fallen skrifaði:Skilgreiningin á kynslóð er svo óljós fyrir þér að það þýðir að spádómur Jesú sé sannur? Þú villt kalla þetta útskýringar, en ég sé ekkert nema afsakanir. Það verður bara að vera þannig. Ég sé engann mun á þessum "spádómum" og hreinni tilviljun ef það er hægt að útskýra þetta allt með svona aðferðum. "Æji þetta gæti gerst eitthverntímann, þú verður bara að trúa mér." ... Well, nei takk.
Þú getur náttúrulega blaðrað endalaust um samhengi, sem er náttúrulega fyrsta vörn allra þeirra sem reyna að verja þessi skrif, því þegar einhver segir eitthvað orðrétt þá þýðir það eitthvað allt annað. Ætti heilagur andi, leiðsögumaður þeirra sem skrifuðu þessa bók, ekki að geta komið hlutunum betur frá sér? Það mætti halda að einhverjir kallar væru að skrifa þetta upp eftir kjaftasögum. Ha.
Ég gerði náttúrulega reginmistök í byrjun með því að vitna í biblíuna og láta sem svo að ég tæki eitthvað mark á henni. Tek það á mig.
Fagmannlegt skot hjá þér með að efast um vitsmuni mína með því að setja útskýringuna í svigann. Ég hélt að það væri betra að forðast að fullyrða um vitsmuni annarra, þó svo þú farir lúmskt með fullyrðinguna þína. Passive-aggressive much?
"Þið hin" meigið fara eftir því sem ykkar eigin vitsmunir og skynsemi (eða skortur þar á) knýr ykkur til að fara eftir. Ég hef aldrei bannað neinum á að trúa yfirnáttúrulegum ævintýrasögum, aðeins gefið mitt álit á því hvað mér fyndist um það. Ég hef aldrei séð neina ástæðu til þess að trúa hlutunum í þessari bók, þess vegna sé ég enga ástæðu til að aðrir geri það.
Mér þykja þetta frekar sundurleit skrif hjá þér og meira tilraun til að fjalla samhengislaust um skrif mín rétt eins og þú ert búin að vera gera hingað til með Biblíuna í þeim tilgangi að reyna að sanna fyrir okkur hinum að hún sé ómerkilegt rit sem ekki sé mark takandi á.
Samhengi er nauðsynlegt í öllum samskiptum. Ef þú neitar að lesa skrif manna í því samhengi sem þau eru skrifuð og tekur þess í stað einn hluta og einn hluta í einu, bætir við þínum skilningi (sem er nær aldrei nákvæmlega sá sami og þess sem skrifar) og dregur ályktanir út frá því, þá verða þær ályktanir nær örugglega rangar.
Samhengi stýrir merkingu, það er alveg sama hvar við horfum á upplýsingar, þær eru merkingarlausar nema þær séu í samhengi. Ef þú lest fræðigrein um t.d. erfðafræði þá er hún bull fyrir þér nema þú skiljir hugtökin og samhengi þeirra. Það þýðir samt engan veginn að hún sé bull.
Hvað varðar að setja útskýringu í sviga þá var meiningin ekki að gera lítið úr vitsmunum þínum og þykir mér leitt ef þú tókst því þannig, ég var að taka dæmi um hvernig orð sem í mörgum kringumstæðum myndi geta átt við um okkur tvo var í annari merkinu og jafnvel hefði verið erfitt að sjá endilega hvora merkinguna ég var að nota. Hins vegar hefði setningin mín e.t.v. verið röng ef ég væri bara að tala um okkur tvo enda gætu verið hlutir frá hvorum okkar sem hinn hefur ekki séð áður þó aðrir hafi gert það. Ég var semsagt að koma fram pælingu minni á þennan máta.
En svo að þú hafir það skriflegt frá mér á óyggjandi hátt þá efast ég ekki um að vitsmunir þínir eru talsverðir og þú ert ábyggilega skarpskyggn og skýr í hugsun. Það að maður sjái ekki visku í skrifum annara er jafnan ekki vegna vangetu heldur lítils vilja
Að lokum er ég afar feginn að það hafi ekki komið heimsendir enda gæti ég þá ekki átt í þessum skemmtilegu skoðanaskiptum núna við þig