GuðjónR skrifaði:Já...það væri ljúft að vera með sér server, en kosturinn við hýsinguna er sá að þá hefur maður "þjónustuna" í leiðinni ef það koma upp tæknileg vandamál.
Annars held ég að það sé eitthvað að hjá 1984.is núna ég prófaði að uploda 270mb fæl á vaktin.is og dl hraðinn er 25-50kbs
Er með tvo út í bæ að prófa líka, annar er á innra neti Símanns með ótakmarkaða bandvídd og hann er að fá í kringum 25 kbs.
Búinn að senda fyrirspurn á 1984.is
Mér finnst líklegast að það sé bara eitthvað skrýtið að gerast með þennan einstaka server hjá 1984.is. Það er miklu óstöðugra latency á honum en þeim sem hýsir 1984.is og það kemur fyrir að pakkar tapist. Kannski er önnur síða sem er hýst þarna að gera eitthvað skrýtið. Ég myndi veðja á það.