E6750 örgjörvi heitur!

Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf bjornvil » Fim 03. Feb 2011 01:20

Sælir

Hvað er eðlilegur hiti á E6750 örgjörva? Miðað við google er maxið sem maður vill sjá á svona örgjörva um 70°c. Minn hangir í 65-70°c í léttri vinnslu, netrápi og þannig.

Ég hef ekkert fiktað í kælingunni á vélinni, búinn að eiga hana í nokkur ár og ég var með Speedfan á henni fyrir þónokkru síðan og þá var örrinn aldrei svona heitur. Getur verið að það hjálpi að skipta um kælikrem eða eitthvað? Allar viftur virka eðlilega og ég hef ekkert fiktað í neinu.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7597
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf rapport » Fim 03. Feb 2011 01:22

Hvaða forrit ertu að nota til að lesa hitann?

Það er oft mismunur á þeim.

En kælikrem þorna annars með tímanum og hætta að virka jafn vel = þarf að skipta um.



Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf bjornvil » Fim 03. Feb 2011 01:27

Er að nota Speedfan... eitthvað annað sem ég ætti að prufa?

Annars er þessi tölva eitthvað um 5 ára gömul... eflaust kominn tími á að skipta um kælikrem :)



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf Plushy » Fim 03. Feb 2011 01:36

bjornvil skrifaði:Er að nota Speedfan... eitthvað annað sem ég ætti að prufa?

Annars er þessi tölva eitthvað um 5 ára gömul... eflaust kominn tími á að skipta um kælikrem :)


og hreinsa rykið úr heatsinkinu og viftunni



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf Daz » Fim 03. Feb 2011 09:19

Ef þú ert með stock viftuna ættirðu ekki undir venjulegum kringumstæðum að sjá svona mikinn hita. Ég er með nákvæmlega þennan örgjörva og áður en ég skipti um kælingu fór ég upp undir og yfir 60°C bara þegar ég keyrði einhver CPU ofbeldisforrit eða var lengi í leik.

Um að gera að taka kælinguna af, rykhreinsa vel (það festist ótrúlega mikið ryk í heatsinkun sjálfu sem augljóslega takmarkar loftflæðið mikið) og setja nýtt kælikrem.



Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 363
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf bjornvil » Fim 03. Feb 2011 22:34

Takk fyrir svörin strákar, ég er búinn að redda þessu :)

Fór og keypti mér loft á brúsa og kælikrem í dag og græjaði þetta. Það var þykkt lag af ryki á milli viftunnar og heat-sinksins, væntanlega ekki verið mikið loftflæði þar. Svo þreif ég burt þetta litla kælikrem sem var þarna á milli, sem var btw orðið frekar þurrt og morkið, og setti nýtt. Vissi ekkert hvað á að setja mikið, en samkvæmt einhverju Youtube myndbandi sem ég fann um svona skipti það ekki höfuðmáli. Ég setti bara ágætisgommu og smellti þessu aftur saman.

Hitinn um 30°c núna í venjulegu netrápi. Býst við að það sé eðlilegt, ekki satt?




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf Gets » Fim 03. Feb 2011 22:36

bjornvil skrifaði:Takk fyrir svörin strákar, ég er búinn að redda þessu :)

Fór og keypti mér loft á brúsa og kælikrem í dag og græjaði þetta. Það var þykkt lag af ryki á milli viftunnar og heat-sinksins, væntanlega ekki verið mikið loftflæði þar. Svo þreif ég burt þetta litla kælikrem sem var þarna á milli, sem var btw orðið frekar þurrt og morkið, og setti nýtt. Vissi ekkert hvað á að setja mikið, en samkvæmt einhverju Youtube myndbandi sem ég fann um svona skipti það ekki höfuðmáli. Ég setti bara ágætisgommu og smellti þessu aftur saman.

Hitinn um 30°c :happy núna í venjulegu netrápi. Býst við að það sé eðlilegt, ekki satt?



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: E6750 örgjörvi heitur!

Pósturaf Plushy » Fim 03. Feb 2011 22:37

bjornvil skrifaði:Takk fyrir svörin strákar, ég er búinn að redda þessu :)

Fór og keypti mér loft á brúsa og kælikrem í dag og græjaði þetta. Það var þykkt lag af ryki á milli viftunnar og heat-sinksins, væntanlega ekki verið mikið loftflæði þar. Svo þreif ég burt þetta litla kælikrem sem var þarna á milli, sem var btw orðið frekar þurrt og morkið, og setti nýtt. Vissi ekkert hvað á að setja mikið, en samkvæmt einhverju Youtube myndbandi sem ég fann um svona skipti það ekki höfuðmáli. Ég setti bara ágætisgommu og smellti þessu aftur saman.

Hitinn um 30°c núna í venjulegu netrápi. Býst við að það sé eðlilegt, ekki satt?


Flottur :)

Samt bara að passa að láta ekki of mikið kælikrem, það virkar báðar leiðir að leiða kulda og hita þannig að ef það kemst í hitann.. you get the point! :P

Líka að þegar þú ert með svona loft brúsa að snúa honum aldrei mikið á hlið og ekki á hvolf, þá getur myndast raki. Þetta er samt eitthvað sem ég hef hvorugt prófað, bara lesið um bæði hérna á vaktinni og annars staðar.