United MMP 9530 stærð á diskum


Höfundur
sunna22
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf sunna22 » Mán 16. Maí 2011 07:43

Halló ég er að leita mér af MJÖG ÓDÝRUM tv-flakkara. Ég geri ekki miklar kröfur. Og ég fann þennan. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4758. En ég er að reyna finna hvaða stærð á diskum hann tekur. T.d hérna er talað um allt af 750 gb. http://www.tech.is/?id=775&page=2. En svo hérna er talað um upp í 2 tb disk http://tl.is/vara/18744. Þannig að maður veit ekki hvað er rétt af þessu. Ef einhver á svona og veit með vissu hversu stór er hægt að nota. Værri æði ef hann vildi deila því hér. P.S það er talað um að formata hann í fat 32. En það hlýtur að vera hægt að hafa hann í NTFS. Annars er mikil vinna framundan að converta myndum. En svo kom þessi flakkari til greina. http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6454. En hinn er ódýrari og eins og ég seigi geri ég ekki miklar kröfur. Bara að hann virki. Sorry hvað þetta er mikil langloka. En ég vona eftir svari helst á eftir því stefnan er tekin á að kaupa hann í dag :sleezyjoe


BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf mundivalur » Mán 16. Maí 2011 09:21

Það passa allir 3.5 sata2 diskar í þetta rusl,allavegna að 2terrab.
Ég get bara alls ekki mælt með þessum kaupum miðað við alla United flakkarana sem ég hef komið nálægt.
Hann á eftir að kosta þig meira en góður flakkari í böggi og bensín kostnaði :megasmile




Höfundur
sunna22
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf sunna22 » Mán 16. Maí 2011 09:53

Okey ef hann er svona hræðilegur. Þá fer maður að skoða einhverja aðra. En vestu um einhverja tv-hýsingu eða flakkara SEM ERU ÓDÝRIR. En eru betri. Mér finnst allar þessar hýsingar svo hryllilega dýrar. Það hlýtur að vera hægt að fá þokkalega hýsingu á normal verði.Ég bara finn hana ekki nema þessa united mmp 9530.


BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf mind » Mán 16. Maí 2011 11:05

Það eru í raun ekki til mjög ódýrir tv flakkarar í þeim skilningi, það eru tollagjöld á þessu sem og mp3 spilurum sem sjá til þess að þetta er alltaf töluvert dýrara en þarf að vera.

Hámarksstuðningur við stærð harða diska á þessum flökkurum ætti vera 2tb.

Já það er hægt að formatta í ntfs(fat32 virkar bara líka í mac og eldri stýrikerfum) á meðan ntfs styður stærri skrár en 2gb.

Hef reyndar ekki lent í svona miklum vandamálum eins og mundivalur með united flakkara(reyndar hef ég ekki neitt prufað dýrari útgáfuna)
Helsta sem ég myndi kvarta yfir væri að þeir eru frekar einfaldir og spila ekki allar skrár, en á móti kemur að hann er nú ekki beint dýr.




Höfundur
sunna22
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf sunna22 » Mán 16. Maí 2011 19:46

Maður kannski skelli sér á united-flakkarann. Ég meina það er varla mikið í húfi ef hann klikkar. Svo eru mjög skiptar skoðanir. Sumir segja þetta séu mjög góðir flakkarar fyrir þennan penning. Svo segja sumir að þetta sé bara drasl. Þannig maður lætur kylfu ráða kasti. 7-9-13 :sleezyjoe


BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf Klemmi » Mán 16. Maí 2011 20:43

sunna22 skrifaði:Maður kannski skelli sér á united-flakkarann. Ég meina það er varla mikið í húfi ef hann klikkar. Svo eru mjög skiptar skoðanir. Sumir segja þetta séu mjög góðir flakkarar fyrir þennan penning. Svo segja sumir að þetta sé bara drasl. Þannig maður lætur kylfu ráða kasti. 7-9-13 :sleezyjoe


Ég er að sjálfsögðu ekki hlutlaus í þessu máli, við seljum þessa United flakkara.
Þetta eru ódýrir flakkarar sem gera það sem þeir eiga að gera, en ekkert meira en það, sjálfur átti ég svona flakkara í 1 og hálft ár og hann virkaði fínt, gaf þá kærustunni hann því ég keypti mér tölvu við sjónvarpið í staðin og hann hefur verið að virka fínt hjá henni.

Hér er listi yfir kosti og galla að mínu mati:

Kostir:
Einfaldur
Viftulaus/gott sem hljóðlaus, heyrist bara hljóð frá harða disknum sjálfum.
Ódýr
Þæginlegir takkar á fjarstýringu (ótrúlegur kostur eftir að hafa prófað IcyBox fjarstýringar...)
Korta og USB-lykla lesari
Lítill og léttur
HDMI tengi
Lág bilanatíðni

Gallar:
Þarft að miða fjarstýringunni nokkurn vegin beint á flakkarann til að hann skynji það.
Á það til að frjósa stundum eftir að hann hefur verið settur á pásu í langan tíma, þ.e.a.s. það langan tíma að hann slekkur á harða disknum í millitíðinni.
Ekki skemmtilegasta viðmót í heimi



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf mundivalur » Mán 16. Maí 2011 21:29

Smá til baka!

Gallar:

Á það til að frjósa stundum eftir að hann hefur verið settur á pásu í langan tíma, þ.e.a.s. það langan tíma að hann slekkur á harða disknum í millitíðinni.
Þetta er mjög algengt á þessari græju!

Þetta finnst mér vera galli !
Viftulaus/gott sem hljóðlaus, heyrist bara hljóð frá harða disknum sjálfum.
Það hefur nefnilega eitthvað um að harðidiskurinn sé að fara í þessu

En fínn ef maður hefur ekki prufað betra :idea:




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf Klemmi » Mán 16. Maí 2011 23:57

mundivalur skrifaði:Smá til baka!

Gallar:

Á það til að frjósa stundum eftir að hann hefur verið settur á pásu í langan tíma, þ.e.a.s. það langan tíma að hann slekkur á harða disknum í millitíðinni.
Þetta er mjög algengt á þessari græju!

Þetta finnst mér vera galli !
Viftulaus/gott sem hljóðlaus, heyrist bara hljóð frá harða disknum sjálfum.
Það hefur nefnilega eitthvað um að harðidiskurinn sé að fara í þessu

En fínn ef maður hefur ekki prufað betra :idea:


Hiti hefur ekki verið vandamál með þá diska sem við höfum notað í þessar hýsingar, enda reynum við að velja low power diska í þetta bæði vegna minni hávaða og hitamyndunar.
Diskarnir keyra kaldar í þessari hönnun heldur en plastboxi með lítilli 20-40mm viftu eins og margir flakkaraframleiðendur kjósa að nota ](*,)

Annars höfum við verið með margar týpur af flökkurum, dVico, Mvix, Sarotech, Argosy og IcyBox svo einhverjir séu nefndir og hefur dVico komið bezt út hvað varðar bilanatíðni en þar á eftir United. Einnig finnst mér dVico lang skemmtilegustu og veglegustu flakkararnir en þeir eru líka í allt öðrum verðflokki.

Auðvitað er það galli að flakkararnir frjósi eftir að hafa verið sett á pásu og skrítið að United séu ekki komnir með lausn á þessu.

Ég er ekki að segja að þetta séu beztu flakkarar í heimi, ef þú vilt fá alvöru flakkara að þá kaupirðu þér dVico. Ef þig vantar annars eitthvað ódýrt og einfalt er þetta ekki slæm fjárfesting að mínu mati.




Höfundur
sunna22
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: United MMP 9530 stærð á diskum

Pósturaf sunna22 » Þri 17. Maí 2011 00:43

Ég á nú þennan flakkara http://www.tvix.co.kr/ENG/products/PVRR2230.aspx. Og búin að eiga hann ca rúmt ár. Hann er búin vera með tóm vandræði. Ég er að hugsa um hvort ég á að fara með hann einu sinni en í viðgerð. Þannig að ég hef ekki góða reynslu af þeim :pjuke


BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST