Vandi með Onkyo magnara og HDMI throughput


Höfundur
akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Vandi með Onkyo magnara og HDMI throughput

Pósturaf akarnid » Mán 16. Maí 2011 14:07

Sælir


Ég var að að setja upp Onkyo magnara (Onkyo TX-SR308) með 5 Jamo hátölurum. Eftir að hafa tengt magnarana þá tengdi ég PS3 via HDMI í eitt inputið á honum og svo aðra HDMI snúru í HDMI out og upp í sjónvarpið, svissaði svo yfir á það og spilaði einn leik og fékk hljóð úrt öllum 5 hátölurunum og var bara nokkuð sáttur. Síðan skellti ég Bluray á (Matrix) og spilaði hann, þá kom hljóð úr fram- og miðjuhátalarnum en ekki bakhátölurunum. Svo prófaði ég að hækka hljóðið aðeina ogþá heyrðist lágvær smellur og hljóðið og myndin datt alveg út og kom ekkert aftur. Núna fæ ég ekkert hljóð eða mynd þegar ég tengi þetta svona. Hvað gæti hafa gerst? Sprengdi ég eitthvað öryggi í honum sem nixar throughput-ið? Hafið þið lent í svipuðum vanda?

Ath ég hef ekki prófað að leiða sándið með optical úr PS3 yfir í magnarann. Það er alveg flawless beint úr PS3 í sjónvarpið en ekki þegar ég færi þetta gegnum magnarann. Þá kemur ekkert.

Any ideas?