að kvitta með PIN númeri
-
Höfundur - Skrúfari
- Póstar: 2400
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
að kvitta með PIN númeri
Núna er verið að taka það upp að þegar þú verslar með kortinu þínu þarftu að slá inn Pin númerið þitt. Ég hef held ég ekki notað PIN núner í 2-3 ár og hef ekki Guðmund um hvað númerið mitt er. Er ekki hægt að finna þetta á netbankanum?
Annað. Afhverju í fjandanum má maður ekki velja sér sitt egið PIN númer?
Annað. Afhverju í fjandanum má maður ekki velja sér sitt egið PIN númer?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
Það er hægt að sjá það í netbankanum, hvaða banka ertu hjá?
Þú mátt velja PIN númer á reikninga til að staðfesta greiðslur á netinu en ekki á kort, alvöru
ástæðuna fyrir því veit ég ekki en ég giska á að það sé til að sporna við því að þurfa að 'banna' fólki að velja 1234 o.s.frv.
Þú mátt velja PIN númer á reikninga til að staðfesta greiðslur á netinu en ekki á kort, alvöru
ástæðuna fyrir því veit ég ekki en ég giska á að það sé til að sporna við því að þurfa að 'banna' fólki að velja 1234 o.s.frv.
- Viðhengi
-
- Þarna hjá Arion banka
- arion.jpg (33.59 KiB) Skoðað 2164 sinnum
Modus ponens
-
Höfundur - Skrúfari
- Póstar: 2400
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
Gúrú skrifaði:Það er hægt að sjá það í netbankanum, hvaða banka ertu hjá?
Þú mátt velja PIN númer á reikninga til að staðfesta greiðslur á netinu en ekki á kort, alvöru
ástæðuna fyrir því veit ég ekki en ég giska á að það sé til að sporna við því að þurfa að 'banna' fólki að velja 1234 o.s.frv.
Þetta er ekki alveg eins hjá mér. Er hjá íslandsbanka. Er ekki að finna þetta
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: að kvitta með PIN númeri
Það er bara hægt að fá að sjá pin númer fyrir kreditkort. Hjá Landsbankanum þarftu að fara í kreditkortayfirlit og þar er svona "endurheimta PIN" takki (þarf lykilorð til þess).
Af hverju hringirðu ekki í þjónustuverið og spyrð þá hvað þú getir gert?
Af hverju hringirðu ekki í þjónustuverið og spyrð þá hvað þú getir gert?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
Þú getur líka beðið kortafyrirtækið eða bankann að senda þér pinnanúmerið í pósti, annars eru flest allar verslanir í DK búnar að vera með þetta kerfi í um 10 ár.
Það var kominn tími fyrir þetta hér á klakanum fyrir löngu síðan, veit ekki af hverju við erum búnir að vera svona lengi að taka þetta upp. Miklu öruggara kerfi.
Þarft aldrei að sína neinum kortið þitt.
Það var kominn tími fyrir þetta hér á klakanum fyrir löngu síðan, veit ekki af hverju við erum búnir að vera svona lengi að taka þetta upp. Miklu öruggara kerfi.
Þarft aldrei að sína neinum kortið þitt.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
Byrjar vælið
Fyrir þá sem ekki hafa PIN hjá sér er yfirleitt ekki mikið mál að fara í næsta útibú og fá það. Eftir það á notkunin á PINinu eftir að aukast svo mikið að það verður ekki vandamál að muna það hér eftir.
Fyrir þá sem ekki hafa PIN hjá sér er yfirleitt ekki mikið mál að fara í næsta útibú og fá það. Eftir það á notkunin á PINinu eftir að aukast svo mikið að það verður ekki vandamál að muna það hér eftir.
Re: að kvitta með PIN númeri
Man þegar ég var með pabba í London fyrir 3 árum þá var þetta kerfi í gangi þar líka, finnst ekkert að þessu, man pin númerin mín
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
Þetta er svo einfalt og sniðugt, svo ekki sé talað um öruggt.
Ég var í Glasgow í þrjá daga fyrir 2 vikum síðan, straujaði kreditkortið vilt og galið og strax á fyrsta degi var PIN númerið orðið límt á heilann á mér.
Það er EKKERT mál að muna þetta. Annað eins man maður nú.
Ég var í Glasgow í þrjá daga fyrir 2 vikum síðan, straujaði kreditkortið vilt og galið og strax á fyrsta degi var PIN númerið orðið límt á heilann á mér.
Það er EKKERT mál að muna þetta. Annað eins man maður nú.
Re: að kvitta með PIN númeri
Vildi óska þess að þetta hefði komið fyrir nokkrum árum, kortinu mínu var einu sinni stolið, tæmt og bankinn neitaði að endurgreiða peninginn þrátt fyrir að engin undirskrift væri á kvittununum né ég að versla vörur á upptökunum, ég þakka guði fyrir það að það voru eingöngu 15.000kr á kortinu en samt auðvita mjög súrt. Bankinn gaf mér ástæðu að hann myndi ekki endurgreiða kaupin þar sem ég var of seinn að tilkynna. Hringdi í bankann daginn eftir að ég sá færslurnar, það var of seint.
Ég styð þetta 110%.
Ég styð þetta 110%.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Re: að kvitta með PIN númeri
samt svo seint, ég vill fá Google Wallet!
{AMD Ryzen 5 5600x | RTX3070 | 16GB DDR4 | G7 32" & G9 49" }
Re: að kvitta með PIN númeri
Ég styð þetta.
Það væri auðvitað best
arnif skrifaði:samt svo seint, ég vill fá Google Wallet!
Það væri auðvitað best
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
hvernig í ósköpunum er hægt að fara aldrei í hraðbanka á nokkrum árum ??
en já, það er ekki einsog það sé flókið að muna 4 stafa pin númer.
en já, það er ekki einsog það sé flókið að muna 4 stafa pin númer.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: að kvitta með PIN númeri
blitz skrifaði:Ísland 10 árum á eftir
haha já, eins og með svo margt annað, er það samt ekki bara hipp og kúl!
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1859
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 218
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
urban skrifaði:hvernig í ósköpunum er hægt að fara aldrei í hraðbanka á nokkrum árum ??
en já, það er ekki einsog það sé flókið að muna 4 stafa pin númer.
það er nú verið að skipta yfir í 6
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
Nariur skrifaði:urban skrifaði:hvernig í ósköpunum er hægt að fara aldrei í hraðbanka á nokkrum árum ??
en já, það er ekki einsog það sé flókið að muna 4 stafa pin númer.
það er nú verið að skipta yfir í 6
hvar í ósköpunum hefur það komið fram ??
og ef svo er, þá er nú ekki erfitt að muna 6 stafa tölu heldur.
meina, menn muna símanúmer, sem að ef að ég man rétt eru 7 stafir, jafnvel kennitölur hjá öðrum en sjálfum sér.
margir muna IP töluna sína, og enn aðrið kreditkorta númerið.
4 eða 6 stafir, hvort sem að það er, það er ekkert mál að muna þetta, hvað þá ef að fólk fer að nota þetta regluelga.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: að kvitta með PIN númeri
Styð þetta 100%. Í dag athugar enginn starfsmaður kortið eins vel og hann á að gera samkvæmt reglum, enda held ég því miður að viðskiptavininum myndi finnast það vantraust að hálfu afgreiðslumannsins ef hann væri að bera saman bæði mynd og undirskrift einstaklingsins, þó svo allur sé varinn góður.
Þetta er löngu tímabært og vonandi tekur ábyrgðina af verzlununum, ef einhver tók kortið þitt og veit pin-númerið, þá er það einfaldlega þú sem ert bjáni.
Þetta er löngu tímabært og vonandi tekur ábyrgðina af verzlununum, ef einhver tók kortið þitt og veit pin-númerið, þá er það einfaldlega þú sem ert bjáni.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1859
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 218
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
urban skrifaði:Nariur skrifaði:urban skrifaði:hvernig í ósköpunum er hægt að fara aldrei í hraðbanka á nokkrum árum ??
en já, það er ekki einsog það sé flókið að muna 4 stafa pin númer.
það er nú verið að skipta yfir í 6
hvar í ósköpunum hefur það komið fram ??
og ef svo er, þá er nú ekki erfitt að muna 6 stafa tölu heldur.
meina, menn muna símanúmer, sem að ef að ég man rétt eru 7 stafir, jafnvel kennitölur hjá öðrum en sjálfum sér.
margir muna IP töluna sína, og enn aðrið kreditkorta númerið.
4 eða 6 stafir, hvort sem að það er, það er ekkert mál að muna þetta, hvað þá ef að fólk fer að nota þetta regluelga.
ég var nú ekki að meina þetta þannig að það ætti að vera mikið erfiðara að muna númerið. Annars fékk ég nýtt debetkort fyrir mánuði síðan og ég átti að velja 6 stafa PIN.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
Það eru tvö mismunandi PIN í gangi
- * Korta PIN-ið (4 stafir) sem þú notar útí búð
* Rafræn skilríki PIN (6 stafir, þar af 4 fyrstu notaðir í auðkenningu en allir í undirritun).
-
- Kóngur
- Póstar: 6377
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 459
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
þegar ég fór í bankann að ná í nýtt kort þá er enþá 4 stafa pin fyrir hraðbanka, en 6 stafa pin fyrir rafræn skilríki.
hvort pin væri notað á svona dóti ? er það ekki bara 4 stafa hraðbanka pinnið ?
hvort pin væri notað á svona dóti ? er það ekki bara 4 stafa hraðbanka pinnið ?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
worghal skrifaði:þegar ég fór í bankann að ná í nýtt kort þá er enþá 4 stafa pin fyrir hraðbanka, en 6 stafa pin fyrir rafræn skilríki.
hvort pin væri notað á svona dóti ? er það ekki bara 4 stafa hraðbanka pinnið ?
Það er allavegna 4-pin allstaðar erlendis sem ég veit um.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
-
- Kóngur
- Póstar: 6377
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 459
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
hsm skrifaði:worghal skrifaði:þegar ég fór í bankann að ná í nýtt kort þá er enþá 4 stafa pin fyrir hraðbanka, en 6 stafa pin fyrir rafræn skilríki.
hvort pin væri notað á svona dóti ? er það ekki bara 4 stafa hraðbanka pinnið ?
Það er allavegna 4-pin allstaðar erlendis sem ég veit um.
veit það, en ísland þarf alltaf að vera eitthvað öðruvísi.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 921
- Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
- Reputation: 0
- Staðsetning: Keflavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: að kvitta með PIN númeri
worghal skrifaði:hsm skrifaði:worghal skrifaði:þegar ég fór í bankann að ná í nýtt kort þá er enþá 4 stafa pin fyrir hraðbanka, en 6 stafa pin fyrir rafræn skilríki.
hvort pin væri notað á svona dóti ? er það ekki bara 4 stafa hraðbanka pinnið ?
Það er allavegna 4-pin allstaðar erlendis sem ég veit um.
veit það, en ísland þarf alltaf að vera eitthvað öðruvísi.
Það hlýtur að þurfa að vera samhæft við það sem gengur og gerist erlendis, annars mundu ferðamenn lenda í vandræðum hér á klakanum.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
Re: að kvitta með PIN númeri
worghal skrifaði:hsm skrifaði:worghal skrifaði:þegar ég fór í bankann að ná í nýtt kort þá er enþá 4 stafa pin fyrir hraðbanka, en 6 stafa pin fyrir rafræn skilríki.
hvort pin væri notað á svona dóti ? er það ekki bara 4 stafa hraðbanka pinnið ?
Það er allavegna 4-pin allstaðar erlendis sem ég veit um.
veit það, en ísland þarf alltaf að vera eitthvað öðruvísi.
Þú notar hraðbanka PIN númerið í þetta POS dót. Rafræn skilríki er annað batterí.