Er til höggheld fartölva?


Höfundur
vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Er til höggheld fartölva?

Pósturaf vidirz » Fös 18. Mar 2011 09:55

Sælir/ar kæru vaktarar
Félagi minn vildi spyrja hvort það sé til einhver höggheld eða traust 13' fartölva sem hægt er að nota á trillu út á sjó??
Er einhver sem veit hvar er hægt að kaupa svona tölvu á Íslandi eða sérpanta á netinu? :)
Hún ætti helst að vera ódýr og þarf ekkert að vera öflug (örgjörva,skjákort og það)


intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB


berteh
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 06. Maí 2010 15:21
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf berteh » Fös 18. Mar 2011 10:01





Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf Dazy crazy » Fös 18. Mar 2011 10:08

Mæli allavega með ssd


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!


Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf Leviathan » Fös 18. Mar 2011 10:40

Við erum bara með einhverja Lenovo vél með venjulegum disk í og allar tryllur sem ég hef komið í líka. SSD væri kannski aðeins öruggara en af minni reynslu þá tel ég það ekki nauðsynlegt.


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf AntiTrust » Fös 18. Mar 2011 10:48

Leviathan skrifaði:Við erum bara með einhverja Lenovo vél með venjulegum disk í og allar tryllur sem ég hef komið í líka. SSD væri kannski aðeins öruggara en af minni reynslu þá tel ég það ekki nauðsynlegt.


Hvernig geturu sagt að SSD sé bara "aðeins" öruggari en mekkanískur diskur með hreyfanlegum innviði? Það er ekki skrýtið að HDDarnir í Lenovo vélunum séu að endast vel á sífellri hreyfingu enda eru flestar Lenevo vélar með Active Protection system, sem þýðir að tölvan skynjar hreyfingu og pásar diskinn eða læsir honum (nálinni) alfarið til að koma í veg fyrir skemmdir v. hristings/högga. Fyrir utan þetta eru flestar IBM/Lenovo vélar með magnesíum styrktri högggrind og að auki gúmmípúða í kringum HDDinn.

Low-budget consumer lappi er ekki með slíkt og því margfalt næmari fyrir stanslausri hreyfingu og áreiti.

Bottom line - Ef tölvan er ekki með APS/3D Guard þá er SSD án vafa margfalt öruggari lausn.




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf Dazy crazy » Fös 18. Mar 2011 11:05

Auk þess sem ssd á að taka minna rafmagn, er léttari og margfalt hraðvirkari.


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!

Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf sakaxxx » Fös 18. Mar 2011 11:08

mæli með gamla ibm tildæmis t40 ég á eina t40 sem hefur dottið í golfið margoft eitt skipti yfir 1.5 meter á steingolf þegar hún var í gangi og sást ekki á henni algjörlega ódrepandi tölvur :happy


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf AntiTrust » Fös 18. Mar 2011 11:13

Dazy crazy skrifaði:Auk þess sem ssd á að taka minna rafmagn, er léttari og margfalt hraðvirkari.


Þetta er nefnilega tvíeggjað sverð. SSD taka jú, minna rafmagn en HDD sem er í vinnslu. Hinsvegar hafa HDD þann eiginleika að geta snúið sig niður í idle og jafnvel slökkt alveg á sér. Þetta, svo best sem ég veit m.v. síðustu review sem ég las (sem gætu vel hafa breyst á síðustu vikum) er eiginleiki sem SSD diskar hafa ekki.

Eftir að hafa skipt einum 7200sn 2.5" disk út í T60 vélinni minni fyrir 60GB SSD, þá get ég jú viðurkennt að batterýið er að endast örlítið lengur, en því miður ekki neitt á við það sem maður hefði viljað/bjóst við. Hinsvegar er batterýnotkunin jafnari, sem gefur mér mikið marktækari to-go tíma á rafhlöðunni. Þar að auki er finnanlegur þyngdarmunur á vélinni, sem er alltaf gaman.



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf fannar82 » Fös 18. Mar 2011 11:20

sakaxxx skrifaði:mæli með gamla ibm tildæmis t40 ég á eina t40 sem hefur dottið í golfið margoft eitt skipti yfir 1.5 meter á steingolf þegar hún var í gangi og sást ekki á henni algjörlega ódrepandi tölvur :happy




x2


Við erum með eina gamla (t42) heima sem við notum sem "sjónvarp" fyrir börnin 3&5

þau eru búin að vera mjög dugleg að prufa þolmörkin á vélini \:D/


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf chaplin » Fös 18. Mar 2011 11:26

sakaxxx skrifaði:mæli með gamla ibm tildæmis t40 ég á eina t40 sem hefur dottið í golfið margoft eitt skipti yfir 1.5 meter á steingolf þegar hún var í gangi og sást ekki á henni algjörlega ódrepandi tölvur :happy

Haha ætlaði að mæla með því sama, hélt það væri bara vitlaust þar sem mig grunaði að hann þurfti dálítið öflugri vél.

Er sjálfur að nota T41 og T43. =D>




Leviathan
spjallið.is
Póstar: 437
Skráði sig: Mán 20. Júl 2009 04:25
Reputation: 2
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf Leviathan » Fös 18. Mar 2011 12:08

AntiTrust skrifaði:
Leviathan skrifaði:Við erum bara með einhverja Lenovo vél með venjulegum disk í og allar tryllur sem ég hef komið í líka. SSD væri kannski aðeins öruggara en af minni reynslu þá tel ég það ekki nauðsynlegt.


Hvernig geturu sagt að SSD sé bara "aðeins" öruggari en mekkanískur diskur með hreyfanlegum innviði? Það er ekki skrýtið að HDDarnir í Lenovo vélunum séu að endast vel á sífellri hreyfingu enda eru flestar Lenevo vélar með Active Protection system, sem þýðir að tölvan skynjar hreyfingu og pásar diskinn eða læsir honum (nálinni) alfarið til að koma í veg fyrir skemmdir v. hristings/högga. Fyrir utan þetta eru flestar IBM/Lenovo vélar með magnesíum styrktri högggrind og að auki gúmmípúða í kringum HDDinn.

Low-budget consumer lappi er ekki með slíkt og því margfalt næmari fyrir stanslausri hreyfingu og áreiti.

Bottom line - Ef tölvan er ekki með APS/3D Guard þá er SSD án vafa margfalt öruggari lausn.

Tja, SSD er kannski miklu öruggari en ég hefði haldið að þessar vélar sem við höfum verið með væru bara einhverjar budget fartölvur. Pabbi minn er með þessa Lenovo vél sem kostaði rétt yfir 100k og svo er afi minn líka með tryllu og þar er hann með einhverja drasl Acer vél sem hefur kostað svipað. Eru það ekki bara budget vélar? Að öllu jöfnu er þetta ekki mjög mikil hreyfing þar sem tryllur eru litlar og fara yfirleitt ekki út í mjög miklum veltingi og ekki mikil notkun á diskunum (sem skiptir kannski ekki máli ef vélin er ekki með þessa vörn sem þú talaðir um?)


AMD PHENOM II X4 955 @ 3.52GHz - Tacens Gelus III Pro - ASRock M3A770DE - 4GB DDR3 (Dual Channel) - ATI Radeon HD5770 - Tacens Radix III 520W - Windows 7 Ultimate (64bit) - 2TB


hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf hsm » Fös 18. Mar 2011 12:29

Enda er það ekki veltingurinn sem slíkur sem er að fara með HDD heldur stampið þegar maður er að keyra á móti öldunum.
En við erum með margar tölvur með IDE og SATA og það hafa aldrei farið diskar í þeim, en aftur á móti þá hafa farið diskar í TV flakkaranum sem við vorum með sem er 3.5
En eftir að við fengum okkur 2.5 fartölvu TV flakkara þá hefur hann alveg verið til friðs núna í um 4 ár.


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard


Televisionary
FanBoy
Póstar: 708
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf Televisionary » Fös 18. Mar 2011 13:50

Ég hef notað Panasonic Toughbook of hafa þær fengið ansi grófa meðferð hjá okkur í prófunum. Við enduðum á því að standa á henni án þess að tjón yrði. Einnig helltum við vatni yfir gripinn. En svona kröfur sem þú gerir eru ekki ódýrar. Mig minnir að þetta hafi byrjað í 350 þúsund plús í UK. Ég myndi skoða kaup á gömlum Thinkpad jálk, þær eru það besta sem þú kemst í áður en þú ferð í vatnshelt/högghelt.

Ég gæti jafnvel lumað á Thinkpad X60S vél sem væri föl ef áhugi væri fyrir hendi.

vidirz skrifaði:Sælir/ar kæru vaktarar
Félagi minn vildi spyrja hvort það sé til einhver höggheld eða traust 13' fartölva sem hægt er að nota á trillu út á sjó??
Er einhver sem veit hvar er hægt að kaupa svona tölvu á Íslandi eða sérpanta á netinu? :)
Hún ætti helst að vera ódýr og þarf ekkert að vera öflug (örgjörva,skjákort og það)



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Er til höggheld fartölva?

Pósturaf Klaufi » Fös 18. Mar 2011 13:57

Televisionary skrifaði:Ég hef notað Panasonic Toughbook of hafa þær fengið ansi grófa meðferð hjá okkur í prófunum. Við enduðum á því að standa á henni án þess að tjón yrði. Einnig helltum við vatni yfir gripinn. En svona kröfur sem þú gerir eru ekki ódýrar. Mig minnir að þetta hafi byrjað í 350 þúsund plús í UK. Ég myndi skoða kaup á gömlum Thinkpad jálk, þær eru það besta sem þú kemst í áður en þú ferð í vatnshelt/högghelt.

Ég gæti jafnvel lumað á Thinkpad X60S vél sem væri föl ef áhugi væri fyrir hendi.


Ef það er serial port á henni máttu alveg luma verðhugmynd á mig í pm..


Mynd