siminn skrifaði:Sælt veri fólkið,
Netið getur verið í ruglinu já en það tengist ekki útlandagáttum eða throttling af neinu tagi.
Ástæðan er einfaldlega sú að landshringurinn sem tengir allt landið saman með ljósleiðara fór í sundur við Múlakvísl þegar hlaup tók niður bæði brúnna og ljósleiðarann. Öll umferð sem færi venjulega suðurleiðina er því beint norðurleiðina sem eykur álag á landshringinn. Það er ástæðan fyrir því að netið er ekki eins og það á að sér að vera.
Væntanlega kemst þetta í lag síðar í kvöld eða á morgun til bráðabirgða en í næstu viku ætti þetta endanlega að vera komið aftur í lag.
Vona að þetta svari ykkur.
ætti það þá ekki að vera öll notkun ?
hvernig stendur á því að síður koma inn á fullum krafti, og erlendar síður einnig.
niðurhal erlendis á ftp virkar fínt
niðurhal innanlands, alveg á sama hvaða formati gengur fínt
torrent til norðurlanda gengur fínt
annað erlent torrent en til norðurlanda gengur helst ekki.