörn í að nota hamar og sög.


Þessu til staðfestingar hef ég hérna þessa líka fínu mynd af því hvað gerist þegar Grímur fær að leika sér með bor.


WHAT how the fuck?????



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf zedro » Fös 12. Ágú 2011 09:04

Svakalega flott hjá þér maður =D> Hvað kostað þetta annars?


Kísildalur.is þar sem nördin versla


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fös 12. Ágú 2011 11:23

Kristján skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
GrimurD skrifaði:Vandamálið er hinsvegar það að ég hef nákvæmlega ekki neitt verkvit en ég er álíka góður og flest leikskólabörn í að nota hamar og sög.


Þessu til staðfestingar hef ég hérna þessa líka fínu mynd af því hvað gerist þegar Grímur fær að leika sér með bor.


WHAT how the fuck?????


Ég fór með Grím heim til þess að

a) Sjá hann feila í þessu buildi.
b) Sjá hann bora í sjálfan sig.

Hann olli mér engum vonbrigðum drengurinn, þótt honum hafi nú tekist að plástra sárið og laga standinn.



Skjámynd

Höfundur
GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf GrimurD » Fös 12. Ágú 2011 11:40

biturk skrifaði:
Kristján skrifaði:nice dæmi, eins sem ég sé að þessi hvað mig varðar þá eru ytri skjáirnir í 90° ekki satt? mundi vilja hafa þá gleiðari ef það meikar snes

:happy cool lyklaborð :happy


mér sýnast þeir nú bara vera í 45 gráðum eða 35 hreinlega

Þeir eru í 90° jú, hvert stykki er 45° þannig þeir enda í 90°. Vandamálið er samt það að stykkin sem er hægt að fá eru bara 90 og 45 gráður þannig ég gat ekki gert hann gleiðari. Það er ekki hægt að fá lægra en það, amk ekki í Húsasmiðjunni. Eflaust hægt að fara í e-rjar sérhæfðari verslanir og finna það.

lukkuláki skrifaði:Þetta er frábær lausn.
Mæli með því að þú finnir þér einhverjar flottar rósettur til að fela boltana. Það er kannski óþarfa smámunasemi en held að það yrði ennþá flottara.

Kannski eitthvað svona.


Vandamálið er bara að það er svo lítið bilið frá boltunum að brúninni þannig þetta þarna myndi standa mjög langt út af festingunni sem kæmi ógeðslega út.


AntiTrust skrifaði:
Kristján skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
GrimurD skrifaði:Vandamálið er hinsvegar það að ég hef nákvæmlega ekki neitt verkvit en ég er álíka góður og flest leikskólabörn í að nota hamar og sög.


Þessu til staðfestingar hef ég hérna þessa líka fínu mynd af því hvað gerist þegar Grímur fær að leika sér með bor.


WHAT how the fuck?????


Ég fór með Grím heim til þess að

a) Sjá hann feila í þessu buildi.
b) Sjá hann bora í sjálfan sig.

Hann olli mér engum vonbrigðum drengurinn, þótt honum hafi nú tekist að plástra sárið og laga standinn.

Ég tók það fram sérstaklega að ég væri skelfilegur með verkfæri því ég vissi að þú myndir posta þessari mynd :P Fannst nú samt myndin af bornum með kjötbitunum á svalari.


Zedro skrifaði:Svakalega flott hjá þér maður =D> Hvað kostað þetta annars?

Ég þurfti að kaupa mér fullt af verkfærum og svona þannig þetta kostaði mig alveg hátt í 15 þúsund. En efniskosnaðurinn á því sem ég endaði á að nota er sennilega frá 5-6 þúsund.


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fös 12. Ágú 2011 11:45

GrimurD skrifaði:Ég tók það fram sérstaklega að ég væri skelfilegur með verkfæri því ég vissi að þú myndir posta þessari mynd :P Fannst nú samt myndin af bornum með kjötbitunum á svalari.


Til hvers eru vinir ef ekki til að hlægja að þér þegar menn bora í hendurnar á sér?




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf biturk » Fös 12. Ágú 2011 19:49

AntiTrust skrifaði:
Kristján skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
GrimurD skrifaði:Vandamálið er hinsvegar það að ég hef nákvæmlega ekki neitt verkvit en ég er álíka góður og flest leikskólabörn í að nota hamar og sög.


Þessu til staðfestingar hef ég hérna þessa líka fínu mynd af því hvað gerist þegar Grímur fær að leika sér með bor.


WHAT how the fuck?????


Ég fór með Grím heim til þess að

a) Sjá hann feila í þessu buildi.
b) Sjá hann bora í sjálfan sig.

Hann olli mér engum vonbrigðum drengurinn, þótt honum hafi nú tekist að plástra sárið og laga standinn.


:lol: :lol: :lol:


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf mercury » Fös 12. Ágú 2011 19:51

það er nú samt ekkert stórmál að hafa fleiri stillanlega vegi ef þú hefur almennilega aðstöðu :o



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf tdog » Fös 12. Ágú 2011 22:20

Snilld. Það gæti verið goð hugmynd að setja einhersskonar ballest aftan á miðskjainn til að þeir halli ekki allir fram?



Skjámynd

djvietice
Kerfisstjóri
Póstar: 1201
Skráði sig: Þri 11. Jan 2011 01:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík 104
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf djvietice » Fös 12. Ágú 2011 22:28

:shock:


[b]Case:[/b] Xigmatek Elysium [b]PSU:[/b] Themaltake Toughpower Grand 750W [b]MB:[/b] H67A-D3H-B3 [b]CPU:[/b] i3 2100 [b]CPU Cooling:[/b] GeminII S [b]RAM:[/b] Corsair 2x4GB 1600MHz [b]VGA:[/b] MSI GTX 560 Ti Twin Frozr II [b]Screen:[/b] Philips 247E3LSU

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf mercury » Fös 12. Ágú 2011 22:30

ég persónulega hefði smíðað stofn "aðal" arm sem er gendur við lóðretta rörið og haft hann hreifanlega. smíðan svo lamir til að hafa armana tengda við stofn arminn, svo þú getir átt við gráðurnar á örmunum. svo hefði ég græjjað skapalón af festingunum fyrir skjána og græjjað unit til þess að geta stillt þá á x og y ás. talsvert flóknari smíði en eins og ég segi ef þú hefur aðstöðu og aðstoðarmann með þekkinguna þá er þetta alls ekki dýrt og í raun ekki erfið smíði.
Annars er þetta mjög basic og flott lausn. í raun það eina sem ég hef út á að setja er stillingarmöguleikarnir á skjáunum.
*edit* er hægt að smíða svona úr afgöngum frá flestum smiðjum á landinu.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fös 12. Ágú 2011 22:41

mercury skrifaði:ég persónulega hefði smíðað stofn "aðal" arm sem er gendur við lóðretta rörið og haft hann hreifanlega. smíðan svo lamir til að hafa armana tengda við stofn arminn, svo þú getir átt við gráðurnar á örmunum. svo hefði ég græjjað skapalón af festingunum fyrir skjána og græjjað unit til þess að geta stillt þá á x og y ás. talsvert flóknari smíði en eins og ég segi ef þú hefur aðstöðu og aðstoðarmann með þekkinguna þá er þetta alls ekki dýrt og í raun ekki erfið smíði.
Annars er þetta mjög basic og flott lausn. í raun það eina sem ég hef út á að setja er stillingarmöguleikarnir á skjáunum.
*edit* er hægt að smíða svona úr afgöngum frá flestum smiðjum á landinu.


Þú ert líka bara að tala um allt annað verkefni hérna. Þetta sem er hér í þræðinum er 99% plug and play, ekkert skítamix, engin smíði. Ekki nenni ég að fara með Grím uppá slysó afþví að honum langaði að gera lamir, hættu að gefa honum hugmyndir!




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf biturk » Fös 12. Ágú 2011 22:47

AntiTrust skrifaði:
mercury skrifaði:ég persónulega hefði smíðað stofn "aðal" arm sem er gendur við lóðretta rörið og haft hann hreifanlega. smíðan svo lamir til að hafa armana tengda við stofn arminn, svo þú getir átt við gráðurnar á örmunum. svo hefði ég græjjað skapalón af festingunum fyrir skjána og græjjað unit til þess að geta stillt þá á x og y ás. talsvert flóknari smíði en eins og ég segi ef þú hefur aðstöðu og aðstoðarmann með þekkinguna þá er þetta alls ekki dýrt og í raun ekki erfið smíði.
Annars er þetta mjög basic og flott lausn. í raun það eina sem ég hef út á að setja er stillingarmöguleikarnir á skjáunum.
*edit* er hægt að smíða svona úr afgöngum frá flestum smiðjum á landinu.


Þú ert líka bara að tala um allt annað verkefni hérna. Þetta sem er hér í þræðinum er 99% plug and play, ekkert skítamix, engin smíði. Ekki nenni ég að fara með Grím uppá slysó afþví að honum langaði að gera lamir, hættu að gefa honum hugmyndir!


það er nú valmöguleiki að leggja myndavélina frá sér, hjálpa greyinu og hætta að hlæja að óförum hanns...


en það er náttúrulega ekki nærri eins skemmtilegt :-$


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: [Build] Borðstandur fyrir 3 tölvuskjái á minna en 10 þúsund

Pósturaf AntiTrust » Fös 12. Ágú 2011 22:49

biturk skrifaði:það er nú valmöguleiki að leggja myndavélina frá sér, hjálpa greyinu og hætta að hlæja að óförum hanns...


en það er náttúrulega ekki nærri eins skemmtilegt :-$


Já nei, svoleiðis haga karlmenn sér ekki. Þeir hlægja að óförum vina sinna, taka það helst upp og smella beint á youtube ef hægt er. Svo gera þeir reglulega grín og minnast á atvikið, helst í nálægð við heitar stelpur. Pure bro code.