biturk skrifaði:já eða reinumsvindl.is
já keeeyy þannig að þegar notendur eru að reyna að fá almennileg verð fyrir hlutina, þá eru þeir að reyna að svindla á fólki, og þegar verð er skotið niður í langt undir sangjörnu verði þá er það " verðvakt "
coldcut skrifaði:@skarih: ef menn eru að henda fram tölum sem eru alltof lágar að þá er það líka leiðrétt af öðrum notendum. Þetta virkar í báðar áttir
Hef ekki séð það, en kemur á móti að ég er ekki búinn að vera virkur notandi í langan tíma, en það sem ég hef kannski orðið vitni af er ,, Sanngjarnt verð fyrir svona vél " en ekki séð einhvern segja
,,þú getur nú fengið meira fyrir þessa vél en þetta ".
Ekki það að það sé eitthvað viðeigandi, ég tel það bara vera þannig að það sé réttlátast að láta boðin sjálf ráða verðinu.
en ef að augljóslega er verið að svindla á fólki þá sé ekkert að því að kommenta á það, tel það vera heilbrigt og eðlilegt á svona forum.
Kaupandi er ekkert alltaf " litli maðurinn " sem þarf að vernda, stundum eru það seljendur líka.
En ég held að það sé alger óþarfi að búa til regluna " það er bannað að verðlöggast nema að þú sért að bjóða í vöruna " en það má kannski segja " notendur eru beðnir að virða bæði kaupendur og seljendur og þeim verðum sem þeir eru að semja á milli sín. Ef að reyndur notandi sér að verðlagning og framsetning sé mjög ósanngjörn er leifinlegt að koma með athugasemd. "