Hvað þarf maður stórt skjákort?


Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Hvað þarf maður stórt skjákort?

Pósturaf IL2 » Mið 06. Júl 2011 21:30

Ég hef aðeins verið að velta fyrir að uppfæra hjá mér kortið. Fyrst og fremst kanski til að fá DX10 eða DX11 stuðning. Þá fór ég að hugsa um, eftir að hafa lesið Toms Hardware, hvað ég þyrfti öflugt kort við 24" skjá og þá 1900x1200 upplausn og hvort allra öflugustu kortin væru að skila mér einhverju í þeirri upplausn sem millikortin væru ekki að gera.

Ég setti þetta hérna inn til að fá kanski smá umræðu en ekkert endilega til að fá ábendingar um kort




klerx
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Fös 09. Júl 2010 02:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf maður stórt skjákort?

Pósturaf klerx » Mið 06. Júl 2011 21:54

Hvað ertu með í tölvunni?


AMD Phenom II x6 1090T @ 4Ghz | Gigabyte GA790FXTA-UD5 | NH-D14 | G.SKILL Ripjaws 4GB (2x 2GB) 1600mhz | Radeon HD6870 | Cooler Master Silent Pro Gold 800W | Mushkin Enhanced Callisto Deluxe 60GB SSD | Samsung SATA2 1TB | HAF 922M


ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað þarf maður stórt skjákort?

Pósturaf ViktorS » Mið 06. Júl 2011 21:58

Mörg skjákort ráða við þessa upplausn í daglegri vinnslu en kannski ekki í þyngstu leikjunum.

Hins vegar held ég að þú ættir að fá þér skjákort sem er þá í svipuðum kostnaðarramma og skilar svipuðu afli og aðrir íhlutir.
Ef þú ert með skjákort sem er verra en aðrir íhlutir í tölvunni þá er það bottleneck og aðrir íhlutir geta ekki notað allt sitt afl.