Icarus skrifaði:En það eru til lögfræðingar sem telja að við myndum tapa og okkur beri skylda til að greiða upphæðina.
Endilega linkaðu mig.
ef svo illa færi að við myndum tapa málinu fer enn meira af skattfé heldur en annars.
Þessi hugsun er svo gjörsamlega út úr kú ef að þú ert ekki að horfa á hana út frá sjónarhorninu "Hvað segir löggjöfin um það hvað kemur út úr þessu máli"
Þú myndir t.d.
tapa mun, mun meiri pening á því að tapa lögsókninni minni en ef þú samþykkir varanlegan launamissi,
en hvers konar hugsunarháttur er það til að taka ákvörðun um að undirrita samninginn minn eða ekki?
Mjög vitlaus hugsunarháttur.
Af hverju heldur þú að svona margir vilja segja já? (Væri í alvöru til í svar)
Svona til að byrja með þá trúi ég því ekki að svona margir vilji borga (63% eða hvaða rugl Visir.is er með)
Eina manneskjan sem að ég hef nokkurntímann hitt í lífinu og segist vilja borga er önnur amma minna*, ég tel hana vera þjáða fjárhagslegri sjálfspíningarhvöt vegna
þess að hún græddi talsvert fjármagn á því að selja skuldlausa húsnæðið sitt á toppi fasteignamarkaðsins og kaupa aftur á botninum.
Þá ertu hér með kominn með ástæðuna sem ég tel vera fyrir því að eina manneskjan sem ég þekki *sem að vill ekki fara
í ESB* en vill borga fyrir þetta.
Mér hefur aldrei dottið nein önnur ástæða í hug fyrir neinum öðrum sem að ég hef séð á internetinu að
reyna að sannfæra mig eða aðra um að þetta eigi að vera borgað af íslenska ríkinu, ég sé ekkert annað en masókisma út úr
þessum málflutningi þeirra vegna þess að þeir hafa ekki ennþá sýnt mér þessar kvittanir af fjárhagsgróða Icesave yfir í íslenska ríkið árunum sem að
IceSave var rekið í gróða, sem að myndi vissulega réttlæta það að íslenska ríkið bæri ábyrgð á rekstrinum, t.d. þeim fíflalátum að Bretland
hafi leyft IceSave að stunda þarna þessa starfsemi þrátt fyrir það að IceSave þyrfti ekki að hafa neinar innistæðuábyrgðir í
innistæðusjóð en allir aðrir bankar þurftu að gera það, brjótandi EES reglugerðina sem þeir nota svo á okkur,
+ augljósa ástæðan að sumum pólitíkusum hungrar það að fara í ESB utanríkisukk eins og Jóhannes Björn orðaði það,
og þeir virðast ekki ætla að láta neitt stoppa sig í því að sannfæra fólk sem er ófært um að taka eigin ákvarðanir
að ríkið skuldi Bretlandi IceSave innistæðurnar.