AntiTrust skrifaði:Icarus skrifaði:
"Þið" sem segist vinna við tölvuviðgerðir og haldið uppi þeirri skoðun að eina hlutverk starfsins sé að gera við tölvur en ekki að uppfylla þarfir viðskiptavinarins.
Til dæmis í þessu dæmi hefði að sjálfsögðu átt að segja stelpunni að þessi "tjónaskoðun" fæli í sér að tölvan væri rifin í búta. Kallast neytendavernd og er í íslenskum lögum.
Það er komið talsvert síðan ég vann við tölvuviðgerðir, en það kemur málinu svosem ekki við. Fer alveg rosalega mikið í mig þessi setning hjá þér, þar sem ég hef alla mína starfsævi í þjónustustörfum lagt mikið uppúr því að gera viðskiptavininn ánægðan. Hinsvegar eru tilfelli þar sem viðskiptavinurinn á það einfaldlega ekki skilið. Manneskja sem mætti með ekkert nema kjaftinn og klærnar alveg frá því að hún labbar inn fékk aldrei nema spes treatment, enda enginn vilji til þess að gera neitt umfram verklýsinguna fyrir svoleiðis aðila.
Hvað kallar þú þarfir viðskiptavina? Hugsa að það sé afar huglægt mat á milli manna hvað felst í því, og mín reynsla er sú að þetta mat er yfirleitt mjög mismunandi á milli þeirra sem hafa unnið í þjónustustörfum og þeim sem hafa það ekki.
Þykir leitt að þessi setning fór svona í þig og kannski hefði maður átt að orða þetta betur, en staðreyndin er sú að í Neytendalögum er gert ráð fyrir neytendavernd, þar sem að þjónustuaðilinn þarf að útskýra fyrir þeim þekkingarminni hvað felst í þessu.
Ég skil að ákveðnu leyti sjónarhorn verkstæðisins, ekki sanngjarnt að þeir beri kostnaðinn af þessu einir, enda eru þetta líka mistök stelpunnar. Þvert á móti hljóta þeir að þurfa að spyrja sig að því hvort að það sé eitthvað sem má bæta með sínar verklagsreglur, t.d. að fá það skriflegt frá kúnnanum að tölvan sé örugglega tryggð og ef svo vill ekki til þá beri kúnninn ábyrgð, gera kröfu um að fá afrit af tryggingarskírteini eða hreinlega taka upp tólið og hringja í blessaða tryggingarfélagið.
Til að taka það fram, þá hef ég unnið við þjónustustörf, og oft hefur kúnninn verið fífl og á ekki skilið neina hjálp en mér sýnist þetta ekki vera þannig tilfelli og finnst þú helst harður í þinni skoðun á því að kúnnarnir séu fávitar.