Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur


Höfundur
Skaribj
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 10. Okt 2007 19:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf Skaribj » Mán 07. Feb 2011 10:37

Sælir,

Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver þekking sé hér varðandi gervihnattamóttakara sem hægt sé að setja í tölvu.

Hvar er t.d. hægt að kaupa þesskonar, verð og gæði.

Það er hægt að kaupa nokkrar tegundir að boxum til þessa brúks en ég hef áhuga á að hafa þetta innbyggt í tölvuna þannig að ég geti t.d. ráðið sjálfur diskaplássi sem ætlað er fyrir móttöku og fl. Það ættu flestir hér t.d. að þekkja þá annmarkana sem margmiðlunarflakkara versus það að nota tölvu til að vista og sýna efni.

Með fyrirfram þökk,
Kv. Oskarbj



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf hagur » Mán 07. Feb 2011 11:23

Ég efast um að þú fáir slíkt hérlendis, en þori ekki að fullyrða.

Það sem þú ert að leita að er Digital TV tuner sem notar staðalinn DVB-S (Digital Video Broadcast - Satellite).

Ég myndi skoða innflutning á DVB-S korti frá t.d Hauppauge, sem er gæða framleiðandi þegar kemur að sjónvarpskortum.

T.d þetta: http://www.hauppauge.com/site/products/ ... ahds2.html



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf Tiger » Mán 07. Feb 2011 13:25

Ég hef oft pælt í þessu sjálfur eftir að hafa haft SKY á sínum tíma, langar að koma með nokkrar basic/aula spurningar. Tengist þetta kort í Disk eða tekur þetta signalið í gegnum netið? Er einhver leið að ná SKY sports (og að sjálfsögðu borga fyrir áskrift) í tölvunni?




Höfundur
Skaribj
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 10. Okt 2007 19:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf Skaribj » Mán 07. Feb 2011 13:38

Ég þakka þér fyrir Hagur.

Ég hef verið að skoða umsögn um kortið sem þú komst með ábendingar um og þær eru flestar mjög góðar. Ef að hægt er að notast við kort eins og þetta í stað þess að kaupa rándýr HD móttakara þá er það bara frábært.

Ég hef verið með tölvu tengda sjónvarpinu hjá mér í nokkur ár og er frekar stemmdur fyrir því að bæta við ódýru korti í vélina en kaupa þessi box sem verið er að selja á verðum í kringum 100 kallinn.

Ég fann tvö önnur kort sem ég á eftir að lesa meira um Twinhan VisionDTV Sat-CI og AzureWave Hi-Def CI PC Card en við fyrstu athugun þá hafa þau einn kost framyfir Hauppauge kortið það er kortalesara.

Oskarbj



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf hagur » Mán 07. Feb 2011 14:14

Snuddi skrifaði:Ég hef oft pælt í þessu sjálfur eftir að hafa haft SKY á sínum tíma, langar að koma með nokkrar basic/aula spurningar. Tengist þetta kort í Disk eða tekur þetta signalið í gegnum netið? Er einhver leið að ná SKY sports (og að sjálfsögðu borga fyrir áskrift) í tölvunni?


Sæll,

Svona kort kemur í rauninni í stað gervihnattamóttakarans og tengist við diskinn.

Til að ná læstum rásum eins og Sky Sports þarftu svo kortalesara eða svona kort með innbyggðu CI-module eða slíku, til að geta stungið áskriftarkorti í. Ég ætla samt að viðurkenna fáfræði mína á svoleiðis hlutum hér með :oops:




Höfundur
Skaribj
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 10. Okt 2007 19:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf Skaribj » Mán 07. Feb 2011 14:21

Sæll Snuddi,

Varðandi fyrirspurn þín þá virkar kortið þannig að þú tengir kortið beint við gervihnattadisk.

Varðandi netið þá á að vera hægt að kaupa internet þjónustu í gegnum gervihnött með kortinu. Af forvitni skoðaði ég hvað það myndi kosta samanborið við internetþjónustu hér heima og af því sem ég fann þá er það mikið dýrara um gervihnöttinn.

Kv. Oskarbj



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf dori » Mán 07. Feb 2011 14:27

Skaribj skrifaði:Varðandi netið þá á að vera hægt að kaupa internet þjónustu í gegnum gervihnött með kortinu. Af forvitni skoðaði ég hvað það myndi kosta samanborið við internetþjónustu hér heima og af því sem ég fann þá er það mikið dýrara um gervihnöttinn.

Hann var að tala um að fá Sky yfir nettengingu en ekki að fá nettengingu yfir gervihnött. Fyrir utan hversu dýrt slíkt er þá er það alveg virkilega vond hugmynd ef það er kostur að fá nettengingu yfir símalínu. Latency á slíkum tengingum er nefnilega alveg rosalega hátt (i.e. þú gætir ekki spilað tölvuleiki eða gert neitt real-time).



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf gardar » Mán 07. Feb 2011 15:07

Skaribj skrifaði:Sæll Snuddi,

Varðandi fyrirspurn þín þá virkar kortið þannig að þú tengir kortið beint við gervihnattadisk.

Varðandi netið þá á að vera hægt að kaupa internet þjónustu í gegnum gervihnött með kortinu. Af forvitni skoðaði ég hvað það myndi kosta samanborið við internetþjónustu hér heima og af því sem ég fann þá er það mikið dýrara um gervihnöttinn.

Kv. Oskarbj



Geturðu nokkuð sent inn einhverja hlekki þar sem ég get lesið mér til um þessa þjónustu? :)



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf dori » Mán 07. Feb 2011 15:23

gardar skrifaði:Geturðu nokkuð sent inn einhverja hlekki þar sem ég get lesið mér til um þessa þjónustu? :)


Á Wikipedia. Hérna er einhver verðskrá. En þetta er useless nema þú getir ekki fengið broadband öðruvísi (og sem backup hugsanlega).




Höfundur
Skaribj
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 10. Okt 2007 19:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf Skaribj » Mán 07. Feb 2011 15:31

Ég er ekki með neina hlekki sem ég get áframsent en ég setti inn (internet via satellite) í Google í gær og fann þar nokkra hlekki.

Ég prufaði einnig að þrengja leitina við UK og DK og á báðum stöðum var þessi leið allt of dýr.

Ef að þú finnur tilboð þar sem verið er að bjóða þokkalega öfluga tengingu á ásættanlegu verði máttu láta mig vita.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf dori » Mán 07. Feb 2011 15:56

Skaribj skrifaði:Ef að þú finnur tilboð þar sem verið er að bjóða þokkalega öfluga tengingu á ásættanlegu verði máttu láta mig vita.
Ef þú býrð þar sem þú getur fengið network yfir símalínu þá er það mjög vond hugmynd að skipta yfir í þetta. Lestu endilega fyrsta hlutann af wiki greininni sem ég linkaði í í síðasta innleggi mínu í þennan þráð.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf gardar » Mán 07. Feb 2011 16:09

dori skrifaði:
gardar skrifaði:Geturðu nokkuð sent inn einhverja hlekki þar sem ég get lesið mér til um þessa þjónustu? :)


Á Wikipedia. Hérna er einhver verðskrá. En þetta er useless nema þú getir ekki fengið broadband öðruvísi (og sem backup hugsanlega).



Ah, þetta er enn verra en ég bjóst við...
Hafði hugsað að þetta væri sniðugt sem "niðurhalstenging" ef það væri hægt að fá eitthvert "unmetered" plan, maður gæti sætt sig við slappt ping og hvaðeina ef tengingin yrði bara notuð í gagna niðurhal.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf gardar » Mán 07. Feb 2011 17:47

Þetta lofar annars góðu: http://www.viasat.com/broadband-satelli ... s/viasat-1

Og svo er spurning hvort þetta reynist vel:
http://www.betanews.com/article/New-Jap ... 1203970459




herb
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 02:47
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf herb » Mán 07. Feb 2011 21:36

Ég hef verið að nota Hauppauge WinTV-NOVA-HD-S2 með góðum árangri fyrir FTA rásir http://www.hauppauge.co.uk/site/product ... ahds2.html í Linux ásamt TechniSat SkyStar HD 2 http://www.technisat.com/index9654.html ... 238891-215 með CI í Windows Media Center 7 (það virkar illa í Linux)

Þetta eru S2 kort sem þýðir það að hægt er að ná öllu HD efni niður td á Thor 1° og Astra 28° sem Íslendingar eru mest að nota svo framanlega að það sé FTA rásir eða áskrift sé til staðar. Ég mundi ekki fjárfesta í venjulegum DVB-S kortum lengur þar sem það er á útleið og svo er mikið til af satellite tv í HD (1080!) orðið og er aðeins aðgengilegt um DVB-S2 staðalinn :)

Það sem þarf hinsvegar að hafa í huga ef á að ná í efni sem er lokað á áskrift þarf að verða sér út um kort með CI (Common Interface) sem hægt er að setja afruglara í, td Conax fyrir Canal+ á Thor eða Videoguard fyrir Sky áskriftir.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Gervihnattamóttakarar fyrir tölvur

Pósturaf dori » Mán 07. Feb 2011 22:25

gardar skrifaði:Þetta lofar annars góðu: http://www.viasat.com/broadband-satelli ... s/viasat-1

Og svo er spurning hvort þetta reynist vel:
http://www.betanews.com/article/New-Jap ... 1203970459

Já... Þetta er alveg frábær tækni, fyrirgefið hvað ég hef verið neikvæður gagnvart henni. Þannig er bara að ég var að lesa mjög gamlan en góðan rant um það hversu heimskulegt það er að fólk er alltaf að auglýsa háhraðanettengingu sem eitthvað sem er X Mb/s þegar það er í rauninni burðargeta tengingarinnar en ekki hraði.

Mæli með þessu :)