GuðjónR skrifaði:Hættum að blanda þessu við fisk og sjálfstæðið, horfum á þetta eins og þetta er.
Förum að ráðum Evu Joly og Michael Hudson og segjum nei.
Hættum að vera bessevissers og hlustum á varnaðarorð sérfræðinga, einu sinni til tilbreytingar.
Hvort er meira mark takandi á Steingrími J. eða Michael Hudson?
Og hvort er meira mark takandi á Jóhönnu eða Evu Joly?
Finnst ykkur ríkisstjórnin hafa verið trúverðug hingað til?
Málið er bara það að það eru líka fjöldinn allur af sérfræðingum (lögfræðingum, hagfræðingum, viðskiptafræðingum og hvað sem þetta allt heitir) sem mælir með að við segjum "Já"! Eftir því sem ég les meira að þá finnst mér meira vera af sérfræðingum sem segir já og nú hefur íslenska lögfræðingafélagið gefið út yfirlýsingu þar sem það gagnrýnir þann lögfræðing (man ekkert hvað hann heitir en held að hann sé formaður félagsins) sem hefur verið hvað háværastur í andstöðu við samninginn og í yfirlýsingunni leiðrétta félagsmenn þær röngu staðhæfingar sem formaðurinn hefur farið með!!!