blitz skrifaði:Gott verð fyrir hvern? Kaupanda? Eru ekki tveir einstaklingar á bakvið söluna?
Gott verð fyrir báða aðila átti ég við, Ef það var ekki nógu skýrt...
blitz skrifaði:Gott verð fyrir hvern? Kaupanda? Eru ekki tveir einstaklingar á bakvið söluna?
dori skrifaði:Það eru nokkrar hliðar á þessu verðlöggumáli. Ég er satt að segja mjög sammála biturk í þeim efnum. "Tónninn" í skilaboðunum hans, sama hvort hann er vinalegur eða fjandsamlegur, kemst mjög illa til skila á spjallborði og ef þetta er gagnrýni á eitthvað sem fólk hafði sett fram þá tekur það því yfirleitt sem móðgun eða persónulegri árás.
Ég myndi ekki vilja að það væru ekki menn hérna sem þekkja hlutina og gera athugasemdir við söluþræði sem eru ekki alveg í samhengi við raunveruleikann. Ég einfaldlega hef ekki næga þekkingu á sumum vélbúnaði (aðallega skjákort, þau uppfærast bara svo hratt og AMD línan) þannig að ég á erfitt með að bera saman tvo líka hluti með aðeins mismunandi týpunúmeri.
Gott dæmi: tölvan sem ég skrifa þetta á var keypt fyrir tæpum tveim árum núna og kostaði þá morðfjár. 2xGTX275 sem kostuðu 50+ þúsund stykkið. Ef ég ætti að leggja eitthvað bókhaldsdæmi á þetta þá myndi ég setja einhverja fasta prósentu í afföll og reyna svo að fá aðeins meira fyrir það til að geta allavega bakkað niður í "ekki tap" skv. bókunum. Hins vegar er þetta kort 2ja kynslóða gamalt og aðeins lélegra en GTX460 sem kostar um 30 þúsund nýtt. Nema hvað það er kynslóð yngra og styður nýrri tækni (og væri með betri ábyrgð)...
Hugsanlega fyndi ég búð með þessu korti til sölu og þá myndi það væntanlega kosta meira en GTX460 nýtt. Ef ég ætlaði að selja það myndi ég þá linka í það og segja að þetta kostaði kortið nýtt... Ef ekki væri fyrir einhvern sem fylgist með verðlagi og léti vita myndi eitthvað grey þá kannski hugsa að hann væri að fá góðan díl og borga mér alltof mikið.
Það er ekki hægt að vísa í þetta dæmi að þú setjir upp verð og einhver annar ákveði hvort það sé þess virði eða ekki. Kaupandinn þekkir kannski ekki 100% hvað hann er að kaupa (ég nenni ekki að fara í umræðu um hvernig þú eigir ekki að kaupa eitthvað sem þú þekkir ekki en það gerist) heldur vill bara fá aðeins fleiri FPS í tölvuleiknum sínum svo hann finnur sér skjákort/örgjörva/minni sem passar í tölvuna hans, er betra en það sem hann var með og virðist vera góður díll m.v. hvað hluturinn kostar nýr í einhverri búð.
skarih skrifaði:Eruð þið í allvöru sammála því að það sé sanngjarnt fyrir seljanda að 3 aðili komi inn í söluna, án þess að hafa beina hagsmuni af því gagngert bara til að segja að varan sé ekki þess virði sem hún er sett fram sé.
blitz skrifaði:Alveg sjálfsagt eins og dori bendir á að ef einhver er að selja drasl á meira en það kostar nýtt að benda á það, en vörurnar verða að vera sambærilegar. Síðasta dæmi sem ég sá þegar einhver var að selja Dell skjá og þá benti einhver á random-ódýrasta skjá sem var til.