Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Allt utan efnis

Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

1.Lögin eiga að halda gildi sínu (Icesave Samþykkt)
71
29%
2.Lögin eiga að falla úr gildi (Icesave Hafnað)
127
52%
3.Skila auðu
15
6%
4.Ég hef ekki kosningarétt (Undir 18 eða annað)
31
13%
 
Samtals atkvæði: 244

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf dori » Mán 28. Feb 2011 11:08

Ég sá einhversstaðar umræðu um að kröfuhafar bankanna væru að vinna í að fá neyðarlögunum hnekkt og ef að það tækist myndi ekkert koma úr þrotabúi Landsbankans uppí Icesave kröfurnar.

Veit einhver hérna hvort þetta sé satt og þá einhver gögn um þetta? Er þetta eitthvað sem er mögulegt?

Mér finnst annars eins og þessi neyðarlög vefjist rosalega fyrir fólki sem þykist vita eitthvað um þetta. Það er alveg notað hægri vinstri á mjög mismunandi hátt til að "rökstyðja" allskonar.



Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf beatmaster » Mán 28. Feb 2011 11:17

Ég held að ég sé ekki að ljúga því að þegar sé fallinn bæði dómur (ásamt áliti frá ESA) um að neyðarlögin haldi og við höfum mátt setja þau

Ég veit líka ekki betur en dómsmálið sem að er í gangi núna og hefur áhrif á endurheimtur uppí Icesave snúist um heildsöluinnistæður og hvort að þær teljist sem forgangskröfur eða ekki, versti útreikningurinn úr þessu máli er þegar reiknaður inní 47 miljarða áætlunina þannig að ef að hagstæður dómur fellur þá lækkar það sem að Ríkið þarf að borga, þetta er ekki þannig að skuldbindingarnar hækki við dóminn heldur stendur talan bara í stað við óhagstæðan dóm


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Mán 28. Feb 2011 12:31

beatmaster skrifaði:Ég held að ég sé ekki að ljúga því að þegar sé fallinn bæði dómur (ásamt áliti frá ESA) um að neyðarlögin haldi og við höfum mátt setja þau

Ég veit líka ekki betur en dómsmálið sem að er í gangi núna og hefur áhrif á endurheimtur uppí Icesave snúist um heildsöluinnistæður og hvort að þær teljist sem forgangskröfur eða ekki, versti útreikningurinn úr þessu máli er þegar reiknaður inní 47 miljarða áætlunina þannig að ef að hagstæður dómur fellur þá lækkar það sem að Ríkið þarf að borga, þetta er ekki þannig að skuldbindingarnar hækki við dóminn heldur stendur talan bara í stað við óhagstæðan dóm


Ríkið þarf ekki að borga krónu nema skrifað sé undir samning/skuldbindingu...

Aðal málið er að UK og Hollendingar eru að reyna fara framhjá íslenska innistæðutryggingakerfinu með því að semja, þau vilja geta gert kröfu í búið skv. neyðarlögunum = forgangskröfur innistæðutrygginga. Ekki bara fyrir fyrstu 20.000 evrunar heldur öllum viðbótum líka sem á að vera á þeirra ábyrgð 100%.

Ég vil fyrir vikið að kerfið sem var hannað um þetta apparat verði notað = íslenski sjóðurinn síar kröfurnar og greiðir til baka þeim sem eiga réttmæta kröfu skv. íslensku reglunum. Restin situr svo á herðum UK og Hollands sem geta krafið þrotabúið um peninginn, en þá ekki sem forgangskröfu þar sem þetta var ekki raunveruleg innistæðutrygging heldur "fiff og frekja" af þeirra hálfu.

Niðurstaðan: Alltaf að nota kerfið sem á að nota, ekki að vera semja einhverja vitleysu. Icesave væri löngu leyst ef við bara hefðum bent þessum útlendingum að leggja inn endurgreiðlubeiðni ásamt detail inn hjá tryggingasjóðnum.


p.s. hálvitar og fífl er ekki sama fólkið :oops:



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Gúrú » Mið 09. Mar 2011 22:44

Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?

Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hæstarréttarlögmaður
Björgvin Þorsteinsson hæstarréttarlögmaður
Haukur Örn Birgisson hæstarréttarlögmaður
Jón Jónsson hæstarréttarlögmaður
Reimar Pétursson hæstarréttarlögmaður
Tómas Jónsson hæstarréttarlögmaður
Þorsteinn Einarsson hæstarréttarlögmaður


Modus ponens

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Fim 10. Mar 2011 00:23

Afhverju hafa þeir bara ekki sótt formlega um endurgreiðslu til innistæðutryggingasjóðsins?



Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf bulldog » Fim 10. Mar 2011 08:53

ekkert ég er með danskt ríkisfang.

Innlegg nr 1000 =D>




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Icarus » Fim 10. Mar 2011 16:01

Gúrú skrifaði:
Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?

Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hæstarréttarlögmaður
Björgvin Þorsteinsson hæstarréttarlögmaður
Haukur Örn Birgisson hæstarréttarlögmaður
Jón Jónsson hæstarréttarlögmaður
Reimar Pétursson hæstarréttarlögmaður
Tómas Jónsson hæstarréttarlögmaður
Þorsteinn Einarsson hæstarréttarlögmaður


Mér finnst þetta mjög áhugavert og skal sagt að það væri hreint frábært en satt reynist, þvert á móti er ég alltaf efins þegar kemur að svona fullyrðingum án rökstuðnings. Með vísan til hvers halda þeir því fram að þeir muni tapa málinu? Nú hafa flestir lögfræðingar sem spurðir hafa verið, lögfræðingar sem eru sérfræðingar í Evrópurétti verið tvístiga á því hvernig svona mál færi, hvað vita þeir svona miklu betur?




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Fim 10. Mar 2011 16:06

Gúrú skrifaði:
Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?

Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hæstarréttarlögmaður
Björgvin Þorsteinsson hæstarréttarlögmaður
Haukur Örn Birgisson hæstarréttarlögmaður
Jón Jónsson hæstarréttarlögmaður
Reimar Pétursson hæstarréttarlögmaður
Tómas Jónsson hæstarréttarlögmaður
Þorsteinn Einarsson hæstarréttarlögmaður


Ertu nokkuð með link á þetta? :megasmile



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Gúrú » Fim 10. Mar 2011 16:13

Halli13 skrifaði:Ertu nokkuð með link á þetta? :megasmile


Þeir sendu þetta til allra fjölmiðla landsins, hérna er Eyjan linkurinn :)
http://eyjan.is/2011/03/09/sjo-haestare ... a-icesave/


Modus ponens


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Icarus » Fim 10. Mar 2011 16:15

Halli13 skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?

Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hæstarréttarlögmaður
Björgvin Þorsteinsson hæstarréttarlögmaður
Haukur Örn Birgisson hæstarréttarlögmaður
Jón Jónsson hæstarréttarlögmaður
Reimar Pétursson hæstarréttarlögmaður
Tómas Jónsson hæstarréttarlögmaður
Þorsteinn Einarsson hæstarréttarlögmaður


Ertu nokkuð með link á þetta? :megasmile



http://visir.is/their-myndu-tapa-fyrir- ... 1110308969

og annað eftir þá:

http://visir.is/sidferdid-i-icesavemali ... 1110308783

Ég er reyndar óssammála inntakinu í seinni greininni en bankareikningara hafa sjaldan verið taldir sem áhættufjárfesting, né 6,7% vextir einhverjir ofurvextir. Svo má horfa til þess að Landsbankinn gaf ítrekað út að ríkissjóður bæri ábyrgð á skuldbyndingum ef hann færi undir til að friða fólk, þar af leiðandi vill ég ekki kenna því um. Þvert á móti er náttúrulega fáránlegt að breska og íslenska fjármálaeftirlitið hafi ekki vaknað til lífsins þegar bankinn byrjaði að koma með þessar fullyrðingar og þetta hafi ekki verið tekið almennilega fyrir ÁÐUR en bankinn hruni...



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf dori » Fim 10. Mar 2011 16:23

Icarus skrifaði:Ég er reyndar óssammála inntakinu í seinni greininni en bankareikningara hafa sjaldan verið taldir sem áhættufjárfesting, né 6,7% vextir einhverjir ofurvextir. Svo má horfa til þess að Landsbankinn gaf ítrekað út að ríkissjóður bæri ábyrgð á skuldbyndingum ef hann færi undir til að friða fólk, þar af leiðandi vill ég ekki kenna því um. Þvert á móti er náttúrulega fáránlegt að breska og íslenska fjármálaeftirlitið hafi ekki vaknað til lífsins þegar bankinn byrjaði að koma með þessar fullyrðingar og þetta hafi ekki verið tekið almennilega fyrir ÁÐUR en bankinn hruni...
6,7% eru ofurvextir m.v. það sem býðst á sparnaðarreikningum í Bretlandi.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf biturk » Fim 10. Mar 2011 18:36

evrópuréttur my ass!!

málið er rekið á íslandi.....ekki evrópu svo þeir dómarar eða lögfræðingar hafa ekkert með það að segja enda flestir væntanlega frekar hliðhollir bretum og hollendingum

það þarf ekkert að spyrja, menn segja nei við þessu og ef þið ætlið að íhuga það eitthvað meira þá er ekkert í lagi

þetta er ekkert ósvipað því og spá hvort þú ættir að taka sénsinn á að ráða steingrím njálsson til að passa börnin þín #-o


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Icarus » Fim 10. Mar 2011 18:54

biturk skrifaði:evrópuréttur my ass!!

málið er rekið á íslandi.....ekki evrópu svo þeir dómarar eða lögfræðingar hafa ekkert með það að segja enda flestir væntanlega frekar hliðhollir bretum og hollendingum

það þarf ekkert að spyrja, menn segja nei við þessu og ef þið ætlið að íhuga það eitthvað meira þá er ekkert í lagi

þetta er ekkert ósvipað því og spá hvort þú ættir að taka sénsinn á að ráða steingrím njálsson til að passa börnin þín #-o


Ég hreint út sagt elska hvað þú ert málefnalegur, er svo upplyftandi.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf biturk » Fim 10. Mar 2011 18:56

Icarus skrifaði:
biturk skrifaði:evrópuréttur my ass!!

málið er rekið á íslandi.....ekki evrópu svo þeir dómarar eða lögfræðingar hafa ekkert með það að segja enda flestir væntanlega frekar hliðhollir bretum og hollendingum

það þarf ekkert að spyrja, menn segja nei við þessu og ef þið ætlið að íhuga það eitthvað meira þá er ekkert í lagi

þetta er ekkert ósvipað því og spá hvort þú ættir að taka sénsinn á að ráða steingrím njálsson til að passa börnin þín #-o


Ég hreint út sagt elska hvað þú ert málefnalegur, er svo upplyftandi.



já, ef að veruleikinn er kaldur og harður, af hverju ætti maður þá að vera að skreita hann með nammi og fela ljótleikann? stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru, truth hurts!


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Icarus » Fim 10. Mar 2011 18:59

biturk skrifaði:
Icarus skrifaði:
biturk skrifaði:evrópuréttur my ass!!

málið er rekið á íslandi.....ekki evrópu svo þeir dómarar eða lögfræðingar hafa ekkert með það að segja enda flestir væntanlega frekar hliðhollir bretum og hollendingum

það þarf ekkert að spyrja, menn segja nei við þessu og ef þið ætlið að íhuga það eitthvað meira þá er ekkert í lagi

þetta er ekkert ósvipað því og spá hvort þú ættir að taka sénsinn á að ráða steingrím njálsson til að passa börnin þín #-o


Ég hreint út sagt elska hvað þú ert málefnalegur, er svo upplyftandi.



já, ef að veruleikinn er kaldur og harður, af hverju ætti maður þá að vera að skreita hann með nammi og fela ljótleikann? stundum þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru, truth hurts!


Gerir ráð fyrir því að það sé bara til einn sannleikur. Held að enginn hérna inni sé að reyna að sannfæra fólk um að Icesave sé ein stór hamingja og ef við samþykkjum þá komi regnbogar og einhyrningar í ljós.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Lau 19. Mar 2011 00:55

Sá einhyrning áðan og hann sagði mér að upp þessa umræðu...

Hvað finnst ykkur, eruði enn á sömu skoðun, ef ekki hvað fékk ykkur til að skipta um skoðun?

Hefur themað í þjóðfélaginu breyst e-h undanfarið?



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Tiger » Lau 19. Mar 2011 01:05

Þekki ekki eina manneskju sem ætlar að segja já við þessu, þessvegna klóra ég mér alltaf í höfðinu þegar ég sé niðurstöður skoðanakannana sem segja að meirihluti þjóðarinnar ætlar að segja já við Iceslave........ held það sé eitt stórt samsæri bara að láta fólk halda að það sé rétt að kjósa já....en vona að allir kjósi NEI



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Lau 19. Mar 2011 01:11

Snuddi skrifaði:Þekki ekki eina manneskju sem ætlar að segja já við þessu, þessvegna klóra ég mér alltaf í höfðinu þegar ég sé niðurstöður skoðanakannana sem segja að meirihluti þjóðarinnar ætlar að segja já við Iceslave........ held það sé eitt stórt samsæri bara að láta fólk halda að það sé rétt að kjósa já....en vona að allir kjósi NEI


Eina fólkið sem ég þekki sem ætlar að segja JÁ veit ekki afhverju það ætlar að segja JÁ.

Það er svo 75% (3/4) miðaldra+ fólk með verslunarrekstur og innflutning...



Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Gothiatek » Lau 19. Mar 2011 10:51

Gúrú skrifaði:
Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?

Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hæstarréttarlögmaður
Björgvin Þorsteinsson hæstarréttarlögmaður
Haukur Örn Birgisson hæstarréttarlögmaður
Jón Jónsson hæstarréttarlögmaður
Reimar Pétursson hæstarréttarlögmaður
Tómas Jónsson hæstarréttarlögmaður
Þorsteinn Einarsson hæstarréttarlögmaður


Hér er að öllum líkindum lykilorð. Það er ekkert gefið að við munum vinna þetta fyrir dómstólum...og ef við töpum erum við einfaldlega fokked.

Að sama skapi, ef við samþykkjum samningin munu eignir gamla Landbankans að öllum líkindum ná upp í Icesave skuldirnar í samningum og við þurfum að borga tiltöllulega lítið.

Tek fram að ég hef ekki myndað mér skoðun með eða á móti. En það er of auðvelt að setja bara nei, við borgum ekki, með einhverjum rembingi. Það þarf að skoða þetta mál vandlega.
Ég er allavegana ekki alveg tilbúinn að fara dómstólaleiðina blindandi og mögulega leggja enn meiri skuldbindingar á komandi kynslóðir meðan allt er í frosti hér á landi meðan þetta drasl er óleyst.

Ég skil ekki af hverju gamli Landsbankinn er ekki gerður upp fyrst, þannig við vitum uppá krónu hvað stendur eftir og þá væri hægt að semja um það. Er svolítið fáránlegt að ætlast til að við samþykkum samning með óþekkta heildarupphæð.

Þetta mál er í alla staði hræðilegt, en hugsum málið og skoðum hlutlaust þegar við göngum til kosninga með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þeim gæti nefninlega verið betur verið með því að samþykkja samninginn svo við getum haldið áfram og byggt upp atvinnu á ný.


pseudo-user on a pseudo-terminal


Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Icarus » Lau 19. Mar 2011 11:36

Ég geri ráð fyrir að kjósa já, svona ef ykkur vantar einhvern þannig.

rapport skrifaði:Eina fólkið sem ég þekki sem ætlar að segja JÁ veit ekki afhverju það ætlar að segja JÁ.

Það er svo 75% (3/4) miðaldra+ fólk með verslunarrekstur og innflutning...


Mín þróun hefur verið allaveganna fram og til baka, og því meira sem ég les því minna veit ég, og eftir að hafa rætt við marga um þetta finnst mér nefnilega að flestir viti lítið um þetta, það á líka við þá sem ætla að segja nei, þeir halda fram einhverjum frösum sem þeir pikkuðu upp í næsta fjölmiðli en vita í raun ekki hvað stendur þarna á bakvið.

Afleiðingarnar af því að hafna GÆTU verið gífurlegar, segjum að það séu 50/50 líkur á að við myndum vinna málið fyrir EFTA dómstólnum (held að það sé ofaukið meira að segja), þá borgar sig útfrá einföldum líkindareikningi að borga.

Að sjálfsögðu vill maður vera stolltur og segja "fuck you" við bretanna, þetta eru jú skuldir einkabanka og maður verður alveg brjálaður þegar maður sér alla þessa stjórnendur ennþá ganga lausa með peninganna, sömu lögin sem leyfðu þessu að gerast ennþá í gildi og sama fólkið á ríkisspenanum í að "fylgjast" með bankakerfinu.

Ef við horfum síðan á mögulega skaðsemi höfnun, þá umfram dómsmál, það er minnkandi traust á alþjóðamörkuðum. Ég veit ekki með ykkur en ef ég væri alþjóðlegur fjárfestir væri ég hræddari við efnahagsráðherra sem segir að krónan sé ónýt, fjármálaráðherra sem segir að krónan verði hérna áfram og hótar svo ofursköttum í næstu setningu og forsetisráðherra sem hótar að þjóðnýta orkufyrirtæki af því bara...

Íslenskir dómstólar hafa ekki verið þekktir fyrir að dæma eftir hentisemi og er alls ekkert víst að Ísland myndi vinna þetta mál fyrir þeim ef til þess kæmi. Möguleikar væru á uppsögn EES samningsins og að íslenskur fiskur yrði tollaður inná þennan stóra markað. Tjónið af því gæti verið gífurlegt, og til langtíma jafnvel mun meira en Icesave.

Því segi ég að ég stefni á að segja já, en guð minn góður hvað ég væri til í að vita meira um þetta og þegar ég fer í kjörklefann, ef ég segi já, þá mun ég gera það með mikilli biturð.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Lau 19. Mar 2011 12:44

Fólk gleymir að í málaferlum þá yrði Icesave sett í samhengi við það sem var að gerast á þessum tíma sbr. EDGE reikningana sem fluttir voru yfir í ING-Direct.

UK lenti nefnilega í sínu Icesave líka með EDGE reikningana en þeir leystu málið með einum samningi sem fólst í að flytja reikningana/innistæðurnar í annan banka.

Hvað er betra við það?

Þeir Þurftu ekki að greiða út innistæðurnar heldur gátu flutt þær á kostnaðarverði/bindiskyldu/eiginfjárhlutfalli s.s. ef banki þarf að hafa haldbært 20% af innistæðum til að geta greitt þær út, þá flutti UK líklega innistæðurnar úr EDGE yfir í ING á meira 20% af andvirði þeirra en langt frá 100% af andvirði þeirra = þeir greiddu þær ekki út úr tryggingasjóðnum sínum heldur notuðu peninga EDGE í verkið.

Á sama tíma frystu þeir eigur Íslands og íslensku bankana með hryðjuverkalögum og óþægindi/greiðslumiðlun milli landa fór í klessu...

Þau áhrif á Ísland voru mun umfangsmeiri en tap á 0,5% af innistæðum í UK hefðu verið fyrir þá, þeir settu Ísland á hliðina með offorsi og yfirgangi.

Ef þeim fannst neyðarlögin brjóta í bága við EES/EU þá er sérstakur vettvangur til að takast á um það mál, kvarta og kæra... en þeir fóru ekki formlegu leiðina heldur mismunuðu sjálfir all svakalega eftir þjóðerni með því að ráðast á Ísland (þeir hafa ekki enn fryst fjármagn Gaddafi... manns sem er líklega á bakvið hryðjuverk í UK sbr. Lockerbie)

Að segja að það séu 50/50 líkur á sigri Íslands í málinu er prump, það verður að meta áhrif aðgerða Íslands á UK og áhrif þeirra aðgerða á Ísland í samhengi við hlutfallsleg áhrif á hagkerfi landanna.

Ísland -> UK = Innistæður Icesave voru rétt um 0,1-0,5% af heildarinnistæðum í UK og við erum hryðjuverkamenn.

UK -> Ísland = Hryðjuverkalög sem frystu eignir í rúmt ár (minnir mig), hryðjuverkalög sem settu alla greiðslumiðlun við útlönd á hliðina, þvinganir í gegnum AGS og annað alþjóðasamstarf... og svo má lengi telja.

Ásetningur Íslands var ekki að skaða einn eða neinn heldur að tryggja að fjármálakerfið hér héldi velli...

Hver var þeirra ásetningur?

Að setja þetta mál í eðlilegt ferli skv. reglum innistæðutryggingasjóðanna o.s.frv. hefði ekki komið þeim um koll. Þeir kusu að níðast á okkur.

Að segja NEI við samningnum er í mínum augum jafngilt því að segja JÁ við réttlæti, það er ekki réttlátt hvernig þetta mál byrjaði og hvernig það hefur þróast...



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf urban » Lau 19. Mar 2011 14:31

rapport skrifaði:Þau áhrif á Ísland voru mun umfangsmeiri en tap á 0,5% af innistæðum í UK hefðu verið fyrir þá, þeir settu Ísland á hliðina með offorsi og yfirgangi.

Ef þeim fannst neyðarlögin brjóta í bága við EES/EU þá er sérstakur vettvangur til að takast á um það mál, kvarta og kæra... en þeir fóru ekki formlegu leiðina heldur mismunuðu sjálfir all svakalega eftir þjóðerni með því að ráðast á Ísland (þeir hafa ekki enn fryst fjármagn Gaddafi... manns sem er líklega á bakvið hryðjuverk í UK sbr. Lockerbie)

Að segja að það séu 50/50 líkur á sigri Íslands í málinu er prump, það verður að meta áhrif aðgerða Íslands á UK og áhrif þeirra aðgerða á Ísland í samhengi við hlutfallsleg áhrif á hagkerfi landanna.

Ísland -> UK = Innistæður Icesave voru rétt um 0,1-0,5% af heildarinnistæðum í UK og við erum hryðjuverkamenn.

UK -> Ísland = Hryðjuverkalög sem frystu eignir í rúmt ár (minnir mig), hryðjuverkalög sem settu alla greiðslumiðlun við útlönd á hliðina, þvinganir í gegnum AGS og annað alþjóðasamstarf... og svo má lengi telja.

Ásetningur Íslands var ekki að skaða einn eða neinn heldur að tryggja að fjármálakerfið hér héldi velli...

Hver var þeirra ásetningur?


Að setja þetta mál í eðlilegt ferli skv. reglum innistæðutryggingasjóðanna o.s.frv. hefði ekki komið þeim um koll. Þeir kusu að níðast á okkur.

Að segja NEI við samningnum er í mínum augum jafngilt því að segja JÁ við réttlæti, það er ekki réttlátt hvernig þetta mál byrjaði og hvernig það hefur þróast...


Það er nú ekki flókið hver þeirra ásetningur var.
Það var búið að flytja stórkostlegar upphæðir af útibúum í bretlandi og hingað heim til íslands.
þeir voru að stoppa það, upp á að ef að allt færi illa, þá væri hægt að nota peninga sem að eru eyrnamerktir icesave í akkurat icesave.

þannig að þeirra tilgangur var nokkurn vegin sá sami.
að lágmarka eigin tjón.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Lau 19. Mar 2011 14:38

urban skrifaði:
rapport skrifaði:Þau áhrif á Ísland voru mun umfangsmeiri en tap á 0,5% af innistæðum í UK hefðu verið fyrir þá, þeir settu Ísland á hliðina með offorsi og yfirgangi.

Ef þeim fannst neyðarlögin brjóta í bága við EES/EU þá er sérstakur vettvangur til að takast á um það mál, kvarta og kæra... en þeir fóru ekki formlegu leiðina heldur mismunuðu sjálfir all svakalega eftir þjóðerni með því að ráðast á Ísland (þeir hafa ekki enn fryst fjármagn Gaddafi... manns sem er líklega á bakvið hryðjuverk í UK sbr. Lockerbie)

Að segja að það séu 50/50 líkur á sigri Íslands í málinu er prump, það verður að meta áhrif aðgerða Íslands á UK og áhrif þeirra aðgerða á Ísland í samhengi við hlutfallsleg áhrif á hagkerfi landanna.

Ísland -> UK = Innistæður Icesave voru rétt um 0,1-0,5% af heildarinnistæðum í UK og við erum hryðjuverkamenn.

UK -> Ísland = Hryðjuverkalög sem frystu eignir í rúmt ár (minnir mig), hryðjuverkalög sem settu alla greiðslumiðlun við útlönd á hliðina, þvinganir í gegnum AGS og annað alþjóðasamstarf... og svo má lengi telja.

Ásetningur Íslands var ekki að skaða einn eða neinn heldur að tryggja að fjármálakerfið hér héldi velli...

Hver var þeirra ásetningur?


Að setja þetta mál í eðlilegt ferli skv. reglum innistæðutryggingasjóðanna o.s.frv. hefði ekki komið þeim um koll. Þeir kusu að níðast á okkur.

Að segja NEI við samningnum er í mínum augum jafngilt því að segja JÁ við réttlæti, það er ekki réttlátt hvernig þetta mál byrjaði og hvernig það hefur þróast...


Það er nú ekki flókið hver þeirra ásetningur var.
Það var búið að flytja stórkostlegar upphæðir af útibúum í bretlandi og hingað heim til íslands.
þeir voru að stoppa það, upp á að ef að allt færi illa, þá væri hægt að nota peninga sem að eru eyrnamerktir icesave í akkurat icesave.

þannig að þeirra tilgangur var nokkurn vegin sá sami.
að lágmarka eigin tjón.



Að stoppa fjármagnsflutningana hefði getað tekið 2-3 daga en ekki heilt ár...

Þeir tóku möguleikann af Íslendingum að flytja innistæðurnar yfir í annan banka með lágmarkskostnaði...


Afleiðingarnar fyrir okkur = stórvægilegar.

Afleiðingarnar fyrir þá = peanuts.


Dómstólar dæma aðallega eftir ásetningi og svo afleiðingum, svo eru t.d. tekjur viðkomandi grundvöllur að skaðabótum t.d. samkeppnislagabrot...

Íslendingar gátu illmögulega gert annað en það sem þeir gerðu, þetta snérist um að "bjarga því sem bjargað verður" og að flytja innistæður erlendra aðila yfir í nýju bankana hefði orsakað annað hrun strax daginn eftir.


UK var ekki að lágmarka eigið tjón heldur að hámarka eigið tjón... en planið var svo alltaf að senda reikninginn til Íslands.




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Icarus » Lau 19. Mar 2011 16:57

rapport skrifaði:Fólk gleymir að í málaferlum þá yrði Icesave sett í samhengi við það sem var að gerast á þessum tíma sbr. EDGE reikningana sem fluttir voru yfir í ING-Direct.

UK lenti nefnilega í sínu Icesave líka með EDGE reikningana en þeir leystu málið með einum samningi sem fólst í að flytja reikningana/innistæðurnar í annan banka.

Hvað er betra við það?

Þeir Þurftu ekki að greiða út innistæðurnar heldur gátu flutt þær á kostnaðarverði/bindiskyldu/eiginfjárhlutfalli s.s. ef banki þarf að hafa haldbært 20% af innistæðum til að geta greitt þær út, þá flutti UK líklega innistæðurnar úr EDGE yfir í ING á meira 20% af andvirði þeirra en langt frá 100% af andvirði þeirra = þeir greiddu þær ekki út úr tryggingasjóðnum sínum heldur notuðu peninga EDGE í verkið.

Á sama tíma frystu þeir eigur Íslands og íslensku bankana með hryðjuverkalögum og óþægindi/greiðslumiðlun milli landa fór í klessu...

Þau áhrif á Ísland voru mun umfangsmeiri en tap á 0,5% af innistæðum í UK hefðu verið fyrir þá, þeir settu Ísland á hliðina með offorsi og yfirgangi.

Ef þeim fannst neyðarlögin brjóta í bága við EES/EU þá er sérstakur vettvangur til að takast á um það mál, kvarta og kæra... en þeir fóru ekki formlegu leiðina heldur mismunuðu sjálfir all svakalega eftir þjóðerni með því að ráðast á Ísland (þeir hafa ekki enn fryst fjármagn Gaddafi... manns sem er líklega á bakvið hryðjuverk í UK sbr. Lockerbie)

Að segja að það séu 50/50 líkur á sigri Íslands í málinu er prump, það verður að meta áhrif aðgerða Íslands á UK og áhrif þeirra aðgerða á Ísland í samhengi við hlutfallsleg áhrif á hagkerfi landanna.

Ísland -> UK = Innistæður Icesave voru rétt um 0,1-0,5% af heildarinnistæðum í UK og við erum hryðjuverkamenn.

UK -> Ísland = Hryðjuverkalög sem frystu eignir í rúmt ár (minnir mig), hryðjuverkalög sem settu alla greiðslumiðlun við útlönd á hliðina, þvinganir í gegnum AGS og annað alþjóðasamstarf... og svo má lengi telja.

Ásetningur Íslands var ekki að skaða einn eða neinn heldur að tryggja að fjármálakerfið hér héldi velli...

Hver var þeirra ásetningur?

Að setja þetta mál í eðlilegt ferli skv. reglum innistæðutryggingasjóðanna o.s.frv. hefði ekki komið þeim um koll. Þeir kusu að níðast á okkur.

Að segja NEI við samningnum er í mínum augum jafngilt því að segja JÁ við réttlæti, það er ekki réttlátt hvernig þetta mál byrjaði og hvernig það hefur þróast...


Bíddu.. whaaaaa?

Peningur verður ekkert til við að tala um bindiskyldu og að flytja yfir í annan banka, hvaðan á peningurinn hjá ING að koma til að greiða svo fólkinu út? Varla verður hann bara til úr þurru lofti?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Lau 19. Mar 2011 18:35

Bíddu.. whaaaaa?

Peningur verður ekkert til við að tala um bindiskyldu og að flytja yfir í annan banka, hvaðan á peningurinn hjá ING að koma til að greiða svo fólkinu út? Varla verður hann bara til úr þurru lofti?


"Fractional banking system" + "common sense" segir manni að hver banki hefur ekki haldbært fé upp á 100% af öllum innistæðum og að til að banki getið staðið undir undir 100kr. innistæðu þarf eingöngu lítið hlutfall af henni af raunverulegum peningum (sérstaklega þegar um netbanka er að ræða).

Í venjulegum rekstri er notast við Baumol og Miller-Orr líkön fyrir lausafjárþörf og sambærilega aðferðafræði nota bankar líklega fyrir sinn viðskiptabankarekstur.

Þau líkön/aðferðafræði eru notuð til að lágmarka það fé sem fyrirtæki hafa á tiltækt til rekstrarins en hámarka það fé sem þá er hægt að nota í fjárfestingar.

Ef ING-Direct hefru t.d. reiknað út að þeir þurfi bara að hafa tiltæk 7% af innistæðum þá þurfa þeir bara að geyma 7kr. af hverjum 100kr. innistæðu en geta notað 93.kr í aðrar fjárfetsingar sem svo margfaldast upp í "fractional banking" kerfinu.

Ef þeir fengu 20kr. greitt fyrir hverja 100kr. innistæðu í EDGE þá voru þeir samt að ná 13.kr til að fjárfesta með og pumpa upp sinn efnahag (margfaldast svo upp í "fractional banking" kerfinu).

Með þessu þá græddi ING-Direct og yfirvöld í UK því þau þurftu ekki að greiða innistæðurnar út og restin af KSF var auðveldara að gera upp s.s. þrotabúið.

Með því að frysta allt íslenskt í UK komu þeir í veg fyrir að við gætum farið sömu leið með Icesave s.s. selt innistæðurnar yfir í annan banka (hefði verið best að koma þeim bara yfir í EDGE t.d.)

Þá lendir íslenski tryggingasjóðurinn í að þurfa að casha allt út ... eða í raun ákváðu Bretar að casha allt út og rukka svo íslenska sjóðinnum það...

Þessi leikur þeirra gerir það að verkum að óþörf skuld er skrifuð á Íslendinga 95% vegna þeirra aðgerða, þessvegna mun ég segja NEI við Icesave samningnum og leggja traust mitt á dómstóla.