Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Allt utan efnis

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf capteinninn » Mán 20. Jún 2011 20:12

Minuz1 skrifaði:
beggi90 skrifaði:Held að atvinnumöguleikarnir núna séu ekki svo miklir núna að maður geti verið mjög "picky" á staðina.


Það er betra að vera heima hjá sér á atvinnuleysisbótum frekar en að vera í ömurlegri vinnu.

Þetta eru 40 tíma á viku, 8 tímar hvern virkan dag og örugglega 5-10 klst aukalega á viku hérna á íslandi.


Verum bara öll heima þá. Ríkið þolir alveg að hafa fullt af fólki á atvinnuleysisbótum því það nennir ekki að vinna í "ömurlegri vinnu". Fullt af fólki sem vinnur "skítastörf" og finnst það bara fínt.

Vertu ekki svona vitlaus. Þú færð auðvitað engin draumalaun þegar þú byrjar í vinnu, enda er þér ekki treyst fyrir því að standa þig fullkomnlega því vinnustaðurinn hefur enga reynslu af þér. Svo þegar það sér að þú ert dýrmætur starfskraftur þá borgar það þér betur. Svo lítur það líka betur út á ferilskrá að þú hafir verið að vinna heldur en að vera á atvinnuleysisbótum í tíma og ótíma. Fullt af kostum við það að vinna frekar en að vera á bótum hjá ríkinu.

Eitt er á hreinu og það er að ef ég væri atvinnurekandi og maður með þitt attitude myndi sækja um vinnu myndi ég aldrei ráða þig.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf biturk » Mán 20. Jún 2011 20:19

hannesstef skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
beggi90 skrifaði:Held að atvinnumöguleikarnir núna séu ekki svo miklir núna að maður geti verið mjög "picky" á staðina.


Það er betra að vera heima hjá sér á atvinnuleysisbótum frekar en að vera í ömurlegri vinnu.

Þetta eru 40 tíma á viku, 8 tímar hvern virkan dag og örugglega 5-10 klst aukalega á viku hérna á íslandi.


Verum bara öll heima þá. Ríkið þolir alveg að hafa fullt af fólki á atvinnuleysisbótum því það nennir ekki að vinna í "ömurlegri vinnu". Fullt af fólki sem vinnur "skítastörf" og finnst það bara fínt.

Vertu ekki svona vitlaus. Þú færð auðvitað engin draumalaun þegar þú byrjar í vinnu, enda er þér ekki treyst fyrir því að standa þig fullkomnlega því vinnustaðurinn hefur enga reynslu af þér. Svo þegar það sér að þú ert dýrmætur starfskraftur þá borgar það þér betur. Svo lítur það líka betur út á ferilskrá að þú hafir verið að vinna heldur en að vera á atvinnuleysisbótum í tíma og ótíma. Fullt af kostum við það að vinna frekar en að vera á bótum hjá ríkinu.

Eitt er á hreinu og það er að ef ég væri atvinnurekandi og maður með þitt attitude myndi sækja um vinnu myndi ég aldrei ráða þig.



:lol: :lol: :lol: æi þú :face

þetta er ekki spurning um draumalun, þetta er spurning um að þegar þú ert andskotinn hafi það að vinna fulla vinnuviku að þú fáir allavega pening til að lifa af, það kostar að lifa, það kostar að keira í vinnu, oftast þarftu að borga fæði líka þar að auki

atvinnurekendur verða að gera sér grein fyrir því að laun verða að vera í útborgun lágmark 20 þús meira en bætur svo menn hafi eitthvað uppúr því að vera að mæta í vinnu án þess að tapa á því

en hitt er annað mál að bæturnar eru alllllltof lágar til að lifa á :face


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf Icarus » Mán 20. Jún 2011 21:00

hannesstef skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
beggi90 skrifaði:Held að atvinnumöguleikarnir núna séu ekki svo miklir núna að maður geti verið mjög "picky" á staðina.


Það er betra að vera heima hjá sér á atvinnuleysisbótum frekar en að vera í ömurlegri vinnu.

Þetta eru 40 tíma á viku, 8 tímar hvern virkan dag og örugglega 5-10 klst aukalega á viku hérna á íslandi.


Verum bara öll heima þá. Ríkið þolir alveg að hafa fullt af fólki á atvinnuleysisbótum því það nennir ekki að vinna í "ömurlegri vinnu". Fullt af fólki sem vinnur "skítastörf" og finnst það bara fínt.

Vertu ekki svona vitlaus. Þú færð auðvitað engin draumalaun þegar þú byrjar í vinnu, enda er þér ekki treyst fyrir því að standa þig fullkomnlega því vinnustaðurinn hefur enga reynslu af þér. Svo þegar það sér að þú ert dýrmætur starfskraftur þá borgar það þér betur. Svo lítur það líka betur út á ferilskrá að þú hafir verið að vinna heldur en að vera á atvinnuleysisbótum í tíma og ótíma. Fullt af kostum við það að vinna frekar en að vera á bótum hjá ríkinu.

Eitt er á hreinu og það er að ef ég væri atvinnurekandi og maður með þitt attitude myndi sækja um vinnu myndi ég aldrei ráða þig.


Alveg sammála, maður spyr sig hvort íslendingar hafa ekkert stolt, fyrir mér er algjör síðasta sort að fara á bætur enda bitnar það bara á öðrum, atvinnuleysisbætur eru ekkert gefins peningur ala ríkið. Það væri kannski hægt að hafa skatta lægri og fólk fengi einmitt meiri pening í vasan almennt ef fólk myndi hætta þessu bótasvindli og taka sig á í andlitinu.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf capteinninn » Mán 20. Jún 2011 21:15

Rétt er það að bæturnar eru of lágar til að lifa á en er ekki hluti af ástæðunni fyrir því sá að fólk komi sér af stað í vinnu.
Launin hækka nokkuð hratt þegar maður er kominn með vinnu.

Strætó, hellingur af fólki sem notar svoleiðis til og frá vinnu á hverjum degi. Ég á bíl og er að borga heilan helling í hann en ég gæti tekið strætó ef ég myndi drullast til að vakna fyrr og nota þá en ég er tilbúinn að borga þann pening sem bíllinn kostar og tel mig hafa efni á því. Ef ég væri í vandræðum með að kaupa mat í hverjum mánuði myndi ég selja bílinn og taka strætó í staðinn.

Fólk virðist ekki átta sig á því að atvinnurekendur eru líka í miklum vandræðum, mörg þeirra búin að veðsetja sig í drasl í útrásinni og eru tæp. Svo eru þau líka að borga helling í allskonar skatta. Hvað ætli fyrirtækin hafi borgað marga milljarða til ríkisins þegar kjarasamningarnir voru settir. 40-50 þús fyrir hvern starfsmann í fullu starfi.
Mér fannst þessir samningar drasl því bæði atvinnurekendur og vinnandi fólk græddi nánast ekki neitt á þeim þrátt fyrir að allt hækkar í verði, ríkið tók mestallan þennan pening til sín.

Atvinnurekendur búa til pening fyrir ríkið og borga fólki laun og ef þau hækka öll laun til vinnufólks þá geta þau farið á hausinn og þá tapa allir, starfsmenn, ríkið og fyrirtækið sjálft.

Er ekki eðlilegt að fá smá launalækkun á sig í upphafi starfs og svo þegar maður er búinn að vinna í nokkra mánuði þá hækka launin og þannig halda þau áfram?

Annars langar mig líka rosalega að vita hversu margir sem eru á atvinnuleysisbótum búa hjá foreldrum sínum í ókeypis húsnæði.
Ég finn til með fólki sem þarf að borga leigu, kaupa í matinn og allt sem fylgir því en ég hef séð svo rosalega mörg dæmi af fólki sem kvartar yfir atvinnuleysisbótum og þarf svo ekki að borga leigu eða neitt því það býr hjá foreldrum sínum.




marri87
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 14. Des 2004 17:43
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf marri87 » Mán 20. Jún 2011 21:18

Talandi um atvinnuleysisbætur, finnst að námslán ættu að vera bætur að hluta til og ef fólk er búið að vera atvinnulaust í x langan tíma þá þurfi það að borga hluta (ekki stóran) af bótunum til baka, rétt eins og nemendur í háskólum landsins þurfa að gera nema það er 100% af upphæðinni plús vextir. Þó er þetta nú ekki mikið sem maður fær í námslán.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf biturk » Mán 20. Jún 2011 21:30

hannesstef skrifaði:Rétt er það að bæturnar eru of lágar til að lifa á en er ekki hluti af ástæðunni fyrir því sá að fólk komi sér af stað í vinnu.
Launin hækka nokkuð hratt þegar maður er kominn með vinnu.

Strætó, hellingur af fólki sem notar svoleiðis til og frá vinnu á hverjum degi. Ég á bíl og er að borga heilan helling í hann en ég gæti tekið strætó ef ég myndi drullast til að vakna fyrr og nota þá en ég er tilbúinn að borga þann pening sem bíllinn kostar og tel mig hafa efni á því. Ef ég væri í vandræðum með að kaupa mat í hverjum mánuði myndi ég selja bílinn og taka strætó í staðinn.

Fólk virðist ekki átta sig á því að atvinnurekendur eru líka í miklum vandræðum, mörg þeirra búin að veðsetja sig í drasl í útrásinni og eru tæp. Svo eru þau líka að borga helling í allskonar skatta. Hvað ætli fyrirtækin hafi borgað marga milljarða til ríkisins þegar kjarasamningarnir voru settir. 40-50 þús fyrir hvern starfsmann í fullu starfi.
Mér fannst þessir samningar drasl því bæði atvinnurekendur og vinnandi fólk græddi nánast ekki neitt á þeim þrátt fyrir að allt hækkar í verði, ríkið tók mestallan þennan pening til sín.

Atvinnurekendur búa til pening fyrir ríkið og borga fólki laun og ef þau hækka öll laun til vinnufólks þá geta þau farið á hausinn og þá tapa allir, starfsmenn, ríkið og fyrirtækið sjálft.

Er ekki eðlilegt að fá smá launalækkun á sig í upphafi starfs og svo þegar maður er búinn að vinna í nokkra mánuði þá hækka launin og þannig halda þau áfram?

Annars langar mig líka rosalega að vita hversu margir sem eru á atvinnuleysisbótum búa hjá foreldrum sínum í ókeypis húsnæði.
Ég finn til með fólki sem þarf að borga leigu, kaupa í matinn og allt sem fylgir því en ég hef séð svo rosalega mörg dæmi af fólki sem kvartar yfir atvinnuleysisbótum og þarf svo ekki að borga leigu eða neitt því það býr hjá foreldrum sínum.



bara svo við höfum það alveg á hreinu þá er ég að tala um fólk sem er með fjölskyldu og þarf að sjá um sig sjálft, ekki krakka í fríu húsnæði og fæði

en síðann er náttúrulega líka þannig kallinn að það búa ekki allir fyrir sunnan, strætó á ak er drasl og algerlega ónothæfur nema þig langi að vakna 1klt fyrr og koma 1klt seinna heim

síðann náttúrulega fólk sem býr í dreifbýli hefur ekki völ á öðru en að hafa bíl (sem varð ekki auðveldara þegar helvítis ríkisstjórnin hækkaði bifreiðagjöldin á nothæf ökutæki) og það er virkielga sárt að horfa á fólk í vel launaðri vinnu tala niður til þeirra sem eru atvinnulausir og setja alla undir aumingjahattinn. 98% af fólki á bótum er ekki þar sér til skemmtunar og vinnumálastofnun er síður en svo að hjálpa til fyrir fjölskyldufólk, þeirra eina markmið er að troða fólki í vinnu sama hvort það hafi í för með sér tekjuskerðingu eða ekki.
ég hef séð dæmi um að fjölskyldufaðir var neiddur til að taka starf sem leiddi í sér að konan þurfti að minnka vinnu og þau þurftu að ráða dagmömmu.......hann var að fá í þessu tiltekna starfi um 10 þúsund krónum meira en frá bótunum en tekjuskerðingin þegar allt kom til alls nam yfir 60 þúsund í formi vinnuminnkunar maka og ráðningu dagmömmu


en það er ekki það sem er verið að ræða, mig langar bara að biðja fólk um að tjá sig sem minnst um þessa hluti ef þeir hafa ekki fengið að lenda í atvinnuleisi því mín reynsla af því að vera í vinnu er sú að þú ert engann veginn öruggur um hækkun launa þó þú standir þig vel........mjög mörg fyrirrtæki bara einfaldlega eru ekki í þeim bransa nema þú sért í vinnu í nokkur ár hjá þeim...........og flestir geta ekki beðið í nokkur ár eftir mannsæmandi launum


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Reputation: 12
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf gissur1 » Mán 20. Jún 2011 21:45

Halli13 skrifaði:
gissur1 skrifaði:Bónus (sem á að heita skíta vinnustaður) býður uppá fríann mat og vinnufatnað fyrir starfsfólk.

Fyndist það frekar fyndið að "flottari" vinnustaðir byðu ekki upp á það sama :lol:


Hvað gerir bónus að skíta vinnustað?


Það heyrir maður frá fólki útí bæ sem veit ekkert um málið, ég hef sjálfur unnið í bónus síðan júní 2007 og er bara nokkuð sáttur.

Held að það sé ekki gefið í dag að vera með vinnu með skóla.


Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf Icarus » Mán 20. Jún 2011 21:47

biturk skrifaði:Helling af texta sem ég nenni ekki að hafa allan því þá verður innlegið svo langt.


Það er mikið rétt að langflestir sem eru á bótum þurfa á þeim að halda og því er þetta mjög viðkvæmt málefni, það er samt ekki hægt að neyta því að það er alveg til skammar hvernig íslenskt samfélag er orðið varðandi svona hluti, þeim sem eru duglegir er refsað, það á bæði við þá sem eru á atvinnuleysisbætum og reyna að mynda sér 20% vinnu heima hjá sér, öryrkja sem geta unnið létta vinnu einn dag í viku og ákveða að byrja að sauma eitthvað til að hafa eitthvað að gera og fara ekki af göflunum eða þá vinnandi fólk sem tekur yfirvinnu til að hjálpa að borga tannviðgerðarkostnað barnsins.

Nú gifti ég mig síðasta sumar og það var eiginlega mælt við því með mig að gera það ekki, þar sem ef við myndum eignast barn fengum við minni barnabætur, værum lengur að bíða eftir leikskólaplássi og þyrftum að borga meira í leikskólapláss, ég hefði bara átt að hafa lögheimilið mitt annars staðar og konan hefði getað sótt um húsaleigubætur og allskonar bætur, heiðarlegu fólki er refsað.

Að sama skapi eru rooosalega margir (held að hlutfallið sé t.d. óvenju hátt í okkar aldurshóp og því kannski eitthvað um þannig fólk hér á spjallinu) sem býðst ágætis vinna en hreinlega vilja ekki taka hana því það er miklu auðveldara að hanga heima, spila tölvuleiki og fá gefins pening frá ríkinu. Skal taka það fram bitur, að ég tek strætó í 150mínútur samtals á hverjum degi til að komast til og frá vinnu... þetta geri ég frekar en að fara á atvinnuleysisbætur því ég veit að þetta hjálpar mér svo að fá betri vinnu með betri staðsetningu og hærri launum á næstu árum.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf urban » Mán 20. Jún 2011 22:10

biturk skrifaði:en síðann er náttúrulega líka þannig kallinn að það búa ekki allir fyrir sunnan, strætó á ak er drasl og algerlega ónothæfur nema þig langi að vakna 1klt fyrr og koma 1klt seinna heimr

2 tímar á dag, 20 - 22 daga í mánuði, semsagt ~500 tímar á ári
reiknaðu síðan út hvað kostar þig að eiga bíl, aka honum í vinnu og álíka.

eitthvað segir mér að þú (eða hver sem að þetta á við) værir á frábæru tímakaupi.

en já, þetta með að eiga svona hrikalega erfitt með að finna sér vinnu.
nú ætla ég að miða við höfuðborgarsvæðið, en ekki norðurlandið, þannig að þetta er ekki beint til þín biturk

ég var fyrir ca hálfu ári aðeins að spá í því að flytja þarna í borg óttans eða nærliggjandi bæjarfélög.
allir að tala um að það sé enga vinnu að hafa og álíka.

ég hringdi (já hringdi þar sem að ég er eyjamaður og búsettur þar) í 5 staði.
á 2 þeirra var spurt hvenær ég gæti byrjað. laun upp á 300 þús+ fyrir dagvinnu + hugsanlega 4 yfirvinnutíma á viku.
á 1 stað var nafnið á mér tekið niður, og hringt 3 dögum seinna og mér boðið að koma í afleysingar og líklegast fast eftir sumarið
1 stað var sagt nei.
síðasta staðnum var mér boðið hlutastarf.

og já, nú er ég nú reyndar þannig séð ómenntaður, reyndar með meirapróf og lyftarapróf sem að hjálpaði í einu af þessum störfum.

semsagt, 5 staðir, ég hefði getað fengið eitthvað á öllum stöðum nema einum, og ég hef ekki hugmynd um það hvort að þessi fyrirtæki leituðu eitthvað eftir fólki eða ekki.
þekki slatta af fólki sem að hefur farið og leitað sér af vinnu og fundið hana eftir inann við 2 mánuði.

ég skil ekki afhverju svona rosalega stór hluti af fólki þarna segist ekki geta fundið neina vinnu, ég held hreinlega að það sé einfaldlega bara ekkert að leita neitt að ráði.

og nei, ég kem ekki til með að gefa upp hvaða fyrirtæki þetta eru, en get sagt það að fólk þarf hugsanlega bara aðeins að slaka á kröfunum um vinnu og líta út fyrir kassann.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf capteinninn » Mán 20. Jún 2011 22:32

biturk skrifaði:
hannesstef skrifaði:Rétt er það að bæturnar eru of lágar til að lifa á en er ekki hluti af ástæðunni fyrir því sá að fólk komi sér af stað í vinnu.
Launin hækka nokkuð hratt þegar maður er kominn með vinnu.

Strætó, hellingur af fólki sem notar svoleiðis til og frá vinnu á hverjum degi. Ég á bíl og er að borga heilan helling í hann en ég gæti tekið strætó ef ég myndi drullast til að vakna fyrr og nota þá en ég er tilbúinn að borga þann pening sem bíllinn kostar og tel mig hafa efni á því. Ef ég væri í vandræðum með að kaupa mat í hverjum mánuði myndi ég selja bílinn og taka strætó í staðinn.

Fólk virðist ekki átta sig á því að atvinnurekendur eru líka í miklum vandræðum, mörg þeirra búin að veðsetja sig í drasl í útrásinni og eru tæp. Svo eru þau líka að borga helling í allskonar skatta. Hvað ætli fyrirtækin hafi borgað marga milljarða til ríkisins þegar kjarasamningarnir voru settir. 40-50 þús fyrir hvern starfsmann í fullu starfi.
Mér fannst þessir samningar drasl því bæði atvinnurekendur og vinnandi fólk græddi nánast ekki neitt á þeim þrátt fyrir að allt hækkar í verði, ríkið tók mestallan þennan pening til sín.

Atvinnurekendur búa til pening fyrir ríkið og borga fólki laun og ef þau hækka öll laun til vinnufólks þá geta þau farið á hausinn og þá tapa allir, starfsmenn, ríkið og fyrirtækið sjálft.

Er ekki eðlilegt að fá smá launalækkun á sig í upphafi starfs og svo þegar maður er búinn að vinna í nokkra mánuði þá hækka launin og þannig halda þau áfram?

Annars langar mig líka rosalega að vita hversu margir sem eru á atvinnuleysisbótum búa hjá foreldrum sínum í ókeypis húsnæði.
Ég finn til með fólki sem þarf að borga leigu, kaupa í matinn og allt sem fylgir því en ég hef séð svo rosalega mörg dæmi af fólki sem kvartar yfir atvinnuleysisbótum og þarf svo ekki að borga leigu eða neitt því það býr hjá foreldrum sínum.



bara svo við höfum það alveg á hreinu þá er ég að tala um fólk sem er með fjölskyldu og þarf að sjá um sig sjálft, ekki krakka í fríu húsnæði og fæði

en síðann er náttúrulega líka þannig kallinn að það búa ekki allir fyrir sunnan, strætó á ak er drasl og algerlega ónothæfur nema þig langi að vakna 1klt fyrr og koma 1klt seinna heim

síðann náttúrulega fólk sem býr í dreifbýli hefur ekki völ á öðru en að hafa bíl (sem varð ekki auðveldara þegar helvítis ríkisstjórnin hækkaði bifreiðagjöldin á nothæf ökutæki) og það er virkielga sárt að horfa á fólk í vel launaðri vinnu tala niður til þeirra sem eru atvinnulausir og setja alla undir aumingjahattinn. 98% af fólki á bótum er ekki þar sér til skemmtunar og vinnumálastofnun er síður en svo að hjálpa til fyrir fjölskyldufólk, þeirra eina markmið er að troða fólki í vinnu sama hvort það hafi í för með sér tekjuskerðingu eða ekki.
ég hef séð dæmi um að fjölskyldufaðir var neiddur til að taka starf sem leiddi í sér að konan þurfti að minnka vinnu og þau þurftu að ráða dagmömmu.......hann var að fá í þessu tiltekna starfi um 10 þúsund krónum meira en frá bótunum en tekjuskerðingin þegar allt kom til alls nam yfir 60 þúsund í formi vinnuminnkunar maka og ráðningu dagmömmu


en það er ekki það sem er verið að ræða, mig langar bara að biðja fólk um að tjá sig sem minnst um þessa hluti ef þeir hafa ekki fengið að lenda í atvinnuleisi því mín reynsla af því að vera í vinnu er sú að þú ert engann veginn öruggur um hækkun launa þó þú standir þig vel........mjög mörg fyrirrtæki bara einfaldlega eru ekki í þeim bransa nema þú sért í vinnu í nokkur ár hjá þeim...........og flestir geta ekki beðið í nokkur ár eftir mannsæmandi launum


Þar sem ég bý kemur strætó 5 sinnum á dag. Gæti líka labbað í 40 mín þangað sem hann kemur oftar. Tekur líklega um 1.5-2 tíma í strætó að fara í vinnuna og úr henni fyrir utan 40 mín labbið ef ég tek það.
9 mánaða kort kostar 35.000 á höfuðborgarsvæðinu. Það gera 3888 kr á mánuði.
Það er ókeypis í strætó á Akureyri samkvæmt vefsíðu Akureyri.is Get ekki séð hversu oft hann kemur á dag á vefsíðunni svo ég er ekki viss með það.

Myndi ekki telja mig í neitt sérstaklega vel launaðri vinnu. Er að vinna sem sölumaður í búð og er ekki með árangurstengd laun eins og sumstaðar.

Er sammála þér að VMS er ekki að gera neitt alltof góða hluti. Er ekki að kalla allt atvinnulaust fólk aumingja, ég er að segja að fólk sem lifir á kerfinu og finnst bara fínt að vera ekkert að vinna algera aumingja. (Man í fljótu bragði eftir tveimur dæmum af slíku).

Ef þú hækkar ekki í launum eftir ákveðinn tíma átt þú að tala við verkalýðsfélagið þitt. Auðvitað vill fyrirtækið ekkert borga meira en þeir þurfa. Þessvegna þarf maður að vera vakandi með launamálin sín. Laun eiga að hækka sjálfkrafa eftir því sem þú vinnur lengur og eftir því sem menntunarstigið þitt hækkar skilst mér. Hef lent í því að fylgjast ekki nógu vel með þessu og brennt mig á því.

Annars langar mig að vita meira um þennan fjölskyldufaðir. Gat hann ekki útskýrt fyrir VMS hvernig þetta hafði áhrif á innkomu fjölskyldunnar? Reyndi VMS ekkert að koma til móts við hann?

Ég hef ekki verið atvinnulaus því ég hef verið í menntaskóla og unnið með honum auk þess að vinna á sumrin á ýmsum stöðum. Hef haldið mig í sama sölumannastarfinu því það býður upp á "flexibility" varðandi vinnutíma. Get unnið um helgar og stundum eftir skóla og tekið fleiri vaktir á sumrin.

Svo er ég algerlega sammála Icarus með hvernig að heiðarlegu fólki er refsað.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf axyne » Mán 20. Jún 2011 22:45

það er nú bara týpískt með íslendinga að það er ómögulegt að eiga ekki bíl (helst tvo) og taka strætó eða labba. Vona að þetta ástand verði til þess að fólk fari að nýta almenningssamgöngur betur og labbi/hjóli meira.

það eru ekki bara svartir sauðir á Íslandi sem nýðast á bótakerfinu.
Lendi á spjalli við strák hérna í DK, hann vildi frekar vera á atvinnuleysisbótum heldur en í skóla því þá fékk hann meiri pening heldur en að vera á SU (skólastyrkur). fær 7þús í staðin fyrir 5þús DKR. og var ekkert að skammast sín fyrir það. Langaði að kýla hann kaldann.


Electronic and Computer Engineer


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf biturk » Mán 20. Jún 2011 22:58

axyne skrifaði:það er nú bara týpískt með íslendinga að það er ómögulegt að eiga ekki bíl (helst tvo) og taka strætó eða labba. Vona að þetta ástand verði til þess að fólk fari að nýta almenningssamgöngur betur og labbi/hjóli meira.

það eru ekki bara svartir sauðir á Íslandi sem nýðast á bótakerfinu.
Lendi á spjalli við strák hérna í DK, hann vildi frekar vera á atvinnuleysisbótum heldur en í skóla því þá fékk hann meiri pening heldur en að vera á SU (skólastyrkur). fær 7þús í staðin fyrir 5þús DKR. og var ekkert að skammast sín fyrir það. Langaði að kýla hann kaldann.



enda er einkabíllinn bara einfaldlega nauðsynlegur :face

mér dettur ekki í hug að nota strætó, það kemur ekki til mála.


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf urban » Mán 20. Jún 2011 23:08

biturk skrifaði:
axyne skrifaði:það er nú bara týpískt með íslendinga að það er ómögulegt að eiga ekki bíl (helst tvo) og taka strætó eða labba. Vona að þetta ástand verði til þess að fólk fari að nýta almenningssamgöngur betur og labbi/hjóli meira.

það eru ekki bara svartir sauðir á Íslandi sem nýðast á bótakerfinu.
Lendi á spjalli við strák hérna í DK, hann vildi frekar vera á atvinnuleysisbótum heldur en í skóla því þá fékk hann meiri pening heldur en að vera á SU (skólastyrkur). fær 7þús í staðin fyrir 5þús DKR. og var ekkert að skammast sín fyrir það. Langaði að kýla hann kaldann.



enda er einkabíllinn bara einfaldlega nauðsynlegur :face

mér dettur ekki í hug að nota strætó, það kemur ekki til mála.


hvernig stendur þá á því að fólk kemst af án þess að eiga bíl ?
hann er bara ekki nauðsinlegur, það er bara svo einfalt.

en já, ég er alveg sammála axyne, það er eitthvað með íslendinga og komast ekki af án bíls, síðan ef að þetta sama fólk fer erlendis, svo að ég tali nú ekki um að flytja erlendis, þá er allt í einu ekkert mál að nota almenningssamgöngur, þó svo að þær séu ekkert endilega neitt rosalega þægilegar alltaf.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6396
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf worghal » Mán 20. Jún 2011 23:10

urban skrifaði:
biturk skrifaði:
axyne skrifaði:það er nú bara týpískt með íslendinga að það er ómögulegt að eiga ekki bíl (helst tvo) og taka strætó eða labba. Vona að þetta ástand verði til þess að fólk fari að nýta almenningssamgöngur betur og labbi/hjóli meira.

það eru ekki bara svartir sauðir á Íslandi sem nýðast á bótakerfinu.
Lendi á spjalli við strák hérna í DK, hann vildi frekar vera á atvinnuleysisbótum heldur en í skóla því þá fékk hann meiri pening heldur en að vera á SU (skólastyrkur). fær 7þús í staðin fyrir 5þús DKR. og var ekkert að skammast sín fyrir það. Langaði að kýla hann kaldann.



enda er einkabíllinn bara einfaldlega nauðsynlegur :face

mér dettur ekki í hug að nota strætó, það kemur ekki til mála.


hvernig stendur þá á því að fólk kemst af án þess að eiga bíl ?
hann er bara ekki nauðsinlegur, það er bara svo einfalt.

en já, ég er alveg sammála axyne, það er eitthvað með íslendinga og komast ekki af án bíls, síðan ef að þetta sama fólk fer erlendis, svo að ég tali nú ekki um að flytja erlendis, þá er allt í einu ekkert mál að nota almenningssamgöngur, þó svo að þær séu ekkert endilega neitt rosalega þægilegar alltaf.


ég á ekki bíl og er ekki með bílpróf, persónulega finnst mér þægilegast að labba og hjóla, en strætó er þó nog fyirir mig líka, þótt strætó sé eitthvað það asnalegasta fyrirbæri sem finnst á íslandi


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf capteinninn » Mán 20. Jún 2011 23:10

biturk skrifaði:enda er einkabíllinn bara einfaldlega nauðsynlegur :face

mér dettur ekki í hug að nota strætó, það kemur ekki til mála.


Afhverju ekki?

Þú býrð á Akureyri þar sem hann er ókeypis, mér sýnist á kortinu að hann gangi um alla Akureyri.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf Viktor » Mán 20. Jún 2011 23:16

Hef ekki séð svona mikla off-topic umræðu lengi.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6396
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf worghal » Mán 20. Jún 2011 23:18

Sallarólegur skrifaði:Hef ekki séð svona mikla off-topic umræðu lengi.


nú ? nánast annar hver söluþráður endar svona :?


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf biturk » Mán 20. Jún 2011 23:21

hannesstef skrifaði:
biturk skrifaði:enda er einkabíllinn bara einfaldlega nauðsynlegur :face

mér dettur ekki í hug að nota strætó, það kemur ekki til mála.


Afhverju ekki?

Þú býrð á Akureyri þar sem hann er ókeypis, mér sýnist á kortinu að hann gangi um alla Akureyri.



af því að ég vil fara þangað sem mig langar þegar mig langar, ekki þegar strætó hentar og strætó bílstjórar kunna verulega illa við að ég sé að flakka með varahluti og verkfæri milli staða

almenningssamgöngur henta ekki öllum, það er ekki flóknara, ég þarf líka bíl til að komast heim í sveit.....þangað gengur strætó ekki og rútur bjóða mér ekki uppá að ferðast með það sem mig langar

og strætó hættir að ganga snemma......

bílar eru mitt áhugamál, ég þarf bíl til að ferðast með mig og mitt dót og mitt barn, en ég skil alveg að barnlausir einstaklingar og krakkar þurfi þá ekki.....en fjölskyldufólk þarf bíl á að halda


fyrir utan eins og ég segi, bíllinn er mitt áhugamál og ég elska ökutækið mitt!


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf urban » Mán 20. Jún 2011 23:29

SiggiSveins skrifaði:Atvinnuleysisbætur eru núna 161.523 kr fyrir skatt og eftir skatt er það 141.413 kr
Ef launin eru 180.000 kr fyrir skatt þá fær maður 152.533 kr eftir skatt
Og ef launin eru 220.000 kt fyrir skatt þá fær maður 176.544 kr eftir skatt


Svo þarf maður að komast í vinnu
Borða þegar maður er í vinnuni
Vinnuföt og skófatnaður


Svo það er mjög eðlilegt að fólk spyr sig hvort að það borgi að vera á vinnumarkaðnum á skítalaunum eða bara vera heima og reyna gera eitthvað uppbyggjandi


tók ekki eftir þessu fyrr en núna.

en hérna, þarft þú ekkert að borða heima hjá þér ?
afhverju þarf að taka fram mat í vinnunni ?
hann á ekkert að þurfa að kosta þig krónu meira en það kostar fyrir þig að borða heima hjá þér.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf tdog » Mán 20. Jún 2011 23:37

Vinnuveitandi á líka að skaffa manni vinnufatnað og hlífðarfatnað við hæfi.

Hvað ertu annars að gera uppbyggjandi hangandi heima hjá þér? Eins og einhver sagði þá væri The Pirate Bay fyrir entertainment, ég veit ekki með hann en ég get ekki downloadað vinum mínum eða fjölskyldu. Áhugamálum er svo alveg hægt að sinna eftir 17 á daginn. Mér persónulega finnst bara geggjað að vera með rútínu á daginn, vakna 7:30, fá mér að éta, mæta 8 í vinnuna, hella uppá kaffi, hringja til kúnna. Spjalla til ca. 9 og fara þá og hitta kúnnann. Matur 12-13. Hætti síðan um 17. Ef að vel viðrar fæ ég mér kannski einn ís milli verka.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf capteinninn » Mán 20. Jún 2011 23:45

Mér skilst meira að segja að í nýju kjarasamningunum sé það loksins komið í samningana að fólk sem vinnur í fatabúðum og á að vera í fötum úr búðinni fær þeim skaffað af búðinni.




toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf toybonzi » Þri 21. Jún 2011 01:41

hannesstef skrifaði:Fólk virðist ekki átta sig á því að atvinnurekendur eru líka í miklum vandræðum, mörg þeirra búin að veðsetja sig í drasl í útrásinni og eru tæp. Svo eru þau líka að borga helling í allskonar skatta. Hvað ætli fyrirtækin hafi borgað marga milljarða til ríkisins þegar kjarasamningarnir voru settir. 40-50 þús fyrir hvern starfsmann í fullu starfi.
Mér fannst þessir samningar drasl því bæði atvinnurekendur og vinnandi fólk græddi nánast ekki neitt á þeim þrátt fyrir að allt hækkar í verði, ríkið tók mestallan þennan pening til sín.

Atvinnurekendur búa til pening fyrir ríkið og borga fólki laun og ef þau hækka öll laun til vinnufólks þá geta þau farið á hausinn og þá tapa allir, starfsmenn, ríkið og fyrirtækið sjálft.
foreldrum sínum.


Þessir atvinnurekendur sem þú talar um eru í algjöru lágmarki. Verslanir og fyrirtæki eru ekki að taka á sig rassgat í tap út af launahækkunum....þau hækka bara vöruverð og velta þessu áfram á almenning, og síðan fer þessi hækkun í vísitöluna og allir "græða", eða þannig.

Og af hverju eru þessi fyrirtæki búin að veðsetja sig í drasl? Ættu þau þá ekki að hafa verið að búa til verðmæti.....og hvar eru þá þessi verðmæti, nei ef ekki væri fyrir fólkið sem vinnur hjá þessum sorphaugum (óréttmæt alhæfing) þá mættu þeir allir enda á haugunum fyrir mér.




guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Reputation: 0
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf guttalingur » Þri 21. Jún 2011 02:08

tdog skrifaði:Vinnuveitandi á líka að skaffa manni vinnufatnað og hlífðarfatnað við hæfi.

Hvað ertu annars að gera uppbyggjandi hangandi heima hjá þér? Eins og einhver sagði þá væri The Pirate Bay fyrir entertainment, ég veit ekki með hann en ég get ekki downloadað vinum mínum eða fjölskyldu. Áhugamálum er svo alveg hægt að sinna eftir 17 á daginn. Mér persónulega finnst bara geggjað að vera með rútínu á daginn, vakna 7:30, fá mér að éta, mæta 8 í vinnuna, hella uppá kaffi, hringja til kúnna. Spjalla til ca. 9 og fara þá og hitta kúnnann. Matur 12-13. Hætti síðan um 17. Ef að vel viðrar fæ ég mér kannski einn ís milli verka.



Duh :face

Annars hérna :
http://www.virtualfamilies.com/

Nú þarf ég bara að losna við mitt current setup :-"

Var að benda á að borga fyrir efni er rugl... Eins og staðan er í dag




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf Icarus » Þri 21. Jún 2011 04:12

biturk skrifaði:
hannesstef skrifaði:
biturk skrifaði:enda er einkabíllinn bara einfaldlega nauðsynlegur :face

mér dettur ekki í hug að nota strætó, það kemur ekki til mála.


Afhverju ekki?

Þú býrð á Akureyri þar sem hann er ókeypis, mér sýnist á kortinu að hann gangi um alla Akureyri.



af því að ég vil fara þangað sem mig langar þegar mig langar, ekki þegar strætó hentar og strætó bílstjórar kunna verulega illa við að ég sé að flakka með varahluti og verkfæri milli staða

almenningssamgöngur henta ekki öllum, það er ekki flóknara, ég þarf líka bíl til að komast heim í sveit.....þangað gengur strætó ekki og rútur bjóða mér ekki uppá að ferðast með það sem mig langar

og strætó hættir að ganga snemma......

bílar eru mitt áhugamál, ég þarf bíl til að ferðast með mig og mitt dót og mitt barn, en ég skil alveg að barnlausir einstaklingar og krakkar þurfi þá ekki.....en fjölskyldufólk þarf bíl á að halda


fyrir utan eins og ég segi, bíllinn er mitt áhugamál og ég elska ökutækið mitt!


Oft hentar strætó mér ekki, við eigum þrjá hunda og þó að hundar séu leyfðir í strætó hérna úti getur oft verið bölvað vesen að blanda þessu saman, sérstakelga ef maður þarf að hoppa inn í matvörubúð, er ekki hægt að skilja þá eftir út í bíl. Heldurðu að ég sé ekki þreyttur á því að geta ekki tekið strætó allan sólarhringinn og það taki mig stundum rosalega langan tíma að fara á milli? Maður gerir það sem gera þarf, skal alveg viðurkenna það að ég ligg núna yfir bílaauglýsingum og pæli að kaupa mér bíl enda eins og ég sagði, er 150mínútur á dag í strætó til og frá vinnu, væri um 30-40 mínútur á bíl. En til þess að það dæmi gangi upp þarf ég að skera niður á öðrum stöðum og það er mitt val, kenni engum öðrum um það og ég veit vel að ég get lifað án bílsins þó að það sé þæginlegra að hafa hann.

Síðan tók ég eftir því með sjálfan mig, þegar ég bjó heima á Íslandi og átti bíl þá keyrði ég eiginlega ALLT, jafnvel þó það hefði bara verið svona 10-15 mínútna labb þá keyrði ég það. Hvað ætli allar þessar stuttu ferðir hafi kostað í sliti og bensíni?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er að starfa hjá Tölvulistanum og Tölvutek?

Pósturaf Gúrú » Þri 21. Jún 2011 04:47

toybonzi skrifaði:Þessir atvinnurekendur sem þú talar um eru í algjöru lágmarki. Verslanir og fyrirtæki eru ekki að taka á sig rassgat í tap út af launahækkunum....þau hækka bara vöruverð og velta þessu áfram á almenning, og síðan fer þessi hækkun í vísitöluna og allir "græða", eða þannig.


Jessör, það seljast nákvæmlega jafn margir frostpinnar dag eftir dag þó að þú hækkir verðið úr 200 krónum í 1500 krónur, er það ekki?
Vildi óska þess að allir á þessu landi læsu einhver basics um hagfræði til að hætta að bulla svona í reiðisköstunum sínum.
Hver borgar fyrir launahækkanirnar ef ekki fyrirtæki og tekur þar með á sig tap fyrir óinnunnar launahækkanir?

@OP Ég hef aldrei starfað þar og afsaka off topic :)


Modus ponens