Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf zedro » Mið 19. Jan 2011 20:31

Google Nexus S vs. hTC Desire HD
MyndMynd

Jæja nú fer að verða kominn tími á síma uppfærslu, gamli Nokia 3200 jálkurinn farinn að sjá á sér eftir 6ára+ notkun.

Er búinn að renna yfir Review eftir review hér þar og allstaðar. En er ekki allveg á því hvor er málið.
Eftir að hafa fengið að handleika Desire'inn þá hallast ég frekar að Nex þar sem hann er aðeins minni
4" vs 4,3" á Des. Nexusinn er með AMOLED skjá sem vægast sagt er magnaður (yndislegur sölumaður
símans hélt mér í halftíma ræðu um Samsung galaxy held ég að það hafi verið), litirnir eru svo djúpir.

Skoðaði review þar sem myndavélarnar á þessum símur voru teknar fyrir og ég verð að segja þótt að
Nexusinn sé bara með 5mpix á móti 8 hjá Desire, þá fannst mér litirnir á Desire svo óraunverulegir
eitthvað. Myndbandsupptakann var ágæt á báðum símunum, Des á að geta tekið upp í 720p en ég get
ekki sagt að ég hafi séð neinn svaka mun. Nexusinn er að vísu með myndavél að framann sem Desire
hefur ekki. Desire hefur 2 led flash á móti einu á Nexinum. En við verðum nú að horfa á staðreyndirnar
þetta eru ekki myndavélar.

Nexus Kostir:
Nýjasta Firmware.
Amoled.
Myndavél að framan.

Desire HD kostir:
8Mpix myndavél
hTC Sence
microSD slot stækkanlegt í 32 GB

Það er allavega hellings kostir og gallar á báðum símunum.
Langar að fá reynslusögur og athugasemdir hvað ykkur finnst.
Er alltaf svo óákveðinn þegar það kemur að því að kaupa sér dýra hluti. :megasmile


Kísildalur.is þar sem nördin versla


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf blitz » Mið 19. Jan 2011 20:48

HTC Sense er ekki kostur lol

En Nexus S virðist ekki vera nógu góður, crappy build quality a la Samsung og margir ónægðir sem skila honum


PS4

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf gardar » Mið 19. Jan 2011 20:55

Ég myndi frekar taka Desire HD og roota hann og smella inn nýjustu android útgáfunni, þá eru einu kostirnir við nexusinn Amoled og Myndavél að framan.... Amoled gæti verið fínt, en ég er þó ekki viss að þú sjáir muninn, og myndavélina að framan notar maður aldrei.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf steinarorri » Mið 19. Jan 2011 22:52

Myndi skella mér á Desire HD, ástæður:
Betra build quality hjá HTC en Samsung
Með slotti fyrir MicroSD kort (annað er dealbreaker)
Sense er ágætt - klárlega besta manufacturer UI sem til er. (Nota þó LauncherPro, en hef ekkert á móti Sense)
Betri myndavél á Desire HD.
Tel að venjulegir notendur sjá lítinn sem engan mun á AMOLED og SLCD.

Á HTC Desire (ekki HD) núna og er mjög sáttur.




ellertj
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 27. Des 2004 09:59
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf ellertj » Mið 19. Jan 2011 22:59

Ég sef með Galaxy S símann minn undir koddanum!

Vægast sagt magnað tæki í alla staði.



Skjámynd

Zethic
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf Zethic » Mið 19. Jan 2011 23:08

Myndi bíða fram í feb. eftir Samsung Galaxy S tvö. Betri en þessir báðir í alla staði.

Svo er nexus s ekki með þessa skjávörn sem hefur varið alla HTC símana hingað til, er búinn að hafa lykla og kling í sama vasa og HTC Wildfire-inn minn, og búinn að missa hann endalaust, en sér ekki rispa á honum !



Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf zedro » Fim 20. Jan 2011 00:50

blitz skrifaði:HTC Sense er ekki kostur lol

En Nexus S virðist ekki vera nógu góður, crappy build quality a la Samsung og margir ónægðir sem skila honum

Heimildir? Spjallborð eða? Link ef möguleiki.

steinarorri skrifaði:Með slotti fyrir MicroSD kort (annað er dealbreaker)

Nexusinn kemur með 16GB en Desire HD stækkanlegur í 32GB enginn svaka minus finnst mér.

steinarorri skrifaði:Betri myndavél á Desire HD.

Þar er ég þér ósammála hef skoðað myndir úr báðum símum og litirnir í Desire HD eru of ýktir fyrir minn smekk.
Þessi þráður er með myndum af Nexus S og Desire HD og kannski er það bara ég en litirnir eru ekki allveg að gera sig.

steinarorri skrifaði:Tel að venjulegir notendur sjá lítinn sem engan mun á AMOLED og SLCD.

Ég bar Samsung Galaxy S og hTC Desire (ekki HD) saman og það var gífurlegur munur á milli þrátt fyrir að báðir
símar voru með Amoled. Samsung var með miklu flottari og dýpri liti. Einnig hef ég skoða Desire HD hjá hátækni
og þar voru litirnir frekar ljósir. Miða við Amoled skjáinn á Galaxy þá reikna ég með að það yrði skjár af sömu
gæðum á Nexusnum.

gardar skrifaði:Ég myndi frekar taka Desire HD og roota hann og smella inn nýjustu android útgáfunni,

Hefuru prufað það sjálfur eða þekkirðu einhvern sem hefur gert það? Ef þú last um það endilega hentu inn link.

gardar skrifaði:myndavélina að framan notar maður aldrei.

Gaman samt að hafa möguleikann hver veit nema að myndsímtöl verði málið í framtíðinni.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Reputation: 12
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf gissur1 » Fim 20. Jan 2011 01:24

http://www.gsmarena.com/compare.php3?idPhone1=3620&idPhone2=3468

Desire HD Nexus S
CPU 1GHz SD 1GHz A8
Ram 768MB 512MB
3G 14,4mbps 7,2mbps
Cam. 8MP 5MP

Miklu meira build quality á Desire HD og stærri skjár.

Myndi frekar taka Desire HD

EDIT.
90.000 ---> http://maclantic.is/spjall/viewtopic.php?t=25907 <--- Glænýr að sögn seljanda


Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf kubbur » Fim 20. Jan 2011 02:49

ég myndi samt bíða eftir fermingartilboðunum, hvorn símann sem þú tekur


Kubbur.Digital

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf Kristján » Fim 20. Jan 2011 03:39

gissur1 skrifaði:http://www.gsmarena.com/compare.php3?idPhone1=3620&idPhone2=3468

Desire HD Nexus S
CPU 1GHz SD 1GHz A8
Ram 768MB 512MB
3G 14,4mbps 7,2mbps
Cam. 8MP 5MP

Miklu meira build quality á Desire HD og stærri skjár.

Myndi frekar taka Desire HD

EDIT.
90.000 ---> http://maclantic.is/spjall/viewtopic.php?t=25907 <--- Glænýr að sögn seljanda


mundi skoða review hjá gsmarena, þeir gera þetta vandlega og eru með mjög góðar tilbúnar myndir til að skoða gæði á myndum á videoum.

http://www.gsmarena.com/htc_desire_hd-review-534.php HTC Desire HD

http://www.gsmarena.com/piccmp.php3?idT ... hone3=3275
hérna er myndgæða toolið þeirra, getur valið einhverja síma þarna i dropbox, setti inn HTC dHD og N8 og eitthvað, NS er samt ekki kominn með review frá þeim ennþá.

en á sidenote mundi ég frekar skoða hvað þú ert að leita að, ekki skoða hvað símarnir eru með, þú átt eftir að missa þig i apps og vitleysu fyrstu vikurnar en svo skiptir ekki málið hvort skjárinn sé ofur góður eða semi góður eða myndvélin billijon pixel eða bara 100 milljón pixel og eitthvað.

en eitthvað til að fara eftir svona standar væri það RAM og 3G samband, flestir símar eru með 1GZ örgjörva

en good luck

edit gleymdi að setja linkinn með myndgæða toolinu :D en hann er kominn



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf gardar » Fim 20. Jan 2011 09:15

Zedro skrifaði:
gardar skrifaði:Ég myndi frekar taka Desire HD og roota hann og smella inn nýjustu android útgáfunni,

Hefuru prufað það sjálfur eða þekkirðu einhvern sem hefur gert það? Ef þú last um það endilega hentu inn link.


http://lmgtfy.com/?q=root+desire+hd

Zedro skrifaði:
gardar skrifaði:myndavélina að framan notar maður aldrei.

Gaman samt að hafa möguleikann hver veit nema að myndsímtöl verði málið í framtíðinni.



Get alveg sagt þér það að þau verða ekki málið nema tæknin breytist. Með myndsímtölum ertu með kveikt á speakernum á símanum, svo að það heyra allir samtalið hjá þér... Nema þú sért með handfrjálsan búnað og ég er ekki að fara að sjá það gerast að allir séu gangandi um með handfrjálsan búnað í eyranu.




addifreysi
Ofur-Nörd
Póstar: 223
Skráði sig: Lau 03. Maí 2008 07:54
Reputation: 0
Staðsetning: You be trippin
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf addifreysi » Fim 20. Jan 2011 10:13

hTC desire Hd-inn er svo sem flottari og með betra hardware, myndavél og svona. Ástæðas til að taka nexusinn er að hann er með fáránlega flottan skjá sem er held ég Super-AMOLED og androidið er líka bara ferskt Gingerbread, hins vegar er það breytt í Desire-num. Það að það sé ekki micro-sd rauf á Nexusinum er leiðinlegt því maður vill hafa möguleikan á því að stækka það þótt maður mun ekki gera það. Desire-inn er aðeins með 0,3 tommu stærri skjá en hann virðist mikið stærri en nexusinn. Eftir að ég fékk mér símann minn (nexus one) þá mun ég öruglega kaupa hTC þegar ég skipti aftur, Kannski skiptir ekki svo miklu máli frá hvaða fyrirtæki hann er, þetta er kannski svipuð gæði en maður fer POTTÞÉTT í android. Skoða bara vel hvaða fídusa símarnir hafa upp á að bjóða svo ef þeir eru svipaðir bara taka þann sem lýtur betur út. :megasmile


AMD Phenom II X6 1090T - Corsair H50 - Gigabyte 890FXA-UD5- Nvidia Geforce GTX260 - 2x2 GB Mushkin 1600MHz DDR3 - 750W SilverStone PSU - 2x 500GB Western Digital + 320 GB Western Digital + 1,5 Tb Western Digital Green - BenQ 24" LED 1920x1080 - Acer V223W 22" 1680x1050


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf wicket » Fim 20. Jan 2011 13:26

Hafa allir hér sem svara actually haldið bæði á Nexus S og Desire HD eða bara öðrum hvorum þeirra ? Eða eru þetta bara ykkar eigin vangaveltur.

Ég hef fiktað á báðum þessum símum vinnu minnar vegna og skal gefa þér mitt mat. (Hef átt sjálfur þrjá Android síma (HTC Hero, HTC Desire og Samsung Galaxy S) fyrir utan að hafa fiktað í næstum öllum Android símum sem eru seldir hér á landi).

Í fyrsta lagi er nýjasta Android (2.3 Gingerbread) ekki komið full feature & stable á Desire HD þannig að roota símann og setja upp nýjasta Android er ekki möguleiki eins og staðan er í dag nema þá með þeim göllum sem að því fylgir (Wifi virkar ekki alltaf sem dæmi)

Nexus S er með GorillaGlass, sem er gler framan á skjánum sem er allt að því óbrjótanlegt, eins langt og það nær. HTC nota líka GorillaGlass þannig að það er engin munur þarna á.

Build qualityið á Desire HD er frábært, virkilega frábært. Það er yndislegt að halda á honum og finna hvað þetta tæki er vandað og vel samansett. En hann er þungur.

Sense er þannig að annað hvort fíla menn það eða ekki. En svo er auðvitað ekkert mál að nota ekki Sense og skipta út launcher, nota ekki widgetin og þá er málið dautt. Persónulega er ég hrifnari af stock Android heldur en Android UI viðbótum handtækjaframleiðandanna. Það besta við HTC símana er Email clientinn þeirra, hann er betri en nokkur annar email client sem að ég hef prófað.

Nexus S fær svo auðvitað allar uppfærslur á Android over the air næstum strax en HTC þarf að uppfæra Sense við hverja uppfærslu á Android. HTC má þó eiga það að þeir eru miklu duglegari en allir hinir handtækjaframleiðendurnir að dæla út uppfærslum þannig að ég held að menn séu ekkert að brenna sig með því að taka HTC tæki ef málið snýst um uppfærslur. Svo má auðvitað alltaf taka custom rom leiðina og vera þannig ekki háður uppfærsluferli HTC.

Í mínum huga eru þetta virkilega svipaðir símar. SD card slottið er persónulega deal breaker hérna megin og því myndi ég taka Desire HD.



Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf zedro » Fim 20. Jan 2011 15:15

wicket skrifaði:Hafa allir hér sem svara actually haldið bæði á Nexus S og Desire HD eða bara öðrum hvorum þeirra ? Eða eru þetta bara ykkar eigin vangaveltur.

Já mar fær smá brag af því að sumir séu ekki að renna yfir þráðinn heldur posta bara sínum skoðunum miða við specca engin reynsla né hafa kynnt sér síman ítarlega.

wicket skrifaði:Ég hef fiktað á báðum þessum símum vinnu minnar vegna og skal gefa þér mitt mat. (Hef átt sjálfur þrjá Android síma (HTC Hero, HTC Desire og Samsung Galaxy S) fyrir utan að hafa fiktað í næstum öllum Android símum sem eru seldir hér á landi).

Ekki vinnurðu nokkuð í símabúð? Smá forvitin í gangi :)

wicket skrifaði:Í fyrsta lagi er nýjasta Android (2.3 Gingerbread) ekki komið full feature & stable á Desire HD þannig að roota símann og setja upp nýjasta Android er ekki möguleiki eins og staðan er í dag nema þá með þeim göllum sem að því fylgir (Wifi virkar ekki alltaf sem dæmi)

Nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég bað um reynslusögu eða link á einhverja sem höfðu gert þetta. En nei mar fær bara let me google that for you.

wicket skrifaði:Build qualityið á Desire HD er frábært, virkilega frábært. Það er yndislegt að halda á honum og finna hvað þetta tæki er vandað og vel samansett. En hann er þungur.

Já fékk að taka í Desire HD hjá Hátækni og hann var í þyngri kanntinum, þrusu flottur en soldið bulky fyrir minn smekk. Hvar fékkstu að taka í Nexus S? Dauðlangar að fá að handleika símann en veit ekki um neinn sem selur hann hér á landi og hefur prufueintak til sýnis.

wicket skrifaði:Í mínum huga eru þetta virkilega svipaðir símar. SD card slottið er persónulega deal breaker hérna megin og því myndi ég taka Desire HD.

32 vs 16 er eitthvað sem mar getur svosem lifað við. Þegar mar hugsar útí það þá er 16GB helvíti mikið pláss. Reikna nú ekki með því að vera með full HD myndir inná Nexusnum.

Takk fyrir þetta vandaða svar wicket :happy


Kísildalur.is þar sem nördin versla


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf wicket » Fim 20. Jan 2011 15:46

haha nei vinn reyndar ekki í símabúð. Bara allt fullt af nördum í kring um mig í vinnunni og allir eru við gadget óðir. Menn með allskonar síma og tæki.

Ég ætla mér reyndar að skipta um skoðun. Ef SD card slottið er ekki dealbreaker að þá myndi ég taka Nexus S, mod samfélagið er miklu öflugara þeim megin miðað við Desire HD. Ég fór aðeins að hugsa þetta og ég er ekki að nota næstum því allt plássið á Galaxy S símanum mínum og SD kortið sem ég setti í hann er næstum því tómt. Sé ekki alveg fyrir mér heldur að fylla þetta af bíómyndum.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf Kristján » Fim 20. Jan 2011 15:51

þarft nú ekki að fara langt til að fá reinslusögu af root, reyndar með hTC desire en ekki HD

viewtopic.php?f=73&t=34870

og ertu ekki að biðja um skoðanur frá öðrum?? það er það sem allir eru að gera herna




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf benson » Fim 20. Jan 2011 17:56

Þið sem mælið með Desire HD. Eruði að átta ykkur á að þetta er mesti HLUNKUR heims?




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf blitz » Fim 20. Jan 2011 18:09

benson skrifaði:Þið sem mælið með Desire HD. Eruði að átta ykkur á að þetta er mesti HLUNKUR heims?


Ekkert við hliðina á Dell Streak


PS4

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf Kristján » Mán 24. Jan 2011 07:29

það er heavy nice að halda á hTC DHD veit ekki með NS en liklegast nokkuð gott miða við hvernig hann er i laginu



Skjámynd

Höfundur
zedro
Stjórnandi
Póstar: 2784
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 128
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf zedro » Mán 24. Jan 2011 07:40

Þið sem eigið eða hafið reynslu af öðrum hvorum símanum megið endilega skjóta inn
hvernig rafhlöðuending á þeim er :)


Kísildalur.is þar sem nördin versla


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf wicket » Mán 24. Jan 2011 09:02

Nexus S er að endast töluvert lengur í þeim tilvikum sem ég veit um.

Reyndar kom OTA uppfærsla um daginn frá HTC fyrir Desire HD sem lætur rafhlöðuna endast bara ekki neitt en það hefur verið lagað.

Hef séð menn á netinu vera að skila Desire HD útaf rafhlöðunni en það eru væntanlega mánudagseintök þar sem að massinn er ánægður með sín eintök.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf dori » Mán 24. Jan 2011 11:42


Hmm... Mér finnst myndirnar úr HTC einmitt mun skárri (miklu skarpari og þú sért detaila betur).

Ég á sjálfur Galaxy S og er búinn að vera með hann í rúman mánuð núna. Frábær græja í flesta staði (smá bögg með GPS). Ég var með minn á ferðalagi þannig að ég tók fullt af myndum á hann. Þær líta ágætlega út en þú þarft ekkert að þysja mikið að til að geta talið punkta.

EDIT: Rafhlöðuending getur verið ótrúlega lítil ef þú ferð í leiki. Það er alveg ótrúlegt hvað hún tæmist hratt þannig. Ég nota hins vegar núna forrit sem heitir JuiceDefender og slekkur á data network dóti þegar þú þarft ekki á því að halda og svona. Með hann þannig hef ég verið að nota hann nokkuð grimmt (smá leikir, slatta símtöl etc.) og samt haft ~24 tíma endingu. Hafðu samt bara í huga að það er svo gott sem bara skjárinn sem er að eyða rafhlöðunni þinni þannig að þetta er bara spurning um hversu mikið þú ert að renna fingrunum yfir skjáinn og að leika þér.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf TechHead » Mán 24. Jan 2011 17:09

dori skrifaði:
Ég á sjálfur Galaxy S og er búinn að vera með hann í rúman mánuð núna. Frábær græja í flesta staði (smá bögg með GPS). Ég var með minn á ferðalagi þannig að ég tók fullt af myndum á hann. Þær líta ágætlega út en þú þarft ekkert að þysja mikið að til að geta talið punkta.

EDIT: Rafhlöðuending getur verið ótrúlega lítil ef þú ferð í leiki. Það er alveg ótrúlegt hvað hún tæmist hratt þannig. Ég nota hins vegar núna forrit sem heitir JuiceDefender og slekkur á data network dóti þegar þú þarft ekki á því að halda og svona. Með hann þannig hef ég verið að nota hann nokkuð grimmt (smá leikir, slatta símtöl etc.) og samt haft ~24 tíma endingu. Hafðu samt bara í huga að það er svo gott sem bara skjárinn sem er að eyða rafhlöðunni þinni þannig að þetta er bara spurning um hversu mikið þú ert að renna fingrunum yfir skjáinn og að leika þér.



Smelltu inn XXJPY (DEC 2010) uppfærslunni af http://www.samfirmware.com

Það er nýjasta official EUR buildið frá samsung og eftir að ég setti það inn á G-S símann minn batnaði rafhlöðuendingin mjög mikið ásamt því að GPS lockar á 10-15 sec móti 1-2 mínutum á WJPA firmwareinu sem er það nýjasta sem þú færð í gegnum KIES núna að ég held.

Reyndar komið nýrra build XWJS3 (jan 20111) en það er með sama modem firmware og JPY (GPS/Wifi/Radio)
Smelli því líklegast inn hjá mér þegar það er komið betra review um það á XDA :)

En on topic þá tæki ég hvorugann símann, AMOLED eru æðislegir skjáir en ekkert SD slot ásamt unpolished gingerbread eru dealbreaker, HD er bara of mikill hlunkur að mínu mati, handlék hann hjá vini mínum og ég persónulega fíla þá ekki svona rosalega stóra, finnst galaxy S vera svona í það stæðsta sem mér þykir þægilegt að hafa í vasanum með silicon case utan um hann.



Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf intenz » Þri 25. Jan 2011 19:06

Kostir Nexus S umfram Desire HD:

- Supportaður beint af Google
- Android 2.3, Gingerbread
- Mikið léttari
- AMOLED skjár
- Innra geymslusvæði mikið stærra

Kostir Desire HD umfram Nexus S:

- Með SD kortarauf
- 0,3" stærri skjár
- Hraðara 3G
- Betri myndavél
- Betri örgjörvatýpa (src)
- Útvarp
- Örlítið ódýrari (~40 EUR)


Mig langaði sjúklega mikið í Nexusinn þangað til ég komst að því að hann væri ekki með SD kortarauf. Það drap eiginlega allan áhuga, þar sem cloud computing er ekki orðið nægilega sterkt hér á landi. Annars vegur Google supportið gríðarlega mikið, þar sem það munar rosalegu að fá uppfærslur á Android beint í símann, í stað þess að bíða í marga mánuði eftir því að HTC eða eitthvað annað framleiðslufyrirtæki gefi það út.

Ég hugsa að ef ég gæti sannfært mig um það að ég þyrfti ekki meira en 16 GB í geymslu myndi ég taka Nexusinn. Annars Desire'inn.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Google Nexus S vs. hTC Desire HD

Pósturaf pattzi » Þri 25. Jan 2011 19:13

http://buy.is/product.php?id_product=9203696

kostar

149.990

Þarna inná

Besta Búðin