Langt síðan ég póstaði hér en núna gæti ég þegið ykkar hjálp

Ég er að taka þátt í forritunarkeppni hjá fyrirtækinu Atlassian sem meðal annars selur JIRA, Concluence og fleiri vinsælar vörur fyrir hugbúnaðarhús. Keppnin felst í því að senda inn viðbót fyrir einhverja af þeirrra vörum. Fyrstu verðlaun eru ekki af verri endanum eða $15K. Það væri hægt að kaupa nokkrar tölvur fyrir það! (ég er reyndar að standa í þessu til að geta borgað út 20% í minni fyrstu íbúð).
Ég hef sent inn mína lausn sem nefnist Jitter og er samskiptaviðbót fyrir JIRA. Hún virkar þannig að hún bætir við "vegg" þar sem notendur geta póstað skilaboðum líkt og á Twitter/Facebook.
Það væri vel þegið ef einhverjir gætu lánað mér 1 mínútu í að fara inn á kosningasíðuna - http://bit.ly/jittervote - og kjósa mig. Það þarf að innskrá sig með Facebook til þess að hver getur bara kosið einu sinni.
Með fyrirfram þökk,
pjesi