depill skrifaði:Snuddi skrifaði:Ég ætla nú að lýsa smá óánægju með hringdu.is núna, hvort sem hún á rétt á sér eða ekki.
Netið hefur verið hoppandi inn og út síðustu 7-10 daga, sjónvarpið laggað ofl. Ég er meira að segja búinn að slökkva á wi-fi í iPhone því oftar en ekki þá virkaði netið hvort eð er ekki og þá bara þægilegra að hafa öruggt 3G net en böggað wi-fi.
Síðan hringdi ég í gær, beið í 23 mínútur á hold með sama súra lagið á repeat, og kaldhæðnin í því er að lagið hét slow motion og var líklega samið af doors í sinni mestu vímu. Jú loksins fékk ég samband, og þá viðurkenndi hann að hann væri einn á þjónustuborðinu. Og svörin voru, að ég þyrfti að tala við símann útaf lagginu sjónvarpinu, og hann ætlaði að senda fyrirspurn á símann vegna internetsins........semsagt, engin svör og allt í höndum Símans enn og aftur. Jú ég spara mér einhverja þúsundkalla á að vera hjá þeim, en þeir eru greinilega éttnir upp í þjónustu leysi.
Jæja best að fara finna uppá afsakanir. Ég er nú ekki ánægður með að sama lagið hafi verið á repeat og mun kíkja á það í símstöðinni. Við erum núna að spila diskinn hans Daníel Ágústar "The Drift" og hann á að vera spila í loopu. Eins og staðan er í dag að þá er yfirleitt einn mannaður frá 18 - 22 hjá okkur. Það stendur hins vegar til bóta og ja vonandi er starfsmaðurinn að fara hefja störf hjá okkur strax á mánudaginn sem mun gera það að verkum að það verði eingöngu ein mannaðar milli 20-22. Við samt yfirleitt fylgjumst frekar vel með queuinu og reynum að grípa inní ef að langur biðtími kemur upp. Það gerast hreinlega mistök allstaðar en leiðinlegt þegar fólk lendir í þeim.
Ég hins vegar sé að þú ert með ZyXEL router frá okkur á móti tengingunni. Miðað við tenginguna þína gæti vandamálið verið að spilast þar inní að villuvörn sé að hafa áhrif á línuna þína og þeir spila ekki alltof vel með henni. Endilega komdu við hjá okkur og sóttu í Edimax router hjá okkur, ennfremur ætti það að hafa góð áhrif á þráðlausa netið þitt þar sem þeir eru jafnframt n150.
Ég vill ennfremur stressa hér að 23 mínútna bið er sem betur fer hjá okkur mjög sjaldan yfir daginn, þótt að það komi upp. Við erum hins vegar að stefna að því núna að klára opnun á nýjum vef sem innifelur ticketing kerfi ( sem sumir kúnnar okkar hafa fengið smjörþefin af og reynist mjög vel ) og live chat sem vonandi gerir þetta ánægjulegra. Ennfremur get ég kætt ADSL 100 GB kúnnana okkar að frá og með deginum í dag hefur gagnamagnið verið aukið úr 100 GB uppí 150 GB.
Takk fyrir svarið, ég mun kíkja til ykkar og skipta út routernum og sjá hvort það hjálpi ekki. Ég veit það geta alltaf myndast álagspunktar, en oftast lagast ekki hlutir nema fólk /stjórnendur viti af þeim.