Pósturaf AntiTrust » Mán 16. Maí 2011 23:04
Að drekka kók sem preworkout drykk er hræðilega vitlaust (.. að drekka kók yfirhöfuð er hræðilega vitlaust). Þyrftir líklega að drekka fleiri lítra til að fá desired magn af koffíni, og fokka blóðsykurnum þínum í leiðinni.
PreWorkout drykkir eru líka oft mikið meira en bara koffín. Uppáhalds Pre og during workout drykkurinn minn er Amino Energy frá On. Free-Form amínósýrur, Beta-Alanine, Koffín, Green Tea og ýmis extracts.
@Íslendingur
Já, steralaus, hef, er og verð það alltaf, þeas. natural bodybuilder. Finnst alveg rosalega leiðinlegt hvernig fitness samfélagið er hérna heima, alltof lítið af mönnum teknir í prufur, og margir að stera sig upp á milli móta, sem drepur algjörlega viljann hjá okkur all natural gaurunum í að taka þátt. Vantar alveg keppni hérna heima undir WNBF (World Natural Bodybuilding Federation).
Annars þarf ég að éta merkilega lítið, kcal lega séð til halda mér við, og í rauninni til að stækka. Ef ég ét maintainance magn af kcal þá stækka ég. Undafarnar 12 vikur hef ég verið að grenna mig og kem til með að halda því áfram næstu mánuði, hægt og rólega til að minimize-a vöðvamissi eins og ég get. Lykilatriðið er að macro-nutrients séu rétt. Matarræðið sem ég fylgi er ca 60% prótín, 25% kolvetni og 15% fita. Passa líka að máltíðir séu rétt tímasettar, borða langmest í kringum æfingar til að hámarka nýtni, svo passa ég alla kolvetna inntöku eftir seinnipartinn. Helsta kjötið sem ég ét er lean beef eða kjúklingur/kalkúnn, og sætar kartöflur eða brún grjón með. Nóg af grænmeti auðvitað með. Síðan ég byrjaði á þessum workout cycle sem ég er í núna þá hef ég verið að borða 8-900kcal undir maintainance gildum og það hefur skilað sér fínt fyrir mig. Svo tek ég einn high kcal/high carb dag í viku til að jumpstarta brennslunni, er að víxla því út núna fyrir aðrahverja viku.
Annars snerti ég ekki áfengi né tóbak, það tekur líkamann ca viku að ná fyrri virkni eftir eitt fyllerí, og skemmir svo mikið fyrir sérstaklega í líkamsrækt að það er bara ekki til í myndinni hjá mér.