Vantar smá hjálp með eitt heimadæmi.
Í spilastokk eru 52 spil, þar af eru mannspilin tólf og hefur hver spilasort þrettán spil.
G táknar grunnmengið, þ.e. spilastokkinn.
M táknar mannspil.
H táknar hjarta.
S táknar spaða.
T táknar tígul.
L táknar lauf.
Hver er fjöldi staka í S ∪ H ∪ M ?
Gott að teikna mengjamynd.
Hvað merkir aftur "U"?
Er allveg búinn að steingleyma því, og næ ekki að finna þetta á google.
Mbk. Bjarki