Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Allt utan efnis

Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

1.Lögin eiga að halda gildi sínu (Icesave Samþykkt)
71
29%
2.Lögin eiga að falla úr gildi (Icesave Hafnað)
127
52%
3.Skila auðu
15
6%
4.Ég hef ekki kosningarétt (Undir 18 eða annað)
31
13%
 
Samtals atkvæði: 244

Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf beatmaster » Fös 18. Feb 2011 13:36

Mig langaði að skoða hug Vaktarinnar til þess hvað viðkomandi notandi myndi kjósa ef að Ólafur Ragnar skrifar ekki undir

Mig langar líka að biðja fólk að kjósa viðeigandi, það er að segja að ef að þú ert ekki orðinn 18 eða mátt ekki kjósa að velja þá kost númer 4 ("Ég hef ekki kosningarétt (Undir 18 eða annað") og láta frekar skoðun sína á með eða móti í þráðinn en ekki í könnunina


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Gúrú » Fös 18. Feb 2011 21:39

:arrow: Kostir við samþykkt:
* Lækkar lánstraust Íslendinga
* Fáum loksins að fara að borga risastórar upphæðir með vöxtum
* Þurfum að hafa viðskiptajöfnuðinn mun hærri, með ekkert öryggi fyrir því að geta það
* Fáum að hlusta á yndislegu stjórnmálamennina okkar tala um það hversu mikið þeir 'spöruðu' miðað við yndislegri stjórnmálamenn í þessu máli
* Farið er á móts við vilja þjóðarinnar og því grafið duglega undan lýðveldinu sem að við sækjumst í það að vera
* Hærri skattar og/eða skert þjónusta en við þyrftum ella
* Skerðir gjaldeyrisforða Íslands
* Eykur framboð á krónum sem að rýrir verðgildi þeirra og hækkar verð á öðrum gjaldmiðlum

:arrow: Gallar við samþykkt:
* Ekki neitt

Þetta er svo borðliggjandi samþykkt sko, skil ekki af hverju þingið er að bíða með þetta.


Modus ponens

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Glazier » Fös 18. Feb 2011 21:43

Á móti því að þessi samningur verði samþykktur.

Mig langar ekki til að borga eitthvað sem ég ber enga ábyrgð á og tengist ekki á nokkurn hátt.


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf intenz » Fös 18. Feb 2011 21:46

Fólk er að misskilja þetta örlítið. Það er ekki verið að kjósa um hvort við eigum að borga Icesave heldur er verið að kjósa um núverandi samning, afborgunartíma, afborganir, vexti, o.s.frv.. Við erum löngu búin að samþykkja það að borga Icesave. Það er mjög langt síðan.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf BjarkiB » Fös 18. Feb 2011 21:48

intenz skrifaði:Fólk er að misskilja þetta örlítið. Það er ekki verið að kjósa um hvort við eigum að borga Icesave heldur er verið að kjósa um núverandi samning. Við erum löngu búin að samþykkja það að borga Icesave. Það er mjög langt síðan.


Hef ekkert verið að fylgjast með þessi nýlega en skil ég þetta rétt. Hvað ætla Íslendingar að borga mikið upp? heyrði allavega í Hollandi voru tryggð 20.000 evrur en eru Íslendingar að fara borga þetta allt upp?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf GuðjónR » Fös 18. Feb 2011 21:50

Á móti því að samþykkja IceSlave.
Fyrir dóm með þetta og ekkert múður, rétt skal vera rétt.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Glazier » Fös 18. Feb 2011 21:51

GuðjónR skrifaði:Á móti því að samþykkja IceSlave.
Fyrir dóm með þetta og ekkert múður, rétt skal vera rétt.


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7585
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf rapport » Fös 18. Feb 2011 22:04

Gallar við að samþykkja:

Að bjóða UK og Hollandi ríkisábyrgð íslenska ríkisins, ábyrgð sem er EKKI á upphæðinni í dag...



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf FriðrikH » Fös 18. Feb 2011 22:12

Ég væri á móti því að samþykkja ef að fíflið hann Geir Haarde og hans ráðherrar höfðu ekki samþykkt að tryggja innistæður á öllum íslenskum bankareikningum upp í topp á sínum tíma. Hundurðir milljarða fóru í að tryggja innistæður íslenskra milljónamæringa, kvótakónga, bankamanna og fleiri, þetta hefur nánast ekki fengið neina athygli. En svo verða allir brjálaðir þegar á að tryggja innistæður útlendinga sem áttu innistæður í íslenskum bönkum sem voru með útibú erlendis, og það ekki einusinni upp í topp, heldur bara lágmarkið.. mér finnst það ekki rétt.

Ekki misskilja mig, þetta eru ekki skuldir sem ég hef nokkurn áhuga á að borga, en hvernig er hægt að neita að tryggja Icesave reikningana þegar innistæður í öðrum íslenskum bankaútibúum voru tryggðar upp í topp?

Þetta vandamál er m.a. ástæðan fyrir því að mér finnst að það ætti að vera stefna að ríkið tryggði aldrei innistæður hærri en skyldutrygginguna.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Gúrú » Fös 18. Feb 2011 22:16

FriðrikH skrifaði:Ekki misskilja mig, þetta eru ekki skuldir sem ég hef nokkurn áhuga á að borga, en hvernig er hægt að neita að tryggja Icesave reikningana þegar innistæður í öðrum íslenskum bankaútibúum voru tryggðar upp í topp?


Vegna þess að Bretland setti sjálft upp það fordæmi innan sama umdæmis sem hefur sömu reglur(EES) um að það sé leyfilegt.



Annars er verðtryggingin koxkjaftæðismaxruglþragldrasl frá upphafi, engin heimskulegri lög hafa nokkurntímann verið sett að undanskyldum nokkrum misyndislegum
lögum og löggjöfum í BNA.


Modus ponens

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf GuðjónR » Fös 18. Feb 2011 22:25

:roll:
FriðrikH skrifaði:Ég væri á móti því að samþykkja ef að fíflið hann Geir Haarde og hans ráðherrar höfðu ekki samþykkt að tryggja innistæður á öllum íslenskum bankareikningum upp í topp á sínum tíma. Hundurðir milljarða fóru í að tryggja innistæður íslenskra milljónamæringa, kvótakónga, bankamanna og fleiri, þetta hefur nánast ekki fengið neina athygli. En svo verða allir brjálaðir þegar á að tryggja innistæður útlendinga sem áttu innistæður í íslenskum bönkum sem voru með útibú erlendis, og það ekki einusinni upp í topp, heldur bara lágmarkið.. mér finnst það ekki rétt.

Ekki misskilja mig, þetta eru ekki skuldir sem ég hef nokkurn áhuga á að borga, en hvernig er hægt að neita að tryggja Icesave reikningana þegar innistæður í öðrum íslenskum bankaútibúum voru tryggðar upp í topp?

Þetta vandamál er m.a. ástæðan fyrir því að mér finnst að það ætti að vera stefna að ríkið tryggði aldrei innistæður hærri en skyldutrygginguna.


Jú ég skil sjónarmið þitt vel, útlendingar töpuðu mörg þúsund milljörðum á íslendingum, en það má ekki gleyma að þessir IceSlave reikningar voru hávaxareikningar sem í eðli sínu eiga að bera hærri áhættu en venjulegir reikningar, þ.e. áhætta í samræmi við ágóða.
Svo er ég líka almennt á móti því að ríkið tryggi yfir höfuð innistæður einka-banka.
Annað ef það væru ríkisbankar.

Einkavæða gróðann, ríkisvæða tapið? er það góð pólitík?



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1034
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 132
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Revenant » Fös 18. Feb 2011 22:32

Fólk hefur ekki gert sér grein fyrir að þessi samningur er "diplómatískur" (þ.e. þetta er samningur milli ríkja) og hefur ekkert með hvað er "rétt" eða "rangt" að gera.
Hvernig ætlaru svo að útskýra þetta mál í stuttu máli fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þegar alþingismenn hafa rifist um þetta í nánast ár?
Það er ástæða fyrir því að lög um milliríkjasamninga (s.s. icesave) og skattamál (óbeint icesave) eru ekki gjaldgengir í þjóðaratkvæðagreiðslum erlendis.

Betra er mögur sátt en feitur ósigur.



Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf beatmaster » Fös 18. Feb 2011 23:00

Gúrú skrifaði:Vegna þess að Bretland setti sjálft upp það fordæmi innan sama umdæmis sem hefur sömu reglur(EES) um að það sé leyfilegt..
Um hvað ertu að tala um hérna? (mig langar fyrirfram að benda á að ef að þú ert að tala um innistæður í föllnum Breskum bönkum á Jersey og í Mön þá er hvorugt landið aðili að EES)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3362
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf mercury » Fös 18. Feb 2011 23:11

GuðjónR skrifaði:Á móti því að samþykkja IceSlave.
Fyrir dóm með þetta og ekkert múður, rétt skal vera rétt.

alveg sammála. Ekki var ég að taka þessi lán. ekki átti ég neitt í þessum bönkum. Ekki var ég að ákveða neitt af því sem stjórnir bankanna voru að gera. af hverju í ansk... á ég að borga fyrir þeirra mistök. :beer



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf FriðrikH » Fös 18. Feb 2011 23:19

Einkavæða gróðann, ríkisvæða tapið? er það góð pólitík?


100% sammála, vandinn við þetta allt var náttúrulega einkavæðing bankanna á sínum tíma, hörmulega að henni staðið.

Ég er samt mjög smeykur við að láta þetta fara fyrir dómsstóla, fyrir minn part mundi ég vilja samþykkja samninginn eins og hann er núna einfaldlega út af því að mér finnst við ekki hafa efni á því að taka áhættuna eins ömurlegt og það er :pjuke

Það versta er að það er nánast enginn möguleiki að láta þá sem bera ábyrgð á þessu öllu borga fyrir þetta :mad



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf appel » Fös 18. Feb 2011 23:33

Niður með stjórnvöld.


*-*

Skjámynd

Zpand3x
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 12. Des 2009 22:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf Zpand3x » Fös 18. Feb 2011 23:52

Þurfum að taka einhverja ábyrgð á því að hafa verið að gera út á þessa siðspilltu bankastarfsemi sem átti sér stað. Þetta er ekki það há upphæð (50 milljarðar) og eignir bankanna í bretlandi og holland (sem voru frystar) ganga langleiðina upp í þetta(hafa þeir sagt þessir stjórnmálamenn).
Svo þarf bara að sakfella þessa bankastjóra (og strengjabrúðu meistarana þeirra) fyrir þetta og dæma gjaldþrota og taka af þeim öll fjármálavöld og fangelsa.

Það er drullu fúlt ef við fáum ekki að sjá einhvern hengdan fyrir þetta.


i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf biturk » Lau 19. Feb 2011 18:37

að sjálfsögðu eigum við ekki að borga

ef ég tek lán fyrir sjónvarpi hjá tölvutek og fer síðann á hausinn væri þá sanngjarnt að þið hinir á vaktinni mynduð skipta því á milli ykkar af því að ég var vaktarmeðlimur??




ef við samþykjum þetta þá förum við á hausinn því ég get lofað að það er ekki birt allt í samningum fyrir almennings augu og hlutirnir fara á versu vegu

ef við förum í dómstóla og það er dæmt eftir lögum þá vinnum við eifaldlega og í versta falli fara bretland og hollendingar ífílu við okkur og hleipa ekki í esb og þá er það eiginlega bara win win díll :beer


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

stebbz13
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Þri 21. Des 2010 17:14
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf stebbz13 » Lau 19. Feb 2011 19:04

biturk skrifaði:að sjálfsögðu eigum við ekki að borga

ef ég tek lán fyrir sjónvarpi hjá tölvutek og fer síðann á hausinn væri þá sanngjarnt að þið hinir á vaktinni mynduð skipta því á milli ykkar af því að ég var vaktarmeðlimur??




ef við samþykjum þetta þá förum við á hausinn því ég get lofað að það er ekki birt allt í samningum fyrir almennings augu og hlutirnir fara á versu vegu

ef við förum í dómstóla og það er dæmt eftir lögum þá vinnum við eifaldlega og í versta falli fara bretland og hollendingar ífílu við okkur og hleipa ekki í esb og þá er það eiginlega bara win win díll :beer


X2

"Money is in some respects life's fire. It is a very excellent servant, but a terrible master."
-P.T. Barnum


i5-4690k @ 4.5ghz / z97x-GAMING 5 / gigabyte G1 gaming gtx 970 4gb / Mushkin 8GB DDR3 1600MHz / 128GB Mushkin Chronos / HDD 3Tb / Noctua NH-D15 / Fractal Design Define R5 / 28" BenQ GW2870h / 24" BenQ GL2450

Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf OverClocker » Lau 19. Feb 2011 19:39

Þetta mál átti að fara fyrir dóm og svo á þjóðin að virða þá útkomu. Eins og einhver sagði ofar þá á rétt að vera rétt.



Skjámynd

reyndeer
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Fim 21. Jan 2010 16:11
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf reyndeer » Lau 19. Feb 2011 19:59

GuðjónR skrifaði:Á móti því að samþykkja IceSlave.
Fyrir dóm með þetta og ekkert múður, rétt skal vera rétt.


Sammála.

+ Engin lagaleg skylda að borga þetta.



Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 684
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Reputation: 46
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf flottur » Sun 20. Feb 2011 12:44

stebbz13 skrifaði:
biturk skrifaði:að sjálfsögðu eigum við ekki að borga

ef ég tek lán fyrir sjónvarpi hjá tölvutek og fer síðann á hausinn væri þá sanngjarnt að þið hinir á vaktinni mynduð skipta því á milli ykkar af því að ég var vaktarmeðlimur??




ef við samþykjum þetta þá förum við á hausinn því ég get lofað að það er ekki birt allt í samningum fyrir almennings augu og hlutirnir fara á versu vegu

ef við förum í dómstóla og það er dæmt eftir lögum þá vinnum við eifaldlega og í versta falli fara bretland og hollendingar ífílu við okkur og hleipa ekki í esb og þá er það eiginlega bara win win díll :beer


X2

"Money is in some respects life's fire. It is a very excellent servant, but a terrible master."
-P.T. Barnum


Ég verð nú bara að segja X3


Lenovo Legion dektop.

Skjámynd

teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf teitan » Sun 20. Feb 2011 13:19

Það var aldrei nein ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda og fáránlegt að ætlast til að við skrifum upp á hana eftir á... nóg hafa skuldirnar manns hækkað svo maður fari ekki að bæta skuldum annarra á sig...

Þessi frétt útskýrir afhverju sjálfstæðismenn voru allt í einu tilbúnir til að hoppa á Icesave-vagninn... http://www.svipan.is/?p=21780

Spilling út í eitt í stjórnmálunum hérna... :mad



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf methylman » Sun 20. Feb 2011 13:57

Við skulum ekki gleyma því að bankar þurfa leyfi ríkisvaldsins til þess að starfa, þannig að "skuldir óreiðumanna í útlöndum" urðu til með leyfi frá Íslenskum stjórnvöldum þess tíma. Og svo var það mismununin þegar íslenskir innistæðueigendur fengu sitt fé allt en útlendir ekki. Ég fyrir mitt leyti þyrfti ekki að hugsa mig um tvisvar ef einhverjir peningamenn hér heima hefðu tapað innistæðum sínum og ég mínum 300. þús. kalli, þá væri til eitthvert réttlæti í því að neita að borga. En því miður fór Geir ekki þá leiðina að málinu hann var of hræddur við gömlu peningaöflin í landinu. Og það sem við þurfum að borga í framtíðinni, er í raun það sem þegar hefur verið greitt, til þeirra sem enn halda sínum innistæðum í gömlu íslensku bönkunum. bara mín 10c°



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Tengdur

Re: Ef að Icesave fer í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað munt þú kjósa

Pósturaf appel » Sun 20. Feb 2011 15:29

Jæja, forsetinn synjaði, here we go again.


*-*