Nú langar mér að kanna aðeins skoðun ykkar hvar þið seljið tölvudótið ykkar.
1) Finnst ykkur jafnauðvelt að selja á öðrum síðum en vaktinni t.d. á barnalandi (þ.e. eruð þið að fá svipaðann áhuga fyrir vörunni sem þið eruð að selja)
2) Eru þið að ná að selja hlutina dýrara á öðrum síðum en vaktinni ?
3) Hvar liggur heiðarleikinn hjá ykkur? Ef þið eruð með vöru sem myndi seljast á 50þ. á vaktinni mynduð þið selja 35 ára konu hlutinn á 85þ. vitandi að hún viti ekki um virði hlutarins?
EDIT:
4) Hver er reynsla ykkar af partalistanum? Auðvelt að selja þar? Fáiði fín tilboð?
Selja á vaktinni / annars staðar ?
Selja á vaktinni / annars staðar ?
Síðast breytt af zdndz á Fim 05. Maí 2011 23:05, breytt samtals 1 sinni.
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!
Ruddaleg túpuskjátölva!
-
- Vaktari
- Póstar: 2484
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Ég stunda mín viðskipti aðalega á vaktinni. Ég hef að vísu líka stundum sett inn auglýsingu á Barnalandi og Live2cruize en amk á barnalandi er mun meira um að þú fáir alveg fáránlega lág tilboð og almenn leiðindi, söluþráðurinn þinn er líka dottinn á blaðsíðu 10 eftir einn dag. Svo almennt séð finnst mér auðveldara að selja hérna
Ég hef ekki samvisku í að selja hluti á uppsprengdu verði. Svo er líka alltaf möguleiki á því að einhver tengdur manneskjunni hafi vit í kollinum og átti sig á svikunum og komi til baka með leiðindi, betra að hafa þetta bara heiðarlegt. Annars er alltaf bennt á það strax ef hlutir eru verðlagðir óvenju hátt svo það er varla hægt.
Ég hef ekki samvisku í að selja hluti á uppsprengdu verði. Svo er líka alltaf möguleiki á því að einhver tengdur manneskjunni hafi vit í kollinum og átti sig á svikunum og komi til baka með leiðindi, betra að hafa þetta bara heiðarlegt. Annars er alltaf bennt á það strax ef hlutir eru verðlagðir óvenju hátt svo það er varla hægt.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2850
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Það er allt of mikið vesen að selja á barnalandi.
Frekar sel ég einhverjum hérna, tekur styttri tíma og minna vesen.
Frekar sel ég einhverjum hérna, tekur styttri tíma og minna vesen.
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Ég stunda öll mín tölvutengdu netviðskipti á Vaktinni og Partalistanum. Einfalt og þæginlegt.
-
- Geek
- Póstar: 858
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
- Reputation: 12
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Finnst besta að selja hér og á maclantic.
Tilsölu, haninn, barnaland og allt það er alltaf stútfullt af útlendingum sem hringja í mann og tala kínslensku og maður verður bara að skella á því að manneskjan skilur ekki að maður skilur hana ekki
Tilsölu, haninn, barnaland og allt það er alltaf stútfullt af útlendingum sem hringja í mann og tala kínslensku og maður verður bara að skella á því að manneskjan skilur ekki að maður skilur hana ekki
Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Hættur að nenna að reyna að auglýsa á barnaland.. það er alveg sama hversu stórt og oft maður skrifar "ekki boð undir XX mikið takk" þá koma alltaf boð sem eru ekki nema kannski 10% af ásettu verði, virkilega pirrandi.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
þægilegast að selja hérna , því hér eru óháðir aðilar oft að hjálpa með verðlagninguna svo maður fær nkl það sem maður á að fá fyrir vöruna
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Ég seldi einu sinni litla kommóðu á Barnalandi, minnir á 2-3000kr.
Til mín mætti kona með ruslapoka til að setja kommóðuna í og ætlaði að dröslast með hana með sér í strætó heim til sín. Ég gat ekki annað en boðist til að skutla henni heim með kommóðuna enda komst hún engan veginn í ruslapokann. Þetta var alveg stórfurðuleg kona og þetta var löng bílferð þó vegalengdin væri frekar stutt.
Mín reynsla af Barnalandi er engu að síður ágæt, en maður fær oft fullt af allskonar bull boðum, fólk sem lætur svo ekkert heyra í sér meira eða einhverjir furðufuglar með leiðindi í söluþráðunum sjálfum. Hinsvegar hef ég selt fullt af hlutum þarna og yfirleitt allt gengið vel.
Stundum vildi ég að það væri meiri eBay menning á Íslandi. Selt.is hafa reynt þetta, það sem ég hef reynt að selja þar hefur fengið litla athygli og ég er mun sneggri að selja það annarsstaðar á netinu þannig að ég hef gefist upp á þeirri síðu.
Til mín mætti kona með ruslapoka til að setja kommóðuna í og ætlaði að dröslast með hana með sér í strætó heim til sín. Ég gat ekki annað en boðist til að skutla henni heim með kommóðuna enda komst hún engan veginn í ruslapokann. Þetta var alveg stórfurðuleg kona og þetta var löng bílferð þó vegalengdin væri frekar stutt.
Mín reynsla af Barnalandi er engu að síður ágæt, en maður fær oft fullt af allskonar bull boðum, fólk sem lætur svo ekkert heyra í sér meira eða einhverjir furðufuglar með leiðindi í söluþráðunum sjálfum. Hinsvegar hef ég selt fullt af hlutum þarna og yfirleitt allt gengið vel.
Stundum vildi ég að það væri meiri eBay menning á Íslandi. Selt.is hafa reynt þetta, það sem ég hef reynt að selja þar hefur fengið litla athygli og ég er mun sneggri að selja það annarsstaðar á netinu þannig að ég hef gefist upp á þeirri síðu.
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Fyrst einn minnstist á partlalistann hver er reynsla ykkar af þeirri síðu? Auðvelt að selja þar? Fáiði fín tilboð?
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!
Ruddaleg túpuskjátölva!
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Mér finnst vera langmesta svörun á barnalandi. Ég hunsa bara bulltilboð, þýðir lítið að ergja sig á þeim. Einnig þykir mér fínt að auglýsa á partalistanum, góð svörun þar. Apple vörur hef ég auglýst á maclantic með góðum árangri.
Mér finnst auglýsingarnar hér ekki vera að gera sig. Ég auglýsti til dæmis dell d610 vél um daginn á 25.000 kall. Hún var hér í nokkra daga, ekkert svar. Svo auglýsti ég hana á partalistanum og hún fór samdægurs.
Mér finnst auglýsingarnar hér ekki vera að gera sig. Ég auglýsti til dæmis dell d610 vél um daginn á 25.000 kall. Hún var hér í nokkra daga, ekkert svar. Svo auglýsti ég hana á partalistanum og hún fór samdægurs.
-
- Vaktari
- Póstar: 2346
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Selja á vaktinni / annars staðar ?
Skoða vanalega ekki aðrar sidur en vaktina en kikti a partalistann fyrir longu og fekk örgjörvann minn þar a 14.000kr þegar hann hefði léttilega selst a 25-30000kr