Jæja förum aftur að svara
- sorry búið að vera mikið að gera og þá er lítið litið á vaktina
dori) - Við erum með aðgengi að VDSLi, það helsta sem er að stoppa okkur þar er endabúnaður og kostnaðurinn við hann. Okkur býðst eins og er að kaupa VDSL endabúnað á tæpar 14.000 kr(án vsks) sem við sjáum ekki fram á með góðu móti að geta endurleigt á góðu verði til kúnnana okkar. Við erum hins vegar að skoða leiðir i þessu og þar stoppar sérstaklega að við viljum geta boðið uppá Sjónvarp Símans en vonandi leysist það farsælega bráðlega og við getum boðið líka uppá VDSL. Ef þú hins vegar kemur með þinn eigi VDSL endabúnað skal ég sko svo sannarlega tengja þig inn til okkar á "Ljósnetið".
Við leigjum routera á 450 kr á mánuði, þeir eru opnir. En hvetjum einstaklinga endilega til þess að nota sína eigin ef þeir eiga þá. Erum að nota eins og er ZyXEL endabúnað en erum að skoða tvær tegundir routera núna í dag sem eru að koma mjög vel út í testi sem eru N staðlaðir, önnur týpan er Bandarísk og hin frá Tékklandi sem ég hef ekki séð áður hér á landi en hefur verið sérstaklega áhugaverð í prófunum hjá okkur.
Við horfum frekar til ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur heldur en til VDSL nets Símans vegna þess hvernig kerfin eru uppbyggð ( GR > VDSL net Símans ).
svensven) Þær eru massa stable ( allavega þær sem ég veit um eru það
), en ég er kannski ekki alveg hlutlægasta manneskjan til að segja um það, þannig ég vona að kúnnanir okkar geta sagt frá því innan skamms.
Það er hægt að fá Sjónvarp Símans yfir Internet frá Hringdu. Við erum svo á leið inná ljósleiðaranet Gagnaveitunnar á því netkerfi er bara í boði Sjónvarp frá VF.
wicket) Við erum með Farice erum með Gigabit tengingu erum þar tengdir við stóran Transit partner. Erum á leiðinni inná Danice og verðum þá tvítryggðir(alveg seperat path, ekki bara protected ). Hins vegar er ég auðvita paranoya og við erum auglýstir yfir net Símans líka, þannig að ef Farice dettur út ( eða erlendi transit partnerinn okkar klikkar, eða eithvað þannig ) dettum við sjálfkrafa inná netkerfi Símans. Þetta setup er samt á leiðinni út, þar sem ég vill auðvita ekki nota Símann þar sem þá get ég ekki boðið uppá það sem ég er að bjóða. ( Sem sagt ætlum að vera með okkar eigin sambönd í staðinn fyrir varasamband í gegnum Símann ).
Vona að það svari spurningum í bili. Einhverjir spurðu sömu spurningar fyrr, og þess vegna fá þeir ekki nöfnin sín í svörin, en læt samt eins og þeirra spurningum sé þá svarað.