Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.


Höfundur
BrynjarD
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 01:07
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf BrynjarD » Þri 12. Júl 2011 01:13

Þannig er mál með vexti að ég keypti fartölvu frá Tölvulistanum á Akureyri í lok 2008. Strax eftir ca. 2 mánaða notkun byrjar skjárinn oft að flökkta (hvítar línur útum allt svo það sést ekkert á hann) en það var hægt að laga það með því að ýta skjánum alveg niður og þá hætti það.
Fór hinsvegar með hana í viðgerð en þeir sögðu alltaf að hún væri í lagi. Ég reyndi að sætta mig við þetta þó ég vissi að hún væri bara alls ekki í lagi því ég gat ekki misst tölvuna í 2 vikur aftur. Síðan fer þetta að gerast oftar og fer ég þá með tölvuna aftur í viðgerð, en tók núna myndbönd af þessu . Enn og aftur segjast þér ekki finna vandamálið og rykhreinsðuð hana bara og létu mig fá hana tilbaka. Viti men, þetta gerðist aftur.

Ég fór því enn og aftur pirraður niðureftir og tölvan aftur í viðgerð og nú var skipt um skjá, sú viðgerð tók alls 2 mánuði og 1 viku. Þetta virtist vera í lagi í viku en byrjaði svo strax aftur (þetta er seint 2010).
Ég einfaldlega nennti ekki að standa í þessu lengur og reyndi að gera gott úr því sem ég væri með. Hinsvegar gafst ég uppá því núna og ætlaði að gefa þeim enn einn sénsinn með þetta því skjárinn og allt það var enn í ábyrgð eftir viðgerðina 2010. Sagan endurtók sig, fyrst fékk ég hana strax tilbaka án þess að þeir gerðu nokkurn skapaðan hlut. Daginn eftir fór ég með hana aftur og heimtaði bara að þetta yrði í lagi. Núna er liðinn mánuður síðan a' ég fór með hana í seinna skiptið og hún er enn í viðgerð.

Ef einhverjum tókst að lesa svona langt ;) Þá vill ég með þessari skemmtilegu sögu bara spurja hver réttur minn í þessu máli er eiginlega? Fer ekki að líða að því að þeir í raun verði að endurgreiða mér eða láta mig fá nýja tölvu því þetta sama vandamál er búið að vera nánast frá kaupum?



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf g0tlife » Þri 12. Júl 2011 01:25

átt bara að fá að tala við einhvern sem stjórnar þarna. Ekki þessa sem vinna frammi, og seigðu honum bara frá þessu. Hann á að gefa þér nýja eða endurgreiða þér. Annars segiru bara að þú ætlar með þetta í blöðin og þú ert með myndband og fleira. Lætur ekki vaða svona yfir þig, en ekki vera dónalegur


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf AntiTrust » Þri 12. Júl 2011 01:26

Þetta er því miður flókið mál. Ef þeir hefðu staðfest vandamálið í öll hin skiptin hefðiru átt lögum skv. rétt á nýrri eins eða sambærilegri vél, þeir þurfa að gera við sama vandamálið 2svar og í þriðja skiptið minnir mig áttu rétt á nýjum hlut. Hinsvegar rámar mig í klausu sem segir að verkstæði hafi bara ákveðinn tíma til þess að útvega varahluti og/eða gera við raftæki, annars skulu þeir skipta hlutnum út fyrir nýjann. Mig minnir að þessi tímarammi séu í kringum 4 vikur.

Ég get hinsvegar sagt alveg hispurslaust að ég væri búinn að ganga berserksgang í viðkomandi búð hefði ég fengið slíka þjónustu - og ég reyni nú yfirleitt að láta kurteisina ganga fyrir þar sem ég veit hvernig það er að vinna í þjónustu og í verkstæðisstörfum.

Þetta mál er hinsvegar löngu, löngu komið út fyrir öll velsæmismörk og líklega auðvelt fyrir þig að fá jákvæðan úrskurð þér í hag í gegnum neytendasamtökin.




Höfundur
BrynjarD
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 01:07
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf BrynjarD » Þri 12. Júl 2011 01:43

Þakka góð og fljót svör! Ætli maður reyni ekki að fara tala við þá á rólegu nótunum á morgun þó þetta mál sé vissulega við það að gera mig brjálaðan.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Kristján » Þri 12. Júl 2011 01:49

ef þeri skiptu um skjá og svo kom þetta aftur þá hlitur þetta að vera skjákortið en ekki skjárinn.

leiðindarmál þetta.




Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Haflidi85 » Þri 12. Júl 2011 09:17

í svona málum getur verið solid að skoða rétt sinn almennilega og mæli ég því með að þú lesir bara lögin um neytendakaup: http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl? ... kaup#word1

nenni ekki að leita af þeim greinum sem henta þér :D



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf beggi90 » Þri 12. Júl 2011 09:48

Hljómar eins og leiðindamál. Gastu framkallað vandamálið fyir þá, s.s ekki bara sýnt myndband heldur látið þá sjá línurnar.

Eru þessar línur alltaf á skjánum eða koma þær bara við og við?
Veistu hvort þessar línur komi líka ef þú tengir annan skjá við tölvuna?

Ég man þegar ég vann á verkstæði og kall kom að sækja tölvu sem við fundum ekkert að.
Þetta er fimmta verkstæðið sem finnur ekki vandamálið, þið kunnið ekki neitt.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf capteinninn » Þri 12. Júl 2011 10:31

Úff finn til með þér, hef lent í veseni með verkstæði hjá tölvufyrirtækjum áður
Síðast breytt af capteinninn á Þri 30. Apr 2013 09:44, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf mind » Þri 12. Júl 2011 11:27

hannesstef skrifaði:Þeir reyndu líka að pranga rándýrri viðgerð upp á mig útaf því sem þeir kölluðu ónýtu uniti þar sem maður tengir hleðslutækið við fartölvuna. Sögðu að það væri ekki í ábyrgð og vissu ekki hvað það gæti kostað en sögðu að það yrði líklega soldið dýrt.
Fór og keypti nýtt hleðslutæki og allt virkaði fínt.


Og þú getur notað hleðslutæki sem passar ekki alveg við tölvuna þín og það virkar. Það er líka alveg hægt að skipta út öryggi fyrir bara einfaldan stálbolta í húsinu þínu og það virkar, en þú yrðir frekar reiður útí rafvirkjann þinn ef það yrði til þess að húsið þitt brynni til kaldra kola.

Það er mjög góð ástæða fyrir því að forðast er að taka óþarfa áhættur þegar kemur að rafmagnsdóti.




Höfundur
BrynjarD
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 01:07
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf BrynjarD » Þri 12. Júl 2011 14:20

beggi90 skrifaði:Hljómar eins og leiðindamál. Gastu framkallað vandamálið fyir þá, s.s ekki bara sýnt myndband heldur látið þá sjá línurnar.

Eru þessar línur alltaf á skjánum eða koma þær bara við og við?
Veistu hvort þessar línur komi líka ef þú tengir annan skjá við tölvuna?

Ég man þegar ég vann á verkstæði og kall kom að sækja tölvu sem við fundum ekkert að.
Þetta er fimmta verkstæðið sem finnur ekki vandamálið, þið kunnið ekki neitt.


Ég er nokkuð viss um að þeir hafi því miður ekki enn séð línurnar, sem í raun segir mér hve litlum tíma þeir eyða í þetta því þær voru farnar að koma á 20m fresti. Og ef ég tengi annan skjá við tölvuna þá koma þær vissulega ennþá en þó ekki á hinn skjáinn.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Frantic » Þri 12. Júl 2011 14:40

Þetta er mjög einfalt mál frá mínu sjónarhorni. Þú ferð á staðinn, helst með backup eins og mömmu eða kærustu, og segir að þú viljir að þeir standi við ábyrgðina og láti þig fá nýja tölvu. Ef það virkar ekki þá sigaru mömmunni eða kærustunni á þá. Easy peasy! :megasmile

P.s. ég hef aldrei þurft að ganga svona langt en hef þó fengið nýjan síma frá Hátækni eftir að minn var alltaf að bila. Kærastan beið útí bíl.




gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf gutti » Þri 12. Júl 2011 15:08

Mælir með að tala við Neytendasamtöki.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf capteinninn » Þri 12. Júl 2011 15:10

mind skrifaði:
hannesstef skrifaði:Þeir reyndu líka að pranga rándýrri viðgerð upp á mig útaf því sem þeir kölluðu ónýtu uniti þar sem maður tengir hleðslutækið við fartölvuna. Sögðu að það væri ekki í ábyrgð og vissu ekki hvað það gæti kostað en sögðu að það yrði líklega soldið dýrt.
Fór og keypti nýtt hleðslutæki og allt virkaði fínt.


Og þú getur notað hleðslutæki sem passar ekki alveg við tölvuna þín og það virkar. Það er líka alveg hægt að skipta út öryggi fyrir bara einfaldan stálbolta í húsinu þínu og það virkar, en þú yrðir frekar reiður útí rafvirkjann þinn ef það yrði til þess að húsið þitt brynni til kaldra kola.

Það er mjög góð ástæða fyrir því að forðast er að taka óþarfa áhættur þegar kemur að rafmagnsdóti.


Algerlega ekkert svipað mál.
Ég prófaði Acer hleðslutækið hjá félaga mínum sem á nákvæmlega sömu tölvuna og það virkaði fínt. Keypti universal hleðslutæki svo eftir að ég hafði séð að vandamálið var bara hleðslutækið. Hafði bara notað mitt acer hleðslutæki sem kom með vélinni þangað til að það bilaði.
Er búinn að vera með tölvuna núna í notkun nánast daglega í allavega 2 ár eftir að ég fékk nýtt hleðslutæki.

Heiðarleg tilraun til að búa til svipaða aðstöðu varðandi rafvirkja.
Ef rafvirki hefði sett upp ljós í húsinu mínu og það væri gölluð pera í ljósinu sem hann hafði látið mig fá. Ég myndi spyrja hann hvað vandamálið væri og hann myndi segja mér að hann þyrfti að skipta um allt rafkerfið. Ég myndi fara og kaupa nýja peru og allt myndi lagast.

Ég býst bara við því að ég fái vöru eins og henni er lofað þegar maður kaupir hana. Ekki logið að manni til að reyna að græða pening.
Með raftækum fylgir skylduábyrgð og þar fyrir utan keypti ég viðbótarábyrgð í ár í viðbót. Skil ekki hvernig það getur ekki verið hluti af ábyrgðinni ef að tölvan hættir að hlaða sig eftir að ég hef bara notað official acer hleðslutækið sem fylgir með tölvunni.
Hefði jafnvel ekki orðið jafn pirraður hefðu þeir sagt að hleðslutækið væri bilað og ég þyrfti að kaupa nýtt því það er tæknilega ekki hluti af tölvunni heldur væri hægt að kalla það accessory. En þeir sögðu að tölvan sjálf væri biluð og gáfu ekkert mat á verð eða hvenær það yrði tilbúið fyrir utan að reyna að svindla á mér.
Hef samt heyrt að þetta sé bara verkstæðið. Ég hafði alltaf fengið góða þjónustu í búðinni áður en þetta gerðist en ég kaupi ekkert þar núna.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf mind » Þri 12. Júl 2011 16:59

Held það þjóni litlum tilgangi reyna útskýra frekar, skil nokkuð vel afhverju þú skilur ekki og óþarfi vera eyðileggja tilgang þráðsins fyrir OP.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf tdog » Þri 12. Júl 2011 17:45

hannesstef skrifaði:Þeir reyndu líka að pranga rándýrri viðgerð upp á mig útaf því sem þeir kölluðu ónýtu uniti þar sem maður tengir hleðslutækið við fartölvuna. Sögðu að það væri ekki í ábyrgð og vissu ekki hvað það gæti kostað en sögðu að það yrði líklega soldið dýrt.
Fór og keypti nýtt hleðslutæki og allt virkaði fínt.


Ef þú keyptir hleðslutækið hjá þeim, með tölvunni væntanlega, þá er það alveg jafn mikið í ábyrgð og tölvan.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 95
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf KristinnK » Þri 12. Júl 2011 19:28

Fyrir forvitnis sakir, hvernig fartölva er þetta?


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Hargo » Þri 12. Júl 2011 19:40

Er þetta ekki bara skjákapallinn að klikka? Skiptu þeir um hann líka þegar þeir skiptu um lcd panelinn?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf rapport » Þri 12. Júl 2011 21:16

Senda erindi á kærunefnd lausafjár- og þjónustkaupa...

Þannig færðu úr því skorið hver er þinn réttur í málinu.

Gera hreinlega kröfu um nýja sambærilega vél eða endurgreiðslu og sjá hver niðurstaða nefndarinnar verður, ekkert unfair við það að fá úrskurð um hver réttindi manns eru.




Carc
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 26. Okt 2009 19:22
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Carc » Þri 12. Júl 2011 22:50

tdog skrifaði:
hannesstef skrifaði:Þeir reyndu líka að pranga rándýrri viðgerð upp á mig útaf því sem þeir kölluðu ónýtu uniti þar sem maður tengir hleðslutækið við fartölvuna. Sögðu að það væri ekki í ábyrgð og vissu ekki hvað það gæti kostað en sögðu að það yrði líklega soldið dýrt.
Fór og keypti nýtt hleðslutæki og allt virkaði fínt.


Ef þú keyptir hleðslutækið hjá þeim, með tölvunni væntanlega, þá er það alveg jafn mikið í ábyrgð og tölvan.



Það er bara eins árs ábyrgð á hleðsutækjum og rafhlöðum.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Tengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Klemmi » Þri 12. Júl 2011 22:59

Carc skrifaði:
tdog skrifaði:
hannesstef skrifaði:Þeir reyndu líka að pranga rándýrri viðgerð upp á mig útaf því sem þeir kölluðu ónýtu uniti þar sem maður tengir hleðslutækið við fartölvuna. Sögðu að það væri ekki í ábyrgð og vissu ekki hvað það gæti kostað en sögðu að það yrði líklega soldið dýrt.
Fór og keypti nýtt hleðslutæki og allt virkaði fínt.


Ef þú keyptir hleðslutækið hjá þeim, með tölvunni væntanlega, þá er það alveg jafn mikið í ábyrgð og tölvan.



Það er bara eins árs ábyrgð á hleðsutækjum og rafhlöðum.


Nei, eina ástæðan fyrir því að það má setja 1 árs ábyrgð á rafhlöður er því þær eru flokkaðar sem rekstrarvara, ekki raftæki. Hleðslutækin eru hins vegar raftæki og bera því 2 ára lögbundna ábyrgð :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf GuðjónR » Þri 12. Júl 2011 23:16

Klemmi skrifaði:Nei, eina ástæðan fyrir því að það má setja 1 árs ábyrgð á rafhlöður er því þær eru flokkaðar sem rekstrarvara, ekki raftæki. Hleðslutækin eru hins vegar raftæki og bera því 2 ára lögbundna ábyrgð :)

Það er vel skiljanleg, en í öllum þessum ábyrgðarmálamálum þá hef ég aldrei skilið af hverju ábyrgðin dettur í eitt ár ef maður kaupir vöruna á "kennitölu".
T.d. ef ég kaupi þetta hleðslutæki á mína kennitölu þá fæ ég 2 ár í ábyrgð en ef ég kaupi það út á *.ehf þá er ábyrgðin eitt ár, ekki eins og ég noti það eitthvað meira eða fari verr með það.
Þetta er jafn aulalegt og að konu þurfa að boga meira fyrir klippingu en karlar, þó það sé eins klipping, bara af því að þær eru konur.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Glazier » Þri 12. Júl 2011 23:28

GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:Nei, eina ástæðan fyrir því að það má setja 1 árs ábyrgð á rafhlöður er því þær eru flokkaðar sem rekstrarvara, ekki raftæki. Hleðslutækin eru hins vegar raftæki og bera því 2 ára lögbundna ábyrgð :)

Það er vel skiljanleg, en í öllum þessum ábyrgðarmálamálum þá hef ég aldrei skilið af hverju ábyrgðin dettur í eitt ár ef maður kaupir vöruna á "kennitölu".
T.d. ef ég kaupi þetta hleðslutæki á mína kennitölu þá fæ ég 2 ár í ábyrgð en ef ég kaupi það út á *.ehf þá er ábyrgðin eitt ár, ekki eins og ég noti það eitthvað meira eða fari verr með það.
Þetta er jafn aulalegt og að konu þurfa að boga meira fyrir klippingu en karlar, þó það sé eins klipping, bara af því að þær eru konur.

Ætli það sé ekki vegna þess að ef þetta er keypt í gegnum fyrirtæki (.ehf) þá gera þeir ráð fyrir því að fyrirtækið sé að fara að nota vöruna og því verði hún notuð töluvert meira en ef eitthver einstaklingur myndi kaupa hana.. (þó þetta gildi ekki alltaf þá held ég að hlutfallslega séð þá nota fyrritæki vöruna meira en einstaklingur :)


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf Haflidi85 » Þri 12. Júl 2011 23:31

er þetta ekki bara útaf því að fyrirtæki fá vaskinn endurgreiddan en neytendur fá vaskinn ekki endurgreiddan, af því leiti finnst mér þetta ekki ósanngjarnt allavega...



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf GuðjónR » Þri 12. Júl 2011 23:33

Glazier skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:Nei, eina ástæðan fyrir því að það má setja 1 árs ábyrgð á rafhlöður er því þær eru flokkaðar sem rekstrarvara, ekki raftæki. Hleðslutækin eru hins vegar raftæki og bera því 2 ára lögbundna ábyrgð :)

Það er vel skiljanleg, en í öllum þessum ábyrgðarmálamálum þá hef ég aldrei skilið af hverju ábyrgðin dettur í eitt ár ef maður kaupir vöruna á "kennitölu".
T.d. ef ég kaupi þetta hleðslutæki á mína kennitölu þá fæ ég 2 ár í ábyrgð en ef ég kaupi það út á *.ehf þá er ábyrgðin eitt ár, ekki eins og ég noti það eitthvað meira eða fari verr með það.
Þetta er jafn aulalegt og að konu þurfa að boga meira fyrir klippingu en karlar, þó það sé eins klipping, bara af því að þær eru konur.

Ætli það sé ekki vegna þess að ef þetta er keypt í gegnum fyrirtæki (.ehf) þá gera þeir ráð fyrir því að fyrirtækið sé að fara að nota vöruna og því verði hún notuð töluvert meira en ef eitthver einstaklingur myndi kaupa hana.. (þó þetta gildi ekki alltaf þá held ég að hlutfallslega séð þá nota fyrritæki vöruna meira en einstaklingur :)


Það eru rosalega margir einyrkjar á Íslandi með *.ehf til hægræðingar, ætli flest *.ehf séu ekki þannig?
Kannski er pælingin sú að "fyrirtækin" noti vöruna meira en einstaklingar, en af hverju ætli það sé?
Ef þú ert einstaklingur með GSM síma eru þá meiri líkur á því að hann bili en ef þú ert einstaklingur þar sem *.ehf skaffar þér síma vegna vinnunar?
....ég efast....þar sem einstaklingurinn ætti að vera með símann til notkunar 24/7 en sá sem er með hann vinnunar vegna hugsanlega bara 8/5



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvulistinn að skíta! Vantar góð ráð.

Pósturaf OverClocker » Mið 13. Júl 2011 00:09

Ábyrgð var alltaf 1 ár skv lögum um lausafjárkaup en svo var 2ja ára ábyrgð til neytenda tryggð með lagabreytingu 2001 held ég.. fyrirtæki teljast ekki til neytenda og því er enn bara 1 ár hjá þeim.