Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Allt utan efnis

Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

1.Lögin eiga að halda gildi sínu (Icesave Samþykkt)
71
29%
2.Lögin eiga að falla úr gildi (Icesave Hafnað)
127
52%
3.Skila auðu
15
6%
4.Ég hef ekki kosningarétt (Undir 18 eða annað)
31
13%
 
Samtals atkvæði: 244


Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Mán 21. Feb 2011 20:04

biturk skrifaði:fylgstu nú með, þetta er lægsta og besta upphæðin, en þessi upphæð getur stökkbreist uppí fleiri hundruð milljarða og ég held að það þurfi varla að útskýra neitt nánar að það muni gerast

ertu búinn að lesa samninginn í heild sinni? fékkstu afrit af samningnum sem var skrifað undir? ertu handviss um að það sé ekki bara verið að halda einhverju frá þjóðinni eins og venjulega?


Ertu að trolla eða ertu bara virkilega svona heimskur?

Það er talið að 47 milljarðar séu hámarksupphæð miðað við núverandi aðstæður, og fátt bendi til þess að þær versni.

Ég hef ekki lesið samninginn en hinsvegar hafa margir hagfræðingar og forystumenn stjórnmálaflokkana gert það og ekki komið með neinar athugasemdir um að upphæðin gæti skyndilega hækkað í fleiri hundruð milljarða. Ef að stjórnarflokkarnir væri að halda eitthverju frá þjóðinni af hverju hefðu þá ekki menn eins og Bjarni Ben og fleiri í stjórnarandstöðunni bent á það og þar með komið þungu höggi á ríkisstjónina sem að myndi mjög líkelga leiða til falls hennar?

Ég tel viturlegt að þú lesir þér aðeins meira til um málið áður en þú rífst um hluti sem þú hefur ekki hugmynd um og gerir sjálfan þig að fífli með samsæriskenningum sem þú hefur búið til sjálfur og eiga ekki undir neitt að styðjast í raunveruleikanum.




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Mán 21. Feb 2011 20:12

Gúrú skrifaði:
Halli13 skrifaði:gengið er undir raunvirði krónunnar (að flestra mati og þar á meðal mínu)


Á hverju byggir þú/þið það mat og hverjir eruð 'þið'?

Það eiga útlendingar sem hafa engan áhuga á því að fjárfesta hér né eiga þessa óstöðugu krónu heilu fjöllin af þeim, við fyrsta tækifæri (gjaldeyrishaftaógildinguna) munu þeir hrúga þessum krónum inn á
erlenda markaði og reyna að selja þær fyrir hvað sem þeir geta fengið fyrir þær (Sem er meðan ég man ástæðan fyrir gjaldeyrishöftunum í fyrsta lagi)

Eina ástæðan fyrir því að þú getur sagt að gengið muni líklega ekki falla um meira en 50% er vegna þess að allir gjaldmiðlar í heiminum eru að keppast um það að prenta sig,
miðaðu gengið okkar við gull og þú munt sjá merkismeiri hluti.


Ég er svosem enginn en þetta er það sem að ég held útfrá þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér og með "flestra mati" er ég að tala um hagfræðinga sem að hafa komið fram í fjölmiðlum og talað um gengi krónunnar (s.s þá sem hafa aflað sér mennturnar í hagfræði eða öðrum líkum greinum).

Ég er sammála þér með gjaldeyrishöftin en til að koma í veg fyrir að það gerist sem þú nefnir tel ég að þurfi að koma stöðugleika á efnahagskerfið og númer eitt í því er að leysa Icesave deiluna og síðan númer tvö er nýr gjaldmiðill og ég væri til í að fá dollara til þess að þurfa ekki að genga í esb og gefa eftir til dæmis fiskimiðin okkar.

Á erfitt með að skilja hvað þú ert að fara með síðustu efnisgreininni og þess vegna mun ég ekki svara henni.

En ég vil benda á að Hagfræðin er huglæg fræðigrein og ekki er hægt að spá fyrir um hvað gerist í framtíðinni heldur er það sem að hagfræðingar segja aðeins þeirra mat og svo sem ekki til eitt rétt svar við vandamálum okkar íslendinga, og það sem ég skrifa er aðeins mitt mat sem ég byggi á þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér og það getur vel verið að ég hef rangt fyrir mér en þetta er það sem ég held.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf vesley » Mán 21. Feb 2011 20:13

Nokkrir mánuðir í að ég fái kosningarrétt.

Ef ég myndi geta kosið núna myndi ég kjósa það að samþykkja samningana.

Ég vill ekki taka þá áhættu að tapa málinu þegar við erum komin með samning sem er í rauninni eins góður og hann getur orðið.

Vona líka að allir sem ætla að kjósa lesi aðeins um þetta mál áður en það tekur endanlega ákvörðun! Sama hvort það mun leiða að já eða nei.




skuggi81
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 21. Jan 2011 22:54
Reputation: 1
Staðsetning: Eskifjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf skuggi81 » Mán 21. Feb 2011 20:35

Bara gera grein fyrir mínu atkvæði.

ég mun líklega skila auðu eða samþykkja þetta. eða ekki samþykja þetta það fer soldið eftir hvað ég er í góðu skapi daginn sem verður kosið.

autt ég er of uptekinn að hugsa um eigið rassgat til að taka afstöðu þann daginn til að kjósa um það
samþykja ég segi að mér alngi ekki að þingið eyði meira tíma í þetta og vill fá þetta útaf borðiu og kannski þó ólíklegt megi virðast að ríkisstjórin komi eitthverju í verk.
Samþyki EKKI. ég gef skít í allt eyðum nokkum milljörðum í mála rekstur úti sem mun líkelga segaj við verðu enþá að borga og sendir aftur heim að semja lög sem síðn verða samþykkt af hægri stjórn. samt smá kostur við þetta það verður kominn hægri stjórn sem mun líklega koma með flatan skatt sem þýðir í mínu tilfelli meira í umslagið mitt. og við losum líklega við þetta baul á þinginu en tel þó þetta verði dýrara en að samþykja núna. en hugsanlega mun þetta stoppa samspillinguna í að neyða okkur í evró.

en þetta var mitt rassgat allir hafa eitt
eða mín skoðun allir hafa eina.



Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3077
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 45
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf beatmaster » Mán 21. Feb 2011 20:36

Vinsamlegast ekki vera að draga ESB inní þetta, ég yrði ekki hissa þótt að mikill meirihluti þeirra sem að vilja hafna Icesave samningnum sé til þess að ná einhverju ímynduðu höggi á ESB og bjarga okkur frá því að sogast þangað inn. (sem að ég neita alfarið að láta þessar umræður snúast um þ.e ESB eða ekki ESB)

Svo eru allskyns bloggarar og besserwisserar að básúna það að þetta fari ekkert fyrir EFTA og bretar og Hollendingar mígi bara í sig og leggi af stað í enn einar samningaviðræðurnar (af hverju í ósköpunum ættu þeir að gera það miðað við hvernig hinir samningarnir munu fara) og þetta endi allt gott og blessað.

Það eru 2 valmöguleikar í boði

1. Samþykkja lögin og gera ráð fyrir því að í mesta lagi falli 50-100 miljarðar á íslenska ríkið (0-20 í besta falli og allt að ca 100 ef að ekkert fæst úr þrotabúinu og gengisáhætta fer a versta veg), þær skuldir sem að falla á okkur eru í raun lán á mjög ásættanlegum kjörum.

2. Hafna lögunum og horfa fram á dómsmál fyrir EFTA dómsstólnum, þar erum við farinn að setja kúlu í hlaupið, rúlla því áfram og hleypa svo af við höfuðið á okkur í Rússneskri Rúllettu þar sem að stóridómur gæti fallið um að íslendingar skuldi 600-1000 miljarða vegna brota á jafnræðisreglu innan EES þar sem að íslenskir innistæðueigendur fengu sitt borgað uppí topp en hinum var sagt að eiga sig (sem að er reyndar ekki rétt því að hinum var sagt að ísland myndi tryggja greiðslur frá innistæðutryggingarsjóðnum upp að rúmum 20.000 €)

Það er einnig gott að benda á að ESA Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar gefið út það álit að ísland eigi að borga þetta og hefur EFTA sómsstóllinn aðeins tvisvar dæmt öðruvísi en álit ESA segja til um.

Mér er héðan af alveg sama hvað menn velja en menn skulu sýna þessu landi og fólkinu sem að býr hérna þá virðingu að gera sér grein fyrir því hvað fellst eða gæti falist í að velja seinni möguleikann. mér er alveg sama hversu sannfærðir menn eru um hið gagnstæða, þeir skulu gera sér grein fyrir að seinni möguleikinn opnar möguleika á að hér geti allt farið svo innilega til helvítis að þaðan væri ekki afturkvæmt!

Nú er Icesave metið á 20-50 miljarða, ég veit ekki betur en þú og ég séum að fara að blæða 20 miljörðum íundir rassgatið á SpKef, hvar er þjóðaratkvæðagreiðslan um það???


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Mán 21. Feb 2011 20:42

beatmaster skrifaði:Vinsamlegast ekki vera að draga ESB inní þetta, ég yrði ekki hissa þótt að mikill meirihluti þeirra sem að vilja hafna Icesave samningnum sé til þess að ná einhverju ímynduðu höggi á ESB og bjarga okkur frá því að sogast þangað inn. (sem að ég neita alfarið að láta þessar umræður snúast um þ.e ESB eða ekki ESB)

Svo eru allskyns bloggarar og besserwisserar að básúna það að þetta fari ekkert fyrir EFTA og bretar og Hollendingar mígi bara í sig og leggi af stað í enn einar samningaviðræðurnar (af hverju í ósköpunum ættu þeir að gera það miðað við hvernig hinir samningarnir munu fara) og þetta endi allt gott og blessað.

Það eru 2 valmöguleikar í boði

1. Samþykkja lögin og gera ráð fyrir því að í mesta lagi falli 50-100 miljarðar á íslenska ríkið (0-20 í besta falli og allt að ca 100 ef að ekkert fæst úr þrotabúinu og gengisáhætta fer a versta veg), þær skuldir sem að falla á okkur eru í raun lán á mjög ásættanlegum kjörum.

2. Hafna lögunum og horfa fram á dómsmál fyrir EFTA dómsstólnum, þar erum við farinn að setja kúlu í hlaupið, rúlla því áfram og hleypa svo af við höfuðið á okkur í Rússneskri Rúllettu þar sem að stóridómur gæti fallið um að íslendingar skuldi 600-1000 miljarða vegna brota á jafnræðisreglu innan EES þar sem að íslenskir innistæðueigendur fengu sitt borgað uppí topp en hinum var sagt að eiga sig (sem að er reyndar ekki rétt því að hinum var sagt að ísland myndi tryggja greiðslur frá innistæðutryggingarsjóðnum upp að rúmum 20.000 €)

Það er einnig gott að benda á að ESA Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar gefið út það álit að ísland eigi að borga þetta og hefur EFTA sómsstóllinn aðeins tvisvar dæmt öðruvísi en álit ESA segja til um.

Mér er héðan af alveg sama hvað menn velja en menn skulu sýna þessu landi og fólkinu sem að býr hérna þá virðingu að gera sér grein fyrir því hvað fellst eða gæti falist í að velja seinni möguleikann. mér er alveg sama hversu sannfærðir menn eru um hið gagnstæða, þeir skulu gera sér grein fyrir að seinni möguleikinn opnar möguleika á að hér geti allt farið svo innilega til helvítis að þaðan væri ekki afturkvæmt!

Nú er Icesave metið á 20-50 miljarða, ég veit ekki betur en þú og ég séum að fara að blæða 20 miljörðum íundir rassgatið á SpKef, hvar er þjóðaratkvæðagreiðslan um það???


Gæti ekki verið meira sammála öllu sem þú segir :megasmile



Skjámynd

gullis
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Fim 17. Des 2009 14:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf gullis » Mán 21. Feb 2011 20:50

intenz skrifaði:Fólk er að misskilja þetta örlítið. Það er ekki verið að kjósa um hvort við eigum að borga Icesave heldur er verið að kjósa um núverandi samning, afborgunartíma, afborganir, vexti, o.s.frv.. Við erum löngu búin að samþykkja það að borga Icesave. Það er mjög langt síðan.

Rangt.

Ef þjóðin kýs gegn þessum samningi þá fer þetta fyrir alþjóðadómstóla.

Dómur 1: Niðurstaðan verður sú að ísland eigi að borga og upphæðinn verður... ja það veit enginn ennþá.

Eða

Dómur 2: Íslendingar þurfa ekki að borga og FACE á ríkistjórnina sem þarf að segja af sér.

Endilega leiðréttið mig ef þetta er hleypa sem ég er að fara með !


Gulli


Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Mán 21. Feb 2011 21:01

gullis skrifaði:
intenz skrifaði:Fólk er að misskilja þetta örlítið. Það er ekki verið að kjósa um hvort við eigum að borga Icesave heldur er verið að kjósa um núverandi samning, afborgunartíma, afborganir, vexti, o.s.frv.. Við erum löngu búin að samþykkja það að borga Icesave. Það er mjög langt síðan.

Rangt.

Ef þjóðin kýs gegn þessum samningi þá fer þetta fyrir alþjóðadómstóla.

Dómur 1: Niðurstaðan verður sú að ísland eigi að borga og upphæðinn verður... ja það veit enginn ennþá.

Eða

Dómur 2: Íslendingar þurfa ekki að borga og FACE á ríkistjórnina sem þarf að segja af sér.

Endilega leiðréttið mig ef þetta er hleypa sem ég er að fara með !


Í sjálfum sér erum við aðeins að kjósa um núverandi samning, en talið er líklegt ef að við munum fella þennan samning eins og fyrri samninginn mun þetta fara fyrir alþjóðadómstól þar sem að bretar og hollendingar verða líklega búnir að fá sig fullsadda af þessum "stælum".

Ef þetta fer fyrir alþjóðadómstól eru reyndar þrjár niðurstöður mögulegar þó að sú þriðja verði að teljast mjög óliklég

Dómur 1: Það sem þú segðir en talið er líklegt að upphæðin verði 600-1000 milljarðar, en það er ekki vitað en hún verður líklega svo há að við verðum gjaldþrota eða eigum eftir að lifa við mjög erfiðar aðstæður næstu tugi ára.

Dómur 2: Það sem þú segir en ríkisstjórnin þarf ekki að segja af sér og ég í sjálfu sér veit ekki við hverju á að búast af þessari ríkisstjórn þar sem hún virðist eingöngu hugsa um sýna eigin hagsmuni en ekki þjóðarinnar og ég er næstum því viss um að hún muni berjast fram í rauðan dauðan við að þurfa ekki að segja af sér.

Dómur 3: Lítið verið talað um hann vegna þess hversu ólíklegt er að það verði en hann er sá að Ísland, Holland og Bretland þurfi að deila skuldinni og hlutfallið væri þá ákveðið af alþjóðadómstólnum.




toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf toybonzi » Mán 21. Feb 2011 21:11

Zpand3x skrifaði:
biturk skrifaði:skohh, ef allt fer á besta veg og vi ðverðum geðbilað heppin borgum við 69milljarða...........en þú veist það jafn vel og ég að það mun aldrei ganga eftir og við endum á að borga það hæsta mögulega........sér í lagi eftir nokkur ár þegar allt kemur kannski uppá borðið........og þá er sennilegast búið að nauðga okkur inn í esb og ekkert hægt að gera...........það er áhætta sem ég er ekki tilbúinn í því þá er landið dautt og ómerkt


Ef Íslendingar samþykkja þennan samning þá er þetta samþykkt og þetta er upphæðin.
Það er ekkert hægt að breyta eftirá. Þetta er ekki leikskóli. Ef þetta er samþykkt þá er það samþykkt. Ekki vera sauður



Rangt. Kynntu þér staðreyndir áður en þú smellur út gífuryrðum. Þessi samningur, eins og þeir fyrri byggir á nákvæmlega sömu upphæð og áður en vextirnir eru lægri. Það sem að margir hér eru ekki að átta sig á er að þessar tölur sem verið er að slengja fram....45.000.000.000- 69.000.000.000 KRÓNUR! (LEIÐRÉTT)(bara að setja þessa tölu í samhengi) byggist ALGJÖRLEGA á því hvernig heimtur úr þrotabúi Landsbankans ganga. Sem sagt byggt á sömu draumóratölunum og hingað til hafa fengið að grassera.

Vitandi af drullusokkslegu innræti Breta þá væru þeir allt eins vísir til þess að gjaldfella eigur Landsbankans á einhvern máta, láta okkur borga premium, kaup hann á slikk og selja með gróða. Þetta er að gerast allt í kringum okkur núna, sbr svindlin sem að skilanefndirnar eru að stunda.

Ef þetta er allt bull, endilega leiðréttið mig....þetta er minn skilningur á málinu eftir að hafa verið með það uppi í koki í tvö ár.
Síðast breytt af toybonzi á Mán 21. Feb 2011 22:59, breytt samtals 1 sinni.




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Mán 21. Feb 2011 21:22

toybonzi skrifaði:Rangt. Kynntu þér staðreyndir áður en þú smellur út gífuryrðum. Þessi samningur, eins og þeir fyrri byggir á nákvæmlega sömu upphæð og áður en vextirnir eru lægri. Það sem að margir hér eru ekki að átta sig á er að þessar tölur sem verið er að slengja fram....45.000.000.000- 69.000.000.000 milljónir (bara að setja þessa tölu í samhengi) byggist ALGJÖRLEGA á því hvernig heimtur úr þrotabúi Landsbankans ganga. Sem sagt byggt á sömu draumóratölunum og hingað til hafa fengið að grassera.

Vitandi af drullusokkslegu innræti Breta þá væru þeir allt eins vísir til þess að gjaldfella eigur Landsbankans á einhvern máta, láta okkur borga premium, kaup hann á slikk og selja með gróða. Þetta er að gerast allt í kringum okkur núna, sbr svindlin sem að skilanefndirnar eru að stunda.

Ef þetta er allt bull, endilega leiðréttið mig....þetta er minn skilningur á málinu eftir að hafa verið með það uppi í koki í tvö ár.


Svo að ég setji þessar tölur líka í samhengi þá er þetta um 150.000 á hvern íslending.

Þegar þú talar um að Bretar geti gjaldfellt eigur Slitasjórnar Landsbankans til þess að láta okkur borga meira þá finnst mér það vera mjög ólíklegt þar sem að þeir buðu okkur þennan samning. En ef að þeir hinsvegar gera það þá myndi ég halda að forsemdur samningsins væru fallnar, þó að ég viti ekkert um það, og við gætum leitað réttar okkar hjá alþjóðadómstólnum. Miðað við hvernig þeir komu fram við okkur í október 2008 þá gæti ég nú alveg trúað þeim til þess að gera þetta en finnst það samt vera hálf óraunverulegt, en þú kemur vissulega með aðra sýn á málið og gefur mér eitthvað nýtt til þess að hugsa um :?



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Glazier » Mán 21. Feb 2011 22:06

Mjög líklega seinasta commentið mitt á þennan þráð..

Sama hversu ótrúlega heimskur ykkur finnst ég vera eftir að hafa sagt þetta þá ætla ég samt að segja þetta.

* Ég kom ekki nálægt þessu hruni á nokkurn hátt.
* Ég kom ekki nálægt IceSave á nokkurn hátt.
* Ég græddi ekkert á IceSave á nokkurn hátt.
* Ég ætla ekki að borga IceSave

Þetta er ekki mér að kenna og þessvegna ætla ég ekki að borga..
Eins og GuðjónR segir:
"Einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið"

Ef þetta endar þannig að íslendingar þurfa að borga einhverja marga marga milljarða þá ætla ég ekki að taka þátt í að borga krónu af því.
Ég ætla ekki að borga skatta ef að þeir peningar eiga að fara í þetta.
Frekar fer ég að vinna svart, ef það gengur ekki þá flyt ég úr landi, finnst reyndar mjög líklegt að ég geri það ef ástandið í þessu landi fer ekki að lagast.


Bætt við: Btw. Ég viðurkenni það alveg að ég er enginn prófesor þegar kemur að svona umræðu en eina sem ég þarf að vita að ég mun gera allt sem ég get til þess að sleppa við að borga þetta andskotans rusl, finnst meira að segja mjög líklegt að ég flytji til útlanda um leið og ég get.


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Mán 21. Feb 2011 22:19

Glazier skrifaði:* Ég kom ekki nálægt þessu hruni á nokkurn hátt.
* Ég kom ekki nálægt IceSave á nokkurn hátt.
* Ég græddi ekkert á IceSave á nokkurn hátt.
* Ég ætla ekki að borga IceSave

Þetta er ekki mér að kenna og þessvegna ætla ég ekki að borga..
Eins og GuðjónR segir:
"Einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið"

Ef þetta endar þannig að íslendingar þurfa að borga einhverja marga marga milljarða þá ætla ég ekki að taka þátt í að borga krónu af því.
Ég ætla ekki að borga skatta ef að þeir peningar eiga að fara í þetta.
Frekar fer ég að vinna svart, ef það gengur ekki þá flyt ég úr landi, finnst reyndar mjög líklegt að ég geri það ef ástandið í þessu landi fer ekki að lagast.


Það snýst ekki um hvað okkur finnst, við þurfum að fá lausn á þetta mál sem endar mjög líklega með því að allir íslendingar þurfi að borga sama hvort þeim líkar betur eða verr þannig er þetta og það breytist ekki! Hvernig er komið getum við kennt okkur sjálfum um að vera með lélega löggjöf í landinu (þótt að við (fólkið í landinu) sömdum þau ekki þá berum við ábyrgð á okkar eigin lögum). Það var Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem að báru ábyrgð á því að lögin voru svona vegna þess að þeir voru búnir að vera í stjórn í mörg mörg ár fyrir hrunið og höfðu nægan tíma til þess að breyta þessu, en svo var ekki gert. Það var óábyrgt að leyfa íslenskum bönkum að stofna dótturfyrirtæki í útlöndum undir íslenskum fánum en það sá það enginn fyrir þegar góðærið varog enginn setti út á það þá, meira að segja tóku flestir íslendingar þátt í útrásinni með keupum á hlutapréfum háum lánum fyrir húsum, nýjum bílum, sumarbústöðum og svo framvegis.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Glazier » Mán 21. Feb 2011 22:23

Halli13 skrifaði:Það snýst ekki um hvað okkur finnst, við þurfum að fá lausn á þetta mál sem endar mjög líklega með því að allir íslendingar þurfi að borga sama hvort þeim líkar betur eða verr þannig er þetta og það breytist ekki!

Ohh okei, höfum þetta seinasta commentið mitt hérna :roll:

I dont give a fuck hvað er rétt og hvað ekki, hvort við þurfum að borga þetta eða ekki.
My point is.. Ég ætla mér ekki að borga krónu í þessu og er alveg sama hvað þú eða aðrir íslendingar ætla að gera ég fer úr landi ef ég þarf þess til að sleppa við að borga þetta.


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Halli13 » Mán 21. Feb 2011 22:25

Glazier skrifaði:
Halli13 skrifaði:Það snýst ekki um hvað okkur finnst, við þurfum að fá lausn á þetta mál sem endar mjög líklega með því að allir íslendingar þurfi að borga sama hvort þeim líkar betur eða verr þannig er þetta og það breytist ekki!

Ohh okei, höfum þetta seinasta commentið mitt hérna :roll:

I dont give a fuck hvað er rétt og hvað ekki, hvort við þurfum að borga þetta eða ekki.
My point is.. Ég ætla mér ekki að borga krónu í þessu og er alveg sama hvað þú eða aðrir íslendingar ætla að gera ég fer úr landi ef ég þarf þess til að sleppa við að borga þetta.


Gangi þér þá vel í útlöndum :megasmile



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4334
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf chaplin » Mán 21. Feb 2011 22:26

Halli13 skrifaði:Talið er að Icesave muni kosta þjóðinu ~47 milljarða sem að gæti lækkað og jafnvel orðið að engu ef að gengið helst "sterkt" (eins og það er núna). Margir sem að voru á móti fyrri samningnum er hlynntir þessum t.d. meirihluti Sjálfstæðisflokksins þó þar séu nokkrir "hálfvitar" eins og Sturla sem að hefur það svo slæmt en er greinilega löngu búinn að gleyma að fyrir nokkrum árum keypti hann sér stærsta vörubíl á Íslandi og var að monnta sig á honum á bíladögum á Akureyri. En hinsvegar ef að við fellum samninginn og hann fer fyrir alþjóðadómstól þá eru líkur á því að við þurfum ekki að borga neitt (sem eru líka þó að við samþykjum samninginn) en hinsvegur getur einnig verið dæmt að okkur beri lagaleg skylda til þess að greiða allt til baka sem er margfallt meira en þessir ~47 milljarðar sem hafa verið nefndir og það getur leitt til þjóðargjaldþrots.
Þó að ég sé á móti því að ég þurfi að greiða fyrir mistök útrásarvíkinganna þá vil ég frekar greiða þessa 47 milljarða heldur en að þetta mál fari fyrir dóm og við eigum í hættu á að verða gjaldþrota.
Og þeir sem að eru að segja að við eigum ekki að borga þetta af því að þetta eru ekki okkar skuldir og sama haðð gerist þá borgum við bara ekki, þeir átta sig greinilega ekki á því að við þurfum bara að borga ~47 milljarða sem er aðeins hluti af því sem að við munum "tapa" á því að samþykja ekki samninginn, t.d. munum við eiga í miklum erfiðleikum við að stunda viðskipti við útlönd og það gæti tekið efnahagslífið meira en 20 ár að ná sér að fullu. En með að samþykja samninginn mun efnahagslífið byrja að taka við sér og hagvöxtur mun aukast (sem er undirstaða velsældar íbúa landsins) og við munum á örfáum árum verða komnir með sterkt efnahagskerfi, búnir að greiða Icesave og getum horft fram á veginn, en ekki með þennan Icesave stimpil á okkur sem að fælir fjárfesta í burtu.

Rétt, þó voru þetta ekki "mistök útrásavíkinganna", þeir voru að leika sér með peningina sem þeir gátu ekki tapað á að leika sér með..


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf urban » Mán 21. Feb 2011 22:35

toybonzi skrifaði:
Zpand3x skrifaði:
biturk skrifaði:skohh, ef allt fer á besta veg og vi ðverðum geðbilað heppin borgum við 69milljarða...........en þú veist það jafn vel og ég að það mun aldrei ganga eftir og við endum á að borga það hæsta mögulega........sér í lagi eftir nokkur ár þegar allt kemur kannski uppá borðið........og þá er sennilegast búið að nauðga okkur inn í esb og ekkert hægt að gera...........það er áhætta sem ég er ekki tilbúinn í því þá er landið dautt og ómerkt


Ef Íslendingar samþykkja þennan samning þá er þetta samþykkt og þetta er upphæðin.
Það er ekkert hægt að breyta eftirá. Þetta er ekki leikskóli. Ef þetta er samþykkt þá er það samþykkt. Ekki vera sauður



Rangt. Kynntu þér staðreyndir áður en þú smellur út gífuryrðum. Þessi samningur, eins og þeir fyrri byggir á nákvæmlega sömu upphæð og áður en vextirnir eru lægri. Það sem að margir hér eru ekki að átta sig á er að þessar tölur sem verið er að slengja fram....45.000.000.000- 69.000.000.000 milljónir (bara að setja þessa tölu í samhengi) byggist ALGJÖRLEGA á því hvernig heimtur úr þrotabúi Landsbankans ganga. Sem sagt byggt á sömu draumóratölunum og hingað til hafa fengið að grassera.

Vitandi af drullusokkslegu innræti Breta þá væru þeir allt eins vísir til þess að gjaldfella eigur Landsbankans á einhvern máta, láta okkur borga premium, kaup hann á slikk og selja með gróða. Þetta er að gerast allt í kringum okkur núna, sbr svindlin sem að skilanefndirnar eru að stunda.

Ef þetta er allt bull, endilega leiðréttið mig....þetta er minn skilningur á málinu eftir að hafa verið með það uppi í koki í tvö ár.



get your facts straight
það er verið að tala um 47 - 60 milljarða
eða 45 þúsund milljónir
ekki 47 milljarða milljóna....
fer alveg hrikalega í taugarnar á mér þegar að fólk ætlar að benda á eitthvað og gerir það síðan snar vitlaust.
semsagt þar sem að þú setur milljónir eiga að vera krónur.
en já, fólk má reyndar ekki gleyma því, að ef að það verður sagt nei við þessu, og málið fer fyrir dómstóla
þá verður mun erfiðara (og er reyndar nú þegar grunar mig) fyrir íslendinga(ríkið, fyrirtæki og einstaklinga, svo að ég tali nú ekki um banka) að fá lán erlendis.

í raun sára einföld spurning
munduð þið lána einhverjum pening sem að hefur samið 3 sinnum um skuld og hætt síðan við í öll skiptin og ætlar síðan með það mál fyrir dómstóla ?
ég mundi ekki gera það.

jújú einhverjir vilja auðvitað meina að við eigum ekki að borga þetta og ég vill auðvitað ekki borga krónu í þessu frekar en neinn annar.
en málið er bara að þetta mál er búið að hanga yfir þjóðinni alltof lengi.

að 47 milljarða rog hugsanlega minna lendi á okkur fyrir skuld sem að er í raun 1200 milljarar er í raun ótrúlega vel sloppið
fólk má ekki gleyma því að skilastjórnin reiknar frekar með lágu verði fyrir eignir landsbankans
nú þegar er t.d. komið hærra tilboð í ICELAND verslunarkeðjuna er reiknað var með


ég kem að öllum líkindum til með að segja já.
á samt eftir að kynna mér þetta aðeins betur, en einsog staðan er núna, þá kem ég til með að segja já.
það að t.d. menn sem að mótmæltu síðustu samningum griðarlega eru sammála því að segja já við þessum segir mér ýmislegt.
þar á ég t.d. við Ragnar H. Hall


einsog ég sagði, einsog staðan er núna kem ég að öllum líkindum til með að segja já, en ætla að kynna mér þetta samt sem áður betur.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3077
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 45
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf beatmaster » Mán 21. Feb 2011 22:36

Hvaða útland á að taka við þér Glazier eftir að það er búið að henda okkur út úr EES samstarfinu?

Getur verið að þú verðir fastur hér á skerinu fagra að berjast um störf við fleiri þúsund íslendingar sem að missa atvinnuleyfið sitt í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi o.s.frv.... við það að detta úr EES?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Glazier » Mán 21. Feb 2011 22:39

beatmaster skrifaði:Hvaða útland á að taka við þér Glazier eftir að það er búið að henda okkur út úr EES samstarfinu?

Getur verið að þú verðir fastur hér á skerinu fagra að berjast um störf við fleiri þúsund íslendingar sem að missa atvinnuleyfið sitt í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi o.s.frv.... við það að detta úr EES?

Ætli ég fari ekki til Canada..


Tölvan mín er ekki lengur töff.


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf vesley » Mán 21. Feb 2011 22:42

Glazier skrifaði:
beatmaster skrifaði:Hvaða útland á að taka við þér Glazier eftir að það er búið að henda okkur út úr EES samstarfinu?

Getur verið að þú verðir fastur hér á skerinu fagra að berjast um störf við fleiri þúsund íslendingar sem að missa atvinnuleyfið sitt í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi o.s.frv.... við það að detta úr EES?

Ætli ég fari ekki til Canada..


Vildir ekki vera gagnrýndur út af þessum commentum hjá þér en þú ert ansi þrjóskur :-k




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf coldcut » Mán 21. Feb 2011 22:43

urban hittir naglann á höfuðið!

Ég mun segja já!



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Glazier » Mán 21. Feb 2011 22:50

vesley skrifaði:
Glazier skrifaði:
beatmaster skrifaði:Hvaða útland á að taka við þér Glazier eftir að það er búið að henda okkur út úr EES samstarfinu?

Getur verið að þú verðir fastur hér á skerinu fagra að berjast um störf við fleiri þúsund íslendingar sem að missa atvinnuleyfið sitt í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi o.s.frv.... við það að detta úr EES?

Ætli ég fari ekki til Canada..


Vildir ekki vera gagnrýndur út af þessum commentum hjá þér en þú ert ansi þrjóskur :-k

Hmm, jújú fólk má gagnrýna mig eins og það vill.
Sumum/mörgum finnst ég eflaust nautheimskur að segja þetta en svona er ég bara og því verður ekki breytt.
Já, hef fengið að heyra það nokkuð oft að ég sé þrjóskur :)

Lofa þetta er seinasta kommentið mitt hér.. #-o


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 489
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf jagermeister » Mán 21. Feb 2011 22:53

Ég hef ekki kosningarétt en ef ég væri að kjósa núna myndi ég mjög líklegast velja að samþykkja. Þessi samningur er í rauninni ekkert svo slæmur, við borgum held ég í kringum 50 milljarða á 30-40 árum. (endilega leiðréttið mig ef þetta er vitlaust). Mér finnst þetta bara mjög vel sloppið miðað við stærð icesave reikninganna. Ef við aftur á móti förum með þetta fyrir dómstóla finnst mér líklegra að það endi með því að við töpum málinu og þá eru allir samningar úr gildi og við gætum þurft að borga mun meira heldur en þessir samningar segja. Ég átta mig alveg á því að það vill enginn borga fyrir heimsku og vitleysishátt annarra en við eigum eiginlegra engra kosta völ. Að lokum vil ég biðja ykkur um að kynna ykkur vel efni samningsins og kjósa út frá því en ekki bara þeim hugsunarhætti ég ætla ekki að borga og munið að þið eruð að kjósa fyrir komandi kynslóðir svo vandið valið.




toybonzi
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Fim 17. Feb 2011 13:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf toybonzi » Mán 21. Feb 2011 23:01

urban skrifaði:
get your facts straight
það er verið að tala um 47 - 60 milljarða
eða 45 þúsund milljónir
ekki 47 milljarða milljóna....
fer alveg hrikalega í taugarnar á mér þegar að fólk ætlar að benda á eitthvað og gerir það síðan snar vitlaust.
semsagt þar sem að þú setur milljónir eiga að vera krónur.
segir mér ýmislegt.


Glæsilegt hjá þér, augljóslega djúpvitur maður. Búinn að leiðrétta þetta þannig að þú getur sofið rótt í nótt.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf urban » Mán 21. Feb 2011 23:06

jagermeister skrifaði:Ég hef ekki kosningarétt en ef ég væri að kjósa núna myndi ég mjög líklegast velja að samþykkja. Þessi samningur er í rauninni ekkert svo slæmur, við borgum held ég í kringum 50 milljarða á 30-40 árum. (endilega leiðréttið mig ef þetta er vitlaust). Mér finnst þetta bara mjög vel sloppið miðað við stærð icesave reikninganna. Ef við aftur á móti förum með þetta fyrir dómstóla finnst mér líklegra að það endi með því að við töpum málinu og þá eru allir samningar úr gildi og við gætum þurft að borga mun meira heldur en þessir samningar segja. Ég átta mig alveg á því að það vill enginn borga fyrir heimsku og vitleysishátt annarra en við eigum eiginlegra engra kosta völ. Að lokum vil ég biðja ykkur um að kynna ykkur vel efni samningsins og kjósa út frá því en ekki bara þeim hugsunarhætti ég ætla ekki að borga og munið að þið eruð að kjósa fyrir komandi kynslóðir svo vandið valið.



þetta er nefnilega gríðarlega góður hugsunarháttur.

mér finnst flestir þeir sem að ætla að segja já við þessu hafa skoðað hlutina eitthvað með opnum huga
en aftur á móti lang flestir þeir sem að ætla að segja nei eru löngu búnir að ákveða að segja nei og eru bara, tjahh hvernig á ég að orða það,
með blint hatur
ýmist á útrásarvíkinga, ríkisstjórnia, það að þurfa að borga og ýmistlegt annað.

einsog ég segi, mig langar ekki að borga krónu í þessu, en það er spurning um að henda ekki samningum í burtu og sitja hugsanelga upp með miklu verri díl
jújú hugsanlega vinnum við málið og allt verður í svakalega góðum málum og fuglarnir syngja og grænt gras í haga, mér finnst áhættan á hinum einfaldlega of mikil.

síðan má ekki gleyma því að ef að við vinnum málið, þá erum við búin að gera ESB, innistæðukerfi í allri evrópu og á fleiri stöðum alveg gersamlega gjaldþrota
mig grunar að 300.000 mans verði frekar "fórnað" en öllu innistæðu kerfi EU


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf dori » Mán 21. Feb 2011 23:10

Það er eitt sem mætti taka fram og ég er hvað ósáttastur við (fyrir utan það að ég hef ekki ennþá alveg náð því af hverju við þurfum að ábyrgjast þetta í fyrsta lagi) og það er að það er ekkert ljóst hvað við eigum virkilega að borga mikið. Það eru margir aðilar búnir að setja fram einhverja útreikninga á því og allir komast að mismunandi upphæð eftir því hvaða hluti þeir gefa sér. Síðan er öll áhættan okkar megin þannig að ef eitthvað gengur ekki eftir (minni heimtur úr þrotabúi Landsbankans) þá er það eitthvað sem fellur á okkur. Ég er mjög ósáttur við hvað margir virðast halda að þetta sé bara föst tala í kringum 50 milljarða.

Málið er líka hápólitískt (sem ég skil ekki alveg en mér finnst vera svona "hagsmunapot") svo að það er fólk sem skoðar málið með mjög hlutdrægum augum og t.d. gæti sett sér forsendur sem er mjög ólíklegt að gangi upp bara til að gera útreikningana þannig að þeir sem skoða bara þau gögn sjá ekki stóra samhengið.

Svo er hægt að leika sér svo mikið með tölfræði auk þess sem það er ekkert mál að fá græna reiti í Excel ef þú virkilega villt það.