Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Svona rétt áður en allt fer á hvolf yfir histeríu tengdu þá diskinn og notaðu forrit eins og speedfan til að SMART lesa diskinn.
Þú sérð þar "Power On Hours" ...
Þú sérð þar "Power On Hours" ...
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
GuðjónR skrifaði:Svona rétt áður en allt fer á hvolf yfir histeríu tengdu þá diskinn og notaðu forrit eins og speedfan til að SMART lesa diskinn.
Þú sérð þar "Power On Hours" ...
x2
Það vantar allt backbone í þetta urban legend að Tölvutek selji notað stöff á 100% verði...
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Jæja þá er maður mættur! þakka öll hjálpar ráðin hérna, best að skella sér í verkið! Ætla samt áður en ég fer í verknaðinn og tengi hann að taka nokkrar myndir af disknum.
Hvort forritið HDTune eða speedfan?
Hvort forritið HDTune eða speedfan?
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
BjarniTS skrifaði:Þeir afgreiddu konu um tölvumús , rukkuðu of lítið.
Svo ætluðust þeir til að hún myndi gera sér ferð til þeirra til að leiðrétta þeirra eigin mistök.
Mun aldrei kaupa neitt þarna.
Hringdu þeir þá í hana og báðu hana um að koma aftur til að borga restina?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Muttley skrifaði:Jæja þá er maður mættur! þakka öll hjálpar ráðin hérna, best að skella sér í verkið! Ætla samt áður en ég fer í verknaðinn og tengi hann að taka nokkrar myndir af disknum.
Hvort forritið HDTune eða speedfan?
Notaðu speedfan
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
BjarniTS skrifaði:Þeir afgreiddu konu um tölvumús , rukkuðu of lítið.
Svo ætluðust þeir til að hún myndi gera sér ferð til þeirra til að leiðrétta þeirra eigin mistök.
Mun aldrei kaupa neitt þarna.
Ég las þessa frétt í DV og ég gat ekki skilið það þannig að þeir hefðu beðið hana um að gera sér sér ferð... Þessi kerling var með allt niðrum sig og það heimskulegasta sem hún gat gert var að fara með þetta í blöðin. Hún gat millifært fyrir vörunni, þeir meira að segja sendu henni reikning svo hún hefði einfaldlega geta greitt mismuninn með því að kíkja inn í heimabankann sinn
Hún keypti vöru, sem hún vissi að kostaði 12þús krónur, var rukkuð tæpar 6þús krónur fyrir og hún lætur afgreiðslumanninn ekki vita. Óheiðarlegt.
Hún segist alltaf hafa staðið í skilum, en neitar að greiða að fullu fyrir vöruna sem hún keypti þegar greinilega voru bara mannleg mistök af hálfu starfsmannsins að stimpla inn vitlausa vöru á kassanum. Óheiðarlegt.
Þeir báðu hana um að koma og greiða mismuninn við tækifæri og fá rétta ábyrgðarnótu fyrir vöruna sem hún var með í höndunum. Hún var með ábyrgðarskírteini fyrir lyklaborð, ekki músina sem hún hafði fengið.
Ég myndi venjulega ekki taka upp hanskan fyrir Tölvutek en miðað við hvernig greinin kom út (svo veit ég líka að blaðamennska getur verið tómt rugl og gefur ekki endilega rétta mynd af manneskjunni) að þá var þessi kerling bara með ótrúleg leiðindi. Ef þér líkar varan, þá áttu að greiða fyrir hana. Mannleg mistök geta alltaf gerst og þau ber þá að leiðrétta, ef þetta væri á hinn veginn, að Tölvutek hefði rukkað hana of mikið og neitað að endurgreiða, þá væri allt brjálað.
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
3009067 Hours = 125377.79166666667 Days
þetta er stýriskerfis diskurinn minn
þetta er stýriskerfis diskurinn minn
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
biturk skrifaði:3009067 Hours = 125377.79166666667 Days
þetta er stýriskerfis diskurinn minn
343 ár !
Mjög endingargóður diskur
Klemmi, sammála...rétt skal vera rétt hvaðan sem það kemur.
Furðulegt þegar fólk hleypur í blöðin með allt niðrum sig.
-
- Fiktari
- Póstar: 62
- Skráði sig: Mán 12. Mar 2007 22:50
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Sælir vaktarar, að sjálfsögðu er Tölvutek ekki að selja notaðar vörur sem nýjar, en við erum mjög liðlegir við skil hjá fólki og seljum þá ef notuð vara aftur sem notaða vöru og þá með afslætti. En í tilviki harðdiska mundum við ekki taka til baka notaðan harðdisk þar sem persónuleg gögn gætu leynst þar undir þó diskur væri formataður.
Tölvutek er í dag einn stærsti innflytjandi á íhlutum á Íslandi en árið 2010 fluttum við inn hátt í 20.000 harðdiska, allir voru þeir nýir og ónotaðir og seldir áfram sem slíkir. Þegar harðdiskur bilar skiptum við honum út fyrir nýjan harðdisk en fáum svo sjálfir frá framleiðanda svokallaða Refurbished harðdiska sem við seljum í verslun okkar með góðum afslætti og þá sem Refurbished diska.
1TB Samsung F1 harðdiskur á að koma í plastboxi með bækling og lokuðum skrúfupoka, diskar sem við eigum á lager núna eru merktir með framleiðsludag 2011.01 þannig að auðvelt ætti að vera að sjá hvort viðkomandi harðdiskur sé framleiddur eins og þeir í janúar 2011 eða þar nálægt.
Hafi einhver mistök átt sér stað hér væri óskandi að viðkomandi mundi hafa samband og gefa okkur tækifæri á að leiðrétta þau mistök en að sjálfsögðu á að vera hægt að treysta því að viðkomandi hlutur sé nýr og ónotaður.
Bestu kveðjur,
Halldór Hrafn Jónsson
Rekstrarstjóri
Tölvutek
Tölvutek er í dag einn stærsti innflytjandi á íhlutum á Íslandi en árið 2010 fluttum við inn hátt í 20.000 harðdiska, allir voru þeir nýir og ónotaðir og seldir áfram sem slíkir. Þegar harðdiskur bilar skiptum við honum út fyrir nýjan harðdisk en fáum svo sjálfir frá framleiðanda svokallaða Refurbished harðdiska sem við seljum í verslun okkar með góðum afslætti og þá sem Refurbished diska.
1TB Samsung F1 harðdiskur á að koma í plastboxi með bækling og lokuðum skrúfupoka, diskar sem við eigum á lager núna eru merktir með framleiðsludag 2011.01 þannig að auðvelt ætti að vera að sjá hvort viðkomandi harðdiskur sé framleiddur eins og þeir í janúar 2011 eða þar nálægt.
Hafi einhver mistök átt sér stað hér væri óskandi að viðkomandi mundi hafa samband og gefa okkur tækifæri á að leiðrétta þau mistök en að sjálfsögðu á að vera hægt að treysta því að viðkomandi hlutur sé nýr og ónotaður.
Bestu kveðjur,
Halldór Hrafn Jónsson
Rekstrarstjóri
Tölvutek
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 664
- Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Mér finnst alveg magnað að menn rjúki hingað inn til að grenja yfir svona löguðu áður en þeir tala við verslunina um málið, og láta eins og þetta sé allt stór samsæri til að koma notuðum vörum upp á þá.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1270
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Reputation: 13
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Ég vill komast til botns í þessu máli hérna og fá screenshot af þessu!!! Koma svo
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
FreyrGauti skrifaði:Mér finnst alveg magnað að menn rjúki hingað inn til að grenja yfir svona löguðu áður en þeir tala við verslunina um málið, og láta eins og þetta sé allt stór samsæri til að koma notuðum vörum upp á þá.
Ef það væru ekki svona samsæriskenningasmiðir á netinu þá væri ekkert að gera á sumum svona spjallborðum...
En þetta líkur heldur þessum rekstrarstjórum við efnið...
Vaktin er bara nauðsynlegt aðhald við þessa aðila and a force to be reckoned with...
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
[quote="rapport"]Vaktin er bara nauðsynlegt aðhald við þessa aðila and a force to be reckoned with...[/quote]
Fyrir forvitnissakir, hvernig þá ? Og ég á við báðar fullyrðingarnar.
Fyrir forvitnissakir, hvernig þá ? Og ég á við báðar fullyrðingarnar.
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
mind skrifaði:rapport skrifaði:Vaktin er bara nauðsynlegt aðhald við þessa aðila and a force to be reckoned with...
Verðvaktin... = Nauðsynlegt aðhald...
Þær tölvuverslanir sem eru ekki inná verðvaktinni... veit einhver hvað þær heita eða hvar þær eru?
Tölvuverslun sem fer ekki þarna inn = DOOMED og því er Vaktin "force to be reckoned with..."
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Halldorhrafn skrifaði:Sælir vaktarar...
Bestu kveðjur,
Halldór Hrafn Jónsson
Rekstrarstjóri
Tölvutek
flott þetta, væri til í að sjá allar tölvubúðirnar hérna inná, og væri ekki verra ef að þeir væru sérmerktir
Kubbur.Digital
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Klemmi skrifaði:BjarniTS skrifaði:Þeir afgreiddu konu um tölvumús , rukkuðu of lítið.
Svo ætluðust þeir til að hún myndi gera sér ferð til þeirra til að leiðrétta þeirra eigin mistök.
Mun aldrei kaupa neitt þarna.
Ég las þessa frétt í DV og ég gat ekki skilið það þannig að þeir hefðu beðið hana um að gera sér sér ferð... Þessi kerling var með allt niðrum sig og það heimskulegasta sem hún gat gert var að fara með þetta í blöðin. Hún gat millifært fyrir vörunni, þeir meira að segja sendu henni reikning svo hún hefði einfaldlega geta greitt mismuninn með því að kíkja inn í heimabankann sinn
Hún keypti vöru, sem hún vissi að kostaði 12þús krónur, var rukkuð tæpar 6þús krónur fyrir og hún lætur afgreiðslumanninn ekki vita. Óheiðarlegt.
Hún segist alltaf hafa staðið í skilum, en neitar að greiða að fullu fyrir vöruna sem hún keypti þegar greinilega voru bara mannleg mistök af hálfu starfsmannsins að stimpla inn vitlausa vöru á kassanum. Óheiðarlegt.
Þeir báðu hana um að koma og greiða mismuninn við tækifæri og fá rétta ábyrgðarnótu fyrir vöruna sem hún var með í höndunum. Hún var með ábyrgðarskírteini fyrir lyklaborð, ekki músina sem hún hafði fengið.
Ég myndi venjulega ekki taka upp hanskan fyrir Tölvutek en miðað við hvernig greinin kom út (svo veit ég líka að blaðamennska getur verið tómt rugl og gefur ekki endilega rétta mynd af manneskjunni) að þá var þessi kerling bara með ótrúleg leiðindi. Ef þér líkar varan, þá áttu að greiða fyrir hana. Mannleg mistök geta alltaf gerst og þau ber þá að leiðrétta, ef þetta væri á hinn veginn, að Tölvutek hefði rukkað hana of mikið og neitað að endurgreiða, þá væri allt brjálað.
Haha lenti í svipuði tilfelli þar síðasta sumar. Keypti Premium lén af BuyDomains.com á rúmlega 100.000 kr. Þeir lögðu óvart 100.000 inn á mig í stað þess að rukka .
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Arkidas skrifaði:Haha lenti í svipuði tilfelli þar síðasta sumar. Keypti Premium lén af BuyDomains.com á rúmlega 100.000 kr. Þeir lögðu óvart 100.000 inn á mig í stað þess að rukka .
Greyið gaurinn sem var að selja lénið.
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
rapport skrifaði:mind skrifaði:rapport skrifaði:Vaktin er bara nauðsynlegt aðhald við þessa aðila and a force to be reckoned with...
Verðvaktin... = Nauðsynlegt aðhald...
Þær tölvuverslanir sem eru ekki inná verðvaktinni... veit einhver hvað þær heita eða hvar þær eru?
Tölvuverslun sem fer ekki þarna inn = DOOMED og því er Vaktin "force to be reckoned with..."
Nýherji, borgartúni
EJS , grensásvegi
Opin kerfi, höfða
Held þurfi ekki meira til að sýna frammá gallann við allar þessar fullyrðingar og staðreyndarvillur.
Vaktin á vissulega sinn í tölvuheiminum en hún er eflaust langt frá því að vera stjórnandi afl þar.
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
kubbur skrifaði:Halldorhrafn skrifaði:Sælir vaktarar...
Bestu kveðjur,
Halldór Hrafn Jónsson
Rekstrarstjóri
Tölvutek
flott þetta, væri til í að sjá allar tölvubúðirnar hérna inná, og væri ekki verra ef að þeir væru sérmerktir
Ég hef séð svona pósta frá tölvutækni, buy.is, kísildal og nú tölvutek.
Thumbs up
Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Þessi þráður vekur mann til umhugsunar, hvort við sem stjórnum spjallinu ættum að læsa svona þráðum eða ekki.
Ekki það að ég vilji ritskoðin, frekar að sporna við því að menn geti komið með "órökstuddar" yfirlýsingar sem geta haft vond/neikvæð áhrif á fyrirtæki og verslanir.
Sá sem á upphafsinnleggið hefur ekki loggað sig inn síðan í gær og ekki sýnt okkur umbeðnar SMART upplýsingar, kannski hefur hann prófað diskinn og séð þá að hann var nýr og skammast sín núna fyrir yfirlýsingar? Hvað á maður að halda?
Og líka annað, ef maður lendir í því að kaupa af fyrirtæki gallaða vöru eða vöru sem stenst ekki væntingar þ.e. fá óvart" notaða vöru þegar ný er keypt er þá ekki rétti vetfangurinn að hafa samband beint við viðkomandi verslun?
Ég veit það allaveganna fyrir mína parta að kurteysi kostar ekki peninga og ef það koma upp einhver vandamál þá er best að leysa þau milliliðalaust, ég veit t.d. ekki hvernig fólk sem hraunar yfir fyrirtæki í blöðum eða opnum vefjum út af t.d. gölluðum vörum fer síðan að því að mæta í viðkomandi verslun með gölluðu vöruna og fá skipti. Ég gæti ekki horft í augun á viðkomandi ef ég væri búinn að hrauna yfir hann fyrst.
Mér fannst flott að fá útskýringarnar frá Halldóri Hrafni, ég er sannfærður um að hvorki Tölvutek né nokkur annars tölvusali á íslandi myndi nokkurntíman selja notaðar tölvuvörur sem nýjar. Að minnsta kosti ekki viljandi.
mind: ég er alveg sammála þér, Vaktin á sér sinn sess en hún er ekki og mun ekki verða stjórnandi afl.
rapport er nú þekktur fyrir að taka stórt uppí sig, það sem hann var eflaust að reyna að segja var að þar verslanir sem væru ekki á Vaktinni ættu ættu erfiðara uppdráttar en þær sem eru þar. Og ég ætla að vera sammála honum þar. Vaktin hefur átt þátt í því að hafa komið mörgum góðum tölvuverslunum á framfæri.
Ég er búinn að vera tengdur Vaktinni frá upphafi og ég veit vel að í upphafi var mikil tortryggni og margir héldu að ef þeir yrði á Vaktinni þá væri allt búið ef þeir væru ekki með allt ódýrast alltaf, það er bara ekki þannig. Auðvitað hjálpar það til að vera með lág verð, ég tala nú ekki um þegar menn eru að koma sér á kortið. En til lengri tíma litið þá er svo margt annað sem spilar inní jöfnuna. Ég held að engin tölvubúð tapi á því að vera með okkur.
Þvert á móti, ég er ekkert viss um að ef við myndum ákveða að henda út einni eða tveimur af handahófi að það yrði vinsælt hjá viðkomandi verslunum.
Varðandi Nýjerja, Opin kerfi og EJS þá eru þetta fyrirtæki sem eru að einbeita sér að allt öðrum markhópum en t.d. netverslanir á Vaktinni.
Við settum einhverntíman EJS á Vaktina, en gáfumst upp, enda ekki í íhlutasölu nema að mjög takmörkuðu leiti.
Úff þetta er orðið allt of langt.
Ekki það að ég vilji ritskoðin, frekar að sporna við því að menn geti komið með "órökstuddar" yfirlýsingar sem geta haft vond/neikvæð áhrif á fyrirtæki og verslanir.
Sá sem á upphafsinnleggið hefur ekki loggað sig inn síðan í gær og ekki sýnt okkur umbeðnar SMART upplýsingar, kannski hefur hann prófað diskinn og séð þá að hann var nýr og skammast sín núna fyrir yfirlýsingar? Hvað á maður að halda?
Og líka annað, ef maður lendir í því að kaupa af fyrirtæki gallaða vöru eða vöru sem stenst ekki væntingar þ.e. fá óvart" notaða vöru þegar ný er keypt er þá ekki rétti vetfangurinn að hafa samband beint við viðkomandi verslun?
Ég veit það allaveganna fyrir mína parta að kurteysi kostar ekki peninga og ef það koma upp einhver vandamál þá er best að leysa þau milliliðalaust, ég veit t.d. ekki hvernig fólk sem hraunar yfir fyrirtæki í blöðum eða opnum vefjum út af t.d. gölluðum vörum fer síðan að því að mæta í viðkomandi verslun með gölluðu vöruna og fá skipti. Ég gæti ekki horft í augun á viðkomandi ef ég væri búinn að hrauna yfir hann fyrst.
Mér fannst flott að fá útskýringarnar frá Halldóri Hrafni, ég er sannfærður um að hvorki Tölvutek né nokkur annars tölvusali á íslandi myndi nokkurntíman selja notaðar tölvuvörur sem nýjar. Að minnsta kosti ekki viljandi.
mind: ég er alveg sammála þér, Vaktin á sér sinn sess en hún er ekki og mun ekki verða stjórnandi afl.
rapport er nú þekktur fyrir að taka stórt uppí sig, það sem hann var eflaust að reyna að segja var að þar verslanir sem væru ekki á Vaktinni ættu ættu erfiðara uppdráttar en þær sem eru þar. Og ég ætla að vera sammála honum þar. Vaktin hefur átt þátt í því að hafa komið mörgum góðum tölvuverslunum á framfæri.
Ég er búinn að vera tengdur Vaktinni frá upphafi og ég veit vel að í upphafi var mikil tortryggni og margir héldu að ef þeir yrði á Vaktinni þá væri allt búið ef þeir væru ekki með allt ódýrast alltaf, það er bara ekki þannig. Auðvitað hjálpar það til að vera með lág verð, ég tala nú ekki um þegar menn eru að koma sér á kortið. En til lengri tíma litið þá er svo margt annað sem spilar inní jöfnuna. Ég held að engin tölvubúð tapi á því að vera með okkur.
Þvert á móti, ég er ekkert viss um að ef við myndum ákveða að henda út einni eða tveimur af handahófi að það yrði vinsælt hjá viðkomandi verslunum.
Varðandi Nýjerja, Opin kerfi og EJS þá eru þetta fyrirtæki sem eru að einbeita sér að allt öðrum markhópum en t.d. netverslanir á Vaktinni.
Við settum einhverntíman EJS á Vaktina, en gáfumst upp, enda ekki í íhlutasölu nema að mjög takmörkuðu leiti.
Úff þetta er orðið allt of langt.
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Sem opið spjallborð þá ætti nú að vera í lagi hafa svona þræði ólæsta, eins og í þessu tilviki þá einmitt vegna þess að þetta er opið spjallborð gat viðkomandi mótaðili svarað þessu. Það reyndar leysir ekki byrjunina á þessu sem var að einhver kom með neikvæða umfjöllun og hefur svo virðist vera látið sig hverfa eftir að hann var beðinn um nánari upplýsingar til að styðja mál sitt.
Það er alveg rétt einnig að vaktin er viss auglýsingar og umfjöllunarmiðill en það sem Rapport skrifaði stóðst ekki og var svakalega valdlitað. Ef hann átti við annað hefði án efa verið vænlegra bara skrifa það frekar
Veit ekki hvort vaktin er jákvæður eða neikvæður hlutur fyrir neytendur og verslanir, en hún er vissulega tól sem má nota til hvorugs tveggja og stjórna má að hversu miklu marki hún leyfir það.
Var alls ekki gefa í skyn að Nýherji, Opin kerfi og EJS ættu heima hér á vaktinni, bara tölvuheimurinn á íslandi væri stærri en þeir sem væru á vaktinni þó þetta sé stóra litla samfélagið okkar
Það er alveg rétt einnig að vaktin er viss auglýsingar og umfjöllunarmiðill en það sem Rapport skrifaði stóðst ekki og var svakalega valdlitað. Ef hann átti við annað hefði án efa verið vænlegra bara skrifa það frekar
Veit ekki hvort vaktin er jákvæður eða neikvæður hlutur fyrir neytendur og verslanir, en hún er vissulega tól sem má nota til hvorugs tveggja og stjórna má að hversu miklu marki hún leyfir það.
Var alls ekki gefa í skyn að Nýherji, Opin kerfi og EJS ættu heima hér á vaktinni, bara tölvuheimurinn á íslandi væri stærri en þeir sem væru á vaktinni þó þetta sé stóra litla samfélagið okkar
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Hér er það sem ég sagði... sem ég var svo beðinn um að útskýra/rökstyðja...
Úr hvaða átt koma svo þessi komment strákar?
Það er eitthvað svooo rangt við þetta...
Mér finnst það ekki, þetta var ekki einusinni gettotalk + ég ræð engu hérna nema sjálfum mér...
Ég reyndar sé vaktina mikið sem markaðstól fyrir neytendur til að nota, bæði til að kanna verð en einnig til að hylla góðum aðilum en einnig láta vita af slæmum, öðrum víti til varnaðar.
Það sem skrifað er hingað inn hefur áhrif á val notendanna hérna, allavega mitt val á bæði verslunum og vörum og það kæmi mér ekki á óvart að Vaktin stýrði fleirum en bara mér á þennan hátt í viðskiptum.
Sem er bara gott mál því að "benchmarking" fyrir fyrirtæki er gríðarlega mikilvægt.
Það væri t.d. sniðugt fyrir tölvuverslun að láta kanna hjá Clöru hvernig skrifað er um verslanirnar hérna inni á spjallborðinu, það yrði líklega gott benchmark fyrir verslun til að meta sína stöðu á markaðinum, þá í samanburði við aðrar verslanir. Þessar tölur + ársreikningur samkeppnisaðila frá seinasta ári = þú ert búinn að kortleggja góðan hluta af markaðinum með minimum vinnu og fyrir mjög lítinn pening.
Afsakið langlokuna...
rapport skrifaði:Ef það væru ekki svona samsæriskenningasmiðir á netinu þá væri ekkert að gera á sumum svona spjallborðum...
En þetta heldur þessum rekstrarstjórum við efnið...
Vaktin er bara nauðsynlegt aðhald við þessa aðila and a force to be reckoned with...
Úr hvaða átt koma svo þessi komment strákar?
GuðjónR skrifaði:rapport er nú þekktur fyrir að taka stórt uppí sig
Það er eitthvað svooo rangt við þetta...
mind skrifaði: það sem Rapport skrifaði stóðst ekki og var svakalega valdlitað.
Mér finnst það ekki, þetta var ekki einusinni gettotalk + ég ræð engu hérna nema sjálfum mér...
Ég reyndar sé vaktina mikið sem markaðstól fyrir neytendur til að nota, bæði til að kanna verð en einnig til að hylla góðum aðilum en einnig láta vita af slæmum, öðrum víti til varnaðar.
Það sem skrifað er hingað inn hefur áhrif á val notendanna hérna, allavega mitt val á bæði verslunum og vörum og það kæmi mér ekki á óvart að Vaktin stýrði fleirum en bara mér á þennan hátt í viðskiptum.
Sem er bara gott mál því að "benchmarking" fyrir fyrirtæki er gríðarlega mikilvægt.
Það væri t.d. sniðugt fyrir tölvuverslun að láta kanna hjá Clöru hvernig skrifað er um verslanirnar hérna inni á spjallborðinu, það yrði líklega gott benchmark fyrir verslun til að meta sína stöðu á markaðinum, þá í samanburði við aðrar verslanir. Þessar tölur + ársreikningur samkeppnisaðila frá seinasta ári = þú ert búinn að kortleggja góðan hluta af markaðinum með minimum vinnu og fyrir mjög lítinn pening.
Afsakið langlokuna...
Re: Tölvutek að selja fólki notaðar vörur?
Ég er mjög sáttur mjög sáttur með tölvutek ! mjög góð búð engin vandamál hjá mér !
Mainboard - Gigabyte X58-USB3 | Chipset - Intel X58 | Processor - Intel Core i7 950 @ 3066 MHz | Memory - 6144 MB (3 x 2048 DDR3-SDRAM ) | Video Card - Radeon HD 6800 Series | HDD - SAMSUNG (2x1000 GB)(1x1500 GB) | OS - Windows 7 Ultimate Professional (x64) | DirectX - Version 11.00