
Ég get kveikt strax á henni aftur og allt er eðlilegt.
Ég er búinn að lesa eitthvað um að þetta gæti verið hitavandamál, svo ég downloadaði einhverju sem heitir "Real Temp" og
samkvæmt því er hitinn að fara mest í 67°C. (ef ég er að gera þetta rétt)
Tölvan er nýuppsett svo það er ekkert ryk í henni og auðvitað nýtt kælikrem.
Hún virðist vera alveg í topp standi nema þegar ég spila Dirt2.
Þetta er frekar pirrandi þar sem þetta er eini leikurinn sem ég nenni að spila núna og þá er tölvan með stæla.
Hvað haldið þið? Og hvað ætti ég að athuga nánar?
CPU: E8400
RAM: 4Gb DDR3
Graphics: ATI Radeon HD 4800 Series
Windows 7 64bit
Ég veit ekki nafnið á kælingunni, en hún er stór og ætti að ráða við þetta.
Öll hjálp vel þegin.