Ákvað í kjölfarið að lesa Dóminn
Við ákvörðun refsingar verður talið að ákærðu eigi sér engar málsbætur og verður að líta á brot ákærðu að mestu sem samverknað án nokkurs réttmæts tilefnis. Ákærðu er báðir fulltíða menn með hreint sakavottorð.
Þykir refsing ákærða Sigurðar hæfilega ákveðin 45 daga fangelsi sem rétt þykir að skilorðsbinda til tveggja ára eins og nánar greinir í dómsorði ekki síst vegna þess hve langt er síðan rannsókn málsins lauk en henni lauk á vordögum 2009.
Þykir refsing ákærða Stefáns Ágústs hæfilega ákveðin 30 daga fangelsi sem rétt þykir af ofangreindum ástæðum að skilorðsbinda til tveggja ára eins og nánar greinir í dómsorði.
Mér finnst þeir sleppa alltof auðveldlega frá þessu !
hefðu auðveldlega getað drepið manninn ef það hefði ekki verið fólk sem veitti honum hjálp.
það er klárlega eitthvað að þessu fólki og það þarf að veita því aðstoð, ekki klappa því á bakið og segja "ekki gera þetta aftur" 2 árum eftir verknaðinn