Gúrú skrifaði:Verst finnst mér samt að sumir munu líklega kjósa að fórna gögnum til að spara sér pening þegar að það er 0% aukaeffort frá þeim að redda þessu fyrir fólk og eflaust mun fólk gleyma því stundum að það þarf að eiga x gögn sem voru í óuppbackaðri möppu x.
Treystu mér, búinn að vinna nógu lengi í tölvugeiranum til þess að vita að ef fólki er annt um gögnin sín, þá borgar það. Akkúrat ein helsta ástæðan fyrir því að ég hef verið harður á því að rukka fyrir gagnabjörgun í gegnum tíðina er afþví að fólk segist alltaf þurfa þetta og þetta og þetta og fer að telja upp í tugi ef ekki hundruði GB, svo minnist maður á smá aukagjald og þá kemur "Núú, nei aj blessaður slepptu því þá."
Það er ómældur tími sem fer í gagnaafritun/gagnabjörgun og því verður maður að vera harður á því að rukka fyrir slíkt.