ps3 red light of death


Höfundur
stjani11
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Lau 29. Jan 2011 13:59
Reputation: 2
Staða: Tengdur

ps3 red light of death

Pósturaf stjani11 » Fös 13. Maí 2011 20:07

Ég var að pæla hvort einhver hérna hefði lent í þessu með tölvuna sýna og hvort þið hafið þá prófað þetta fix http://www.youtube.com/watch?v=4_Ic1_TY-GU
hefur einhver náð að laga hana svona og hvar er hægt að fá no clean liquid flux á íslandi?




Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf Jim » Fös 13. Maí 2011 20:24

Þú ert víst að meina yellow light of death, ekki red : )



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf Hargo » Fös 13. Maí 2011 20:31

Eiga ekki Íhlutir í Skipholti no-clean flux? Finnst það allavega líklegt...




zulupark
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 17:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf zulupark » Fös 13. Maí 2011 21:26

ég lenti í þessu. las mér aðeins til um þetta, skellti mér í byko og keypti hitabyssu, skrúfaði vélina í sundur og reflowaði bæði CPU og GPU. hreinsaði OEM kælikremið, setti arctic silver og svo allt saman uppá nýtt. hefur virkað vel fyrir mig síðan. Tek samt fram að náungi sem ég þekki gerði nákvæmlega það sama en hans viðgerð entist bara í viku (mín er komin á þriðja mánuð og enn í lagi).



Skjámynd

Hj0llz
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 25. Sep 2009 19:01
Reputation: 1
Staðsetning: Glued To My Chair!
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf Hj0llz » Fös 13. Maí 2011 23:30

það er einmitt algjörlega happa/glappa hvað þessar viðgerðir endast..sumir eru heppnari en aðrir



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf Hargo » Lau 14. Maí 2011 00:12

Mín reynsla er að ef þú gerir þetta rétt, notar flux við reflowið, skiptir um kælikrem og setur eitthvað gott stuff í staðinn, beygir spangirnar aðeins meira sem þrýsta heatsinkinu á CPU og GPU þá endist þetta yfirleitt vel.

Mín er komin yfir árið, hef tekið nokkrar fyrir félagana líka og þær hafa allar heppnast vel.

Um að gera hjá þér að prófa þetta og sjá hvernig til tekst. PS3 móðurborðin þola það líka vel að fara inn í ofn ef þú ert smeykur við hitabyssuna. Þá færðu jafnari hita, 10 mín við 185°C á blæstri og þú ert góður.




Höfundur
stjani11
has spoken...
Póstar: 193
Skráði sig: Lau 29. Jan 2011 13:59
Reputation: 2
Staða: Tengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf stjani11 » Lau 14. Maí 2011 00:37

Hargo skrifaði:Mín reynsla er að ef þú gerir þetta rétt, notar flux við reflowið, skiptir um kælikrem og setur eitthvað gott stuff í staðinn, beygir spangirnar aðeins meira sem þrýsta heatsinkinu á CPU og GPU þá endist þetta yfirleitt vel.

Mín er komin yfir árið, hef tekið nokkrar fyrir félagana líka og þær hafa allar heppnast vel.

Um að gera hjá þér að prófa þetta og sjá hvernig til tekst. PS3 móðurborðin þola það líka vel að fara inn í ofn ef þú ert smeykur við hitabyssuna. Þá færðu jafnari hita, 10 mín við 185°C á blæstri og þú ert góður.



ertu alveg viss með ofninn? gaurinn í videoinu segir að maður eigi alls ekki að gera það



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf Hargo » Lau 14. Maí 2011 10:42

Hef bakað fimm PS3 móðurborð með flux og þær eru enn allar í gangi í dag, þar á meðal mín. Forhitar ofninn í 185°C, skellir svo móbóinu inn í 10mín, slekkur á ofninum, setur rifu á hurðina og lætur kólna.

Mundu bara að taka CMOS batteryið úr :)




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf biturk » Lau 14. Maí 2011 11:42

f hverju eru menn ekki löngu farnir að skipta um krem og breita heatsinkinu áður en þær ofhitna og deyja :shock:


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf axyne » Lau 14. Maí 2011 14:09

Er gæinn í vídeóinu að rífa vélina í sundur ofan á teppi :shock:


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6398
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: ps3 red light of death

Pósturaf worghal » Lau 14. Maí 2011 14:09

axyne skrifaði:Er gæinn í vídeóinu að rífa vélina í sundur ofan á teppi :shock:

því miður já ](*,)


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow