Mér finnst að þetta ætti að fara í átvr í staðinn.
Styð að banna að reykja í almenningsgörðum og baðströndum, fínt að vera á austurvelli án þess að hafa sígarettureyk yfir sér.
Styð að banna að reykja meðan maður keyrir, oft búinn að lenda í veseni þar sem einhverjir vitleysingar eru að kveikja sér í rettu og hafa ekki þann hæfileika að gera það á sama tíma og þau stýra bílnum.
Sammála að banna að reykja hjá óléttum konum.
Ekki sammála að það eigi að banna fólki að reykja í fjölbýli. Ef ég byggi í fjölbýli og það væri að trufla mig sígarettureykur frá annarri íbúð myndi ég einfaldlega tala við fólkið og reyna að redda einhverri lausn þannig eða fara í húsfélagið ef það væri eitthvað vesen.
Annars skil ég ekki alveg afhverju er verið að tengja þetta við forræðishyggju stjórnvalda, heilsugæslukerfið er að mestu leyti borgað af ríkinu og mér finnst ekkert gaman að skattarnir mínir fari í að borga fyrir að hjálpa fólki sem viljandi skemmir heilsu sína. Auk þess verða vinnuveitendur fyrir gífurlegu tjóni í veikindadögum og slíku vegna fólks sem reykir.
Ég styð ekki beint bann við nikótíngjöfum eins og rettum og munntóbak o.s.frv. en mér finnst alveg eðlilegt að vinna sig hægt í áttina að því að minnka þetta hér á landi.
Svo finnst mér reyndar hugmynd blitz alveg ágæt, mér finnst það hálfgerð vitleysa að við séum tilbúin að vernda íslenska framleiðslu frekar en að bæta heilsu íslendinga með því að lækka vöruverð á hollum mat. Ég held að fólk muni ekkert hætta bara að kaupa þetta gómsæta íslenska lamb (allavega er ég mun frekar til að kaupa það heldur en innflutt kjöt) þótt það hækki aðeins í verði, mér finnst bara alveg ágætt að borga aðeins meira fyrir gæða vöru.
Ég googlaði annars kostnað vegna reykinga og fann
þessa rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem var gerð fyrir lýðheilsustöð (kannski ekki alveg hlutlaus aðili en samt sem áður gerð af menntuðu fólki í HÍ)
Svo hef ég reyndar aldrei skilið þennan heilaga rétt fólks sem reykir að fá pásu alltaf reglulega á vinnustöðum, enda hef ég yfirleitt tekið lengri matarhlé þegar ég er að vinna með fólki sem fer út að reykja á klukkutíma fresti. Þegar fólk segir eitthvað minni ég það bara á þessar 5-10 mín hér og þar sem fólk fær yfir daginn til að reykja.