ManiO skrifaði:Bjosep skrifaði:
Sönnun er hinsvegar alltaf sönnun. Myndband af x að aka á mótu rauðu ljósi er sönnun á því að x ók yfir á rauðu ljósi. Dómur þarf hinsvegar ekki að vera sönnun. Þú getur fengið dóm eða sýknu á því einu að sterk rök séu fyrir öðru hvoru án þess að fyrir því sé nokkur bein sönnun.
Þú getur farið fram á að 'contesta' sektina og fer þá málið í annað far og þú færð ekki sekt fyrr en búið er að dæma í málinu.
Sönnunargagn != sönnun.
Ok ... hugsum þetta á hinn veginn, góða veginn. Benedikt Magnússon lyfti 460 kg, ef ég man rétt, í réttstöðulyftu núna um daginn og það er til myndband af því. Semsagt SÖNNUN.
Einhver fer á Everest og tekur síðan mynd af sér á toppnum. SÖNNUN!
Sönnun er sönnun alveg óháð því hvort dómur hefur fallið eða ekki.
Svo ég vitni nú í sjálfan mig aftur í þessum pósti
Bjosep skrifaði:Sönnun er hinsvegar alltaf sönnun. Myndband af x að aka á mótu rauðu ljósi er sönnun á því að x ók yfir á rauðu ljósi. Dómur þarf hinsvegar ekki að vera sönnun. Þú getur fengið dóm eða sýknu á því einu að sterk rök séu fyrir öðru hvoru án þess að fyrir því sé nokkur bein sönnun.
Segjum að glæpur sé framinn og að fingraför eða lífssýni úr X finnist á vettvangi. Þá eru það sönnunargagn sem leiða að því líkur að X sé sekur en ekki bein sönnun. Myndband sem sýnir X brjótast inn væri sönnunin.
Semsagt ... fjörugar rökræður um ekki neitt. Ég neita samt að gefa mig!
kv.