Góðann daginn.
Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig maður fer að því að gera clone af windowsuppsetingu.
Þannig að maður geti bara kóperað windowsið uppsett yfir á aðra tölvu.
Er einhver hérna sem hefur gert svona??
Hehe og kannski önnur spurning: er þetta hægt?
kv bizz
Clone á windowsuppsetningu
Virkar fínt með Norton Ghost.. ef ekki alveg eins tölva ( sérstaklega móðurborðið ) þá verður mjög líklega að keyra WinXP setup eftir að það er búið að ghosta yfir á nýja tölvu og gera repair í því ( seinna repair'ið ), virkar í flestum tilvikum.
Annars er yndislegt að nota þetta bara sjálfur.. eftir að maður er búinn að setja upp vélina.. stilla allt og setja upp allan þann hugbúnaður sem maður notar alltaf að gera bara image af þessu og geyma það, svo ef það þarf að setja þetta upp aftur.. þá bara keyra þetta image yfir diskinn og komið.. tekur rúmlega 5min hjá mér að setja inn image'ið aftur.
Best er samt að hafa lítið partition bara fyrir stýrikerfið og taka svo image af því partition, þá er maður ekki að fá helling af auka dóti í image'ið sem er ekki beint hluti af stýrikerfinu og stækkar bara allt image'ið..
Annars er yndislegt að nota þetta bara sjálfur.. eftir að maður er búinn að setja upp vélina.. stilla allt og setja upp allan þann hugbúnaður sem maður notar alltaf að gera bara image af þessu og geyma það, svo ef það þarf að setja þetta upp aftur.. þá bara keyra þetta image yfir diskinn og komið.. tekur rúmlega 5min hjá mér að setja inn image'ið aftur.
Best er samt að hafa lítið partition bara fyrir stýrikerfið og taka svo image af því partition, þá er maður ekki að fá helling af auka dóti í image'ið sem er ekki beint hluti af stýrikerfinu og stækkar bara allt image'ið..