Driver vandamál með GT540M


Höfundur
reliantinn
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 02. Jún 2011 22:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Driver vandamál með GT540M

Pósturaf reliantinn » Fim 02. Jún 2011 23:15

Mér skilst að sé búið að vera einhvað vandamál með að installa driverunum fyrir þessa seríu eða þ.e.a.s efað þú ert með þetta á notebook lappa.

Ég hef nýverið keypt mér tölvu hjá tölvutækni Asus K53SV-a1 og þegar ég kom heim og setti hana upp og prófaði að fara í einhverja leiki þá virkar skjákortið ekkert, eða ég er bara að spila á skjástýringunni. Þannig ég fer á nvidia.com og prófaði installa nýjasta drivernum fyrir kortið og þá segir installið "This NVIDIA graphics driver is not compatible with this version of windows" .. ég endurtek að ég pottþétt installaði réttum driver,,

Allavega, þá fer ég á google og tjekka á því hvað vandamálið er og kemst að því að þarf víst að modifya installið einhvernveginn til þess að það kannist við skjákortið mitt. Ég fer mjög vandlega eftir leiðbeiningum(http://www.technoish.com/how-to/fix-lat ... -notebook/) sem að ég finn á netinu þar sem þetta virðist vera frekar algengt og er alveg frekar auðveld lausn á þessu en þetta virtist ekki virka hjá mér.. þannig í örvæntu minni fer ég og googla meira, finn allskonar leiðir til að laga þetta og _EKKERT_ virkar.. er búinn að downloada öllum útgáfum af driverum og prófa installa þeim, búinn að modifya sjálfur, búinn að downloada fyrirfram modifyuðum fileum til þess að prófa þetta en ekkert virkar.
Ég er eiginlega bara búinn að gefast upp á þessu og sárvantar einhvað legend til að stíga upp og leysa þetta vandamál mitt

Þá á nú ekki að skipta neinu máli en ég er ekki með upphaflega "Windows installation disc" þar sem ég hef formattað og sett upp nýtt stýrikerfi(win7/64bit) og ég finn ekki nvidia control panelinn þegar ég hægriklikka á desktopið.

Efað einhver nennir að standa í því að redda þessu fyrir eða jafnvel veit einhvað um þessa seríu af skjákortum eða hefur lent í einhverju svipuðu og er með einhverja lausn á þessu endilega að tala við mig :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Driver vandamál með GT540M

Pósturaf Klemmi » Fim 02. Jún 2011 23:17

Mæli nú bara með því að renna með tölvuna til okkar og skilja hana eftir í smá stund, hef enga trú á öðru en að við getum fundið útúr þessu fyrir þig :)




Höfundur
reliantinn
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 02. Jún 2011 22:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Driver vandamál með GT540M

Pósturaf reliantinn » Fim 02. Jún 2011 23:24

Hehe jámm, hvað helduru verðið fyrir að laga þetta sé ?

frekar ergilegt að geta aldrei formatta vélina sína nema fara með hana í viðgerð til að fixa sama vandamálið hehe :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Tengdur

Re: Driver vandamál með GT540M

Pósturaf Klemmi » Fim 02. Jún 2011 23:27

Þetta er glæný vél, ég held við séum nú ekkert að fara að rukka þig fyrir þetta ;)

*Bætt við* Varstu annars búinn að sækja þennan driver og prófa? http://www.driverlot.com/nvidia_27061_n ... asus_.html




Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Driver vandamál með GT540M

Pósturaf Bioeight » Fös 03. Jún 2011 00:30

Vandamálið virðist vera að nvidia.com driverarnir styðja ekki tölvur sem eru með bæði intel graphics og nvidia. Þarft þá að downloada beint frá asus.com eða einhverju eins og Klemmi bendir á.

http://support.asus.com/Download.aspx?SLanguage=en&m=K53SV&p=3&s=295 - VGA driverarnir sem eru hér ættu að virka. Eina ástæðan til að vera að modda drivera er bara ef þú ert með laptop frá framleiðanda sem uppfærir ekki reglulega drivera hjá sér(eins og mín skemmtilega Toshiba). Þá þarf maður alltaf að modda driverana sem koma frá nvidia og AMD, þú ættir ekki að þurfa að gera það ef Asus vinna vinnuna sína.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3