Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Stjúpmóðir mín var að byrja í HÍ og er að spá í að fá sér eina góða fartölvu, hún er að leita að einhverri endingagóðri vél sem þarf bara að geta ráðið við vinnu í office og eitthvað svoleiðis og verðið skiptir ekki miklu máli en samt betra ef hún er ekki í dýrari kantinum Það sem skiptir hinsvegar mestu máli er endingagott batterí og svo lág bilanatíðni. Þegar systir mín byrjaði í menntaskóla þá fékk hún sér Dell sem hún notaði vel fram í HÍ og sú vél hefur verið og er enn í mjög góðu lagi svo ég er svoldið að skoða einhverja svoleiðis en þið megið samt endilega líka benda eitthvað á aðrar vélar
Mun skoða þetta eitthvað betur um 4 leitið í dag en þið megið endilega skjóta einhverjum ábendingum hingað inn þangað til
Mun skoða þetta eitthvað betur um 4 leitið í dag en þið megið endilega skjóta einhverjum ábendingum hingað inn þangað til
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Gúrú
- Póstar: 569
- Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 23:42
- Reputation: 0
- Staðsetning: On Your MOM!
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
apple
Find me on Facebook
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur
ASRock 770 Extreme3 ATX | Phenom II X4 955 (OEM) | G.skill 2x2 GB RAM 1066 MHz | 1TB | HD6870 | EZ Cool 600W | Win7
------------------
BenQ EW2420 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Lenevo IPAD vélarnar og Lenevo Edge vélarnar eru svívirðilega kynþokkafullar, fínir spekkar m.v. verð og .. Þetta er Lenevo.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2859
- Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
- Reputation: 217
- Staðsetning: Á þessu spjalli
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Lenovo litlu vélarnar og eee, algjörlega málið fyrir skólann.
setur svo upp sync og þegar þú kemur heim þá syncar hún sjálfkrafa skóladótið þitt á ferðavélinni við tölvuna heima.
Love it
setur svo upp sync og þegar þú kemur heim þá syncar hún sjálfkrafa skóladótið þitt á ferðavélinni við tölvuna heima.
Love it
-
- Besserwisser
- Póstar: 3963
- Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Ódýrustu Lenovo IdeaPad eru rusl. Lenovo IdeaPad Z560 er að standa sig hins vegar. Nota hana í CAD, Matlab, smá leiki, Excel, Word, Mathematica o.fl.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Já, ég gleymdi reyndar að nefna það að Mac kemur ekki til greina og hún vill heldur ekki einhverja svona smátölvu, bara eina í venjulegri stærð á góðu verði sem er með góða batterísendingu og virkar vel fyrir skólann. Hún kemur ekkert nálægt leikjum svo tölvan þarf ekki að vera eitthvað dúndur.
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
CendenZ skrifaði:setur svo upp sync og þegar þú kemur heim þá syncar hún sjálfkrafa skóladótið þitt á ferðavélinni við tölvuna heima.
Svona á þessum nótum, þá er Windows Live Mesh ekki svo óvitlaust heldur, getur syncað fyrst yfir/líka á cloud og svo þaðan af yfir á vélarnar. Er að prufa þetta í staðinn f. Win Sync-ið og er að fíla það.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
DoofuZ skrifaði:Já, ég gleymdi reyndar að nefna það að Mac kemur ekki til greina og hún vill heldur ekki einhverja svona smátölvu, bara eina í venjulegri stærð á góðu verði sem er með góða batterísendingu og virkar vel fyrir skólann. Hún kemur ekkert nálægt leikjum svo tölvan þarf ekki að vera eitthvað dúndur.
Tjah, er 13.3" smátölva? Hvað kallar þú/hún venjulega stærð?
Annars ef hún er til í að fara aðeins yfir 200k þá myndi ég skoða TP 410, færð varla betri vélar f. sama pening.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Mér finnst ofmetið að ferðavél þurfi að endast eitthvað lengi.
Afhverju ekki kaupa einhverja ódýra Acer vél sem ræður við það sem þú þarft.
Endingartími á rafhlöðum er almennt ekkert sérstakur(fer þó eftir týpum), oftast byrjað að dala eftir 1 ár og orðin kannski 30 mín eftir 2 ár. rándýrt að kaupa nýja.
Ég keypti ódýrustu fartölvunna sem ég fann fyrir konuna á sínum tíma þegar hún fór í nám.
Acer tölva með 15,4" skjá sem kostaði 49 þús! síðan notaði ég hana sjálfur þegar ég fór í nám og var alveg feikinóg fyrir Word, Excel og Internetið. Nú eru liðið 2 ár og 7 mánuðir.
Eftir námið hefur hún fengið að vera stofutölvan og ræður fínt við 720p myndir.
Ekki kaupa eitthvað sem þú þarft ekki!
Afhverju ekki kaupa einhverja ódýra Acer vél sem ræður við það sem þú þarft.
Endingartími á rafhlöðum er almennt ekkert sérstakur(fer þó eftir týpum), oftast byrjað að dala eftir 1 ár og orðin kannski 30 mín eftir 2 ár. rándýrt að kaupa nýja.
Ég keypti ódýrustu fartölvunna sem ég fann fyrir konuna á sínum tíma þegar hún fór í nám.
Acer tölva með 15,4" skjá sem kostaði 49 þús! síðan notaði ég hana sjálfur þegar ég fór í nám og var alveg feikinóg fyrir Word, Excel og Internetið. Nú eru liðið 2 ár og 7 mánuðir.
Eftir námið hefur hún fengið að vera stofutölvan og ræður fínt við 720p myndir.
Ekki kaupa eitthvað sem þú þarft ekki!
Electronic and Computer Engineer
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
axyne skrifaði:Mér finnst ofmetið að ferðavél þurfi að endast eitthvað lengi.
Afhverju ekki kaupa einhverja ódýra Acer vél sem ræður við það sem þú þarft.
Endingartími á rafhlöðum er almennt ekkert sérstakur(fer þó eftir týpum), oftast byrjað að dala eftir 1 ár og orðin kannski 30 mín eftir 2 ár. rándýrt að kaupa nýja.
Ég keypti ódýrustu fartölvunna sem ég fann fyrir konuna á sínum tíma þegar hún fór í nám.
Acer tölva með 15,4" skjá sem kostaði 49 þús! síðan notaði ég hana sjálfur þegar ég fór í nám og var alveg feikinóg fyrir Word, Excel og Internetið. Nú eru liðið 2 ár og 7 mánuðir.
Eftir námið hefur hún fengið að vera stofutölvan og ræður fínt við 720p myndir.
Ekki kaupa eitthvað sem þú þarft ekki!
Þú ofmetur ekki hlut, sem borgar sig upp með endingu og gæðum. Afhverju ekki að eyða 200.000 kr í eina góða (dæmi) IBM vél sem endist þér líklega 4-6 ár og rafhlaðan 2 ár með góðu móti, í staðinn fyrir að kaupa ódýra Acer vél sem þú þarft í rauninni að kaupa tvisvar á sama tíma og þú átt eina IBM vél.
Ég er með 2 ára 9cell IBM rafhlöðu og er að ná 85% af upprunalegri hleðslu, eða tæpum 5 tímum á T60 vélinni minni. Í dag er komin revised útgáfa af þessari rafhlöðu sem á að geta gefið mér 8 tíma endingu ný. Vélin mín er jafngömul, eða um 2 ára og lítur út eins og ný, aldrei slegið feilslag, ekki vottur af sveigjanleika hvorki í body, skjá né lyklaborði, sem er talsvert annað en má segja um margar low budget vélar sem eru margar orðnar regnbogalagaðar eftir ársnotkun, farið að chippast úr plastbody-inu hér og þar, skjálamir orðnar lélegar og flimsy, takkar á lyklaborði farnir að poppa af.. Þú skilur hvað ég er að fara.
Þegar verslað er skólatölvu eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga :
A) Ending. Þarna á ég bæði við heildarendingartíma sem og endingartíma á rafhlöðum. Þarna hafa low budget vélar verið að skila vægast sagt lélegum afsköstum, 2-3tímar max á glænýju batterý, sem er oft orðið 15-30mín eftir ár eða minna.
B) Áreiðanleiki. Þú vilt ekki missa tölvuna þína 1x á önn í viðgerð = EKKI kaupa low budget vél.
C) Gæði. Þú vilt ekki tölvu sem bognar ef hún er tekin vitlaust upp eða þolir illa ferðalög og skólastúss, í og úr töskum og á milli stofa allan daginn.
Að versla dýra hluti er oftar en ekki ódýrara til lengdar en að versla ódýra hluti.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Var í sömu stöðu fyrir 4 1/2 ári.
Keypti Acer Travelmate á 46þúsund, þurfti reyndar að kaupa nýtt batterý á 4600kr um daginn. Nota hana ennþá
Keypti Acer Travelmate á 46þúsund, þurfti reyndar að kaupa nýtt batterý á 4600kr um daginn. Nota hana ennþá
PS4
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Ef ég væri að skoða fartölvu fyrir skólan og hún þyrfti að vera með minnst 15" skjá þá væri þetta ein af þeim sem ég myndi skoða:
http://tl.is/vara/20593
Intel i3 dual core örgjörvi, 4gb minni og 320GB diskur, feykinóg í skólan og rúmlega það.
ekki skemmir að það er 5 tíma rafhlöðuending.
Toshiba hefur líka verið að koma vel út bilanalega séð og þeir eru með topp þjónustu. Eru þjónustaðar af Nördinum og Tölvuverkstæðinu.
BTW er alveg hel litaður í þessum efnum bara svo það komi skýrt fram
http://tl.is/vara/20593
Intel i3 dual core örgjörvi, 4gb minni og 320GB diskur, feykinóg í skólan og rúmlega það.
ekki skemmir að það er 5 tíma rafhlöðuending.
Toshiba hefur líka verið að koma vel út bilanalega séð og þeir eru með topp þjónustu. Eru þjónustaðar af Nördinum og Tölvuverkstæðinu.
BTW er alveg hel litaður í þessum efnum bara svo það komi skýrt fram
Starfsmaður @ IOD
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Ok, er búinn að vera að skoða svoldið nokkrar, en er núna mest að spá í einhverri Toshiba þar sem henni líst ágætlega á þannig vél (samt ekki nauðsynlegt að það sé Toshiba) og miðað við kröfurnar frá henni þá er ég ekki alveg að finna rétta tölvu. Það sem hún þarf er eftirfarandi:
- diskur: líst ekki svo vel á 250gb svo það er helst eitthvað stærra eins og 320gb en samt ekki nauðsynlegt
- cd/dvd drif: verður að vera svoleiðis drif, hún er ekki að leita að svona mini fartölvu
- vefmyndavél: það verður að vera ein svoleiðis á vélinni, er nú á flestum í dag
- rafhlöðuending: lágmark 4 tímar
- lyklaborð: verður að vera í fullri stærð, eða s.s. 102/105 takkar, hún er í tungumálanámi
- tengi: ekki færri en 2 usb tengi, helst 3, og HDMI væri gott uppá tengimöguleika en samt ekki nauðsynlegt
- skjár: algjör óþarfi að hann sé 17" og hún er ekki að leita að neinu í minni kantinum svo þetta á bara að vera þetta venjulega 14 eða 15 tommur
Allt annað skiptir litlu sem engu máli á tölvunni. Er til einhver Toshiba tölva sem passar við þessi skilyrði? Þessi sem faraldur benti á hér fyrir ofan er svosem fín en veit samt ekki alveg varðandi tengin, en kannski er ekki hægt að finna einhverja með fleiri en 2 usb og/eða HDMI. Eða einhver frá einhverjum öðrum framleiðanda sem er kannski eitthvað betri kostur?
- diskur: líst ekki svo vel á 250gb svo það er helst eitthvað stærra eins og 320gb en samt ekki nauðsynlegt
- cd/dvd drif: verður að vera svoleiðis drif, hún er ekki að leita að svona mini fartölvu
- vefmyndavél: það verður að vera ein svoleiðis á vélinni, er nú á flestum í dag
- rafhlöðuending: lágmark 4 tímar
- lyklaborð: verður að vera í fullri stærð, eða s.s. 102/105 takkar, hún er í tungumálanámi
- tengi: ekki færri en 2 usb tengi, helst 3, og HDMI væri gott uppá tengimöguleika en samt ekki nauðsynlegt
- skjár: algjör óþarfi að hann sé 17" og hún er ekki að leita að neinu í minni kantinum svo þetta á bara að vera þetta venjulega 14 eða 15 tommur
Allt annað skiptir litlu sem engu máli á tölvunni. Er til einhver Toshiba tölva sem passar við þessi skilyrði? Þessi sem faraldur benti á hér fyrir ofan er svosem fín en veit samt ekki alveg varðandi tengin, en kannski er ekki hægt að finna einhverja með fleiri en 2 usb og/eða HDMI. Eða einhver frá einhverjum öðrum framleiðanda sem er kannski eitthvað betri kostur?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Reputation: 67
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Gætir farið í Tecru vélarnar frá Toshiba þá t.d. þessa hérna http://tl.is/vara/20597
Færð þá auðvitað mun betur smíðaða vél með vökvaþolnu lyklaborði, 7200rpm disk, fallvörn o.fl.
Einnig væri möguleiki að fara í vél úr L650 línunni en þá ertu auðvitað kominn með skjákort með sér minni:
http://tl.is/vara/20300 og http://tl.is/vara/20358
Skjákortið dregur samt niður rafhlöðuendinguna... btw C660 vélin lækkaði í dag í 119.990
Færð þá auðvitað mun betur smíðaða vél með vökvaþolnu lyklaborði, 7200rpm disk, fallvörn o.fl.
Einnig væri möguleiki að fara í vél úr L650 línunni en þá ertu auðvitað kominn með skjákort með sér minni:
http://tl.is/vara/20300 og http://tl.is/vara/20358
Skjákortið dregur samt niður rafhlöðuendinguna... btw C660 vélin lækkaði í dag í 119.990
Starfsmaður @ IOD
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
DoofuZ skrifaði:
diskur: líst ekki svo vel á 250gb svo það er helst eitthvað stærra eins og 320gb en samt ekki nauðsynlegt
Ég myndi taka diskstærðina alveg útúr þessari jöfnu. Annaðhvort er hægt að biðja söluaðilann um diskuppfærslu, eða bara nota flakkara.
Annars persónulega sé ég ekki alveg hvað skólafólk (eða flestir almennir notendur) þurf mikið "statísku" geymsluplássi, myndi halda að 50-100gb ættu að vera feikinóg.
-
- Kóngur
- Póstar: 4431
- Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
- Reputation: 6
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
ef þú nennir ekki að standa í viðgerðum, vilt að tölvan þín bara virki, megi rekast með hana utaní á skólagöngum þegar margir eru á ferðinni eða að einhver rekist utaní...........þá færðu þér lenovo\ibm
fáðu þér flakkara......getur keipt lítinn 2,5 sem notar usb sem straum líka og þá er það ekkert mál, gætir meira að segja límt hann oná lokið á tölvuni akkúratt í miðjunni og þá fylgir hann alltaf
fáðu þér flakkara......getur keipt lítinn 2,5 sem notar usb sem straum líka og þá er það ekkert mál, gætir meira að segja límt hann oná lokið á tölvuni akkúratt í miðjunni og þá fylgir hann alltaf
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
a.m.k er acer viðurstyggilegt rusl, haltu þig í góðri fjarlægð frá þeim hryllingi
er líka með eina eldgamla thinkpad sem er orðinn held ég 6-7 ára og er enn að standa sig og ég fór aftur yfir í eftir acer hryllinginn, þ.a. keyptu bara gott merki.
Gerum smá samanburð:
Thinkpad vélin: enn eins og ný útlitslega, batteríið endist í c.a. klst, hún hitnar lítið og er hraðvirk
Acer vélin: á tveimur árum hefur móðurborð og skjákort hrunið + vinnsluminni eyðilagst. Tölvan er brotin á tveimur stöðum, öll boginn í laginu, ofhitnar hryllilega, dvd drifið er hætt að virka og hún er skelfilega hægvirk. Þrír takkar á lyklaborðinu eru ónýtir.
mæli svo með því að versla ekki við tölvulistann, mín reynsla er að þeir séu djöfulsins skíthælar þegar kemur að ábyrgðarmálum og almennt þá eru þessar tilboðsfartölvur þeirra úrelt rusl á uppsprengdu verði.
Ekki kaupa eitthvað rusl frá taiwan (sbr. Acer)
thinkpad ftw
er líka með eina eldgamla thinkpad sem er orðinn held ég 6-7 ára og er enn að standa sig og ég fór aftur yfir í eftir acer hryllinginn, þ.a. keyptu bara gott merki.
Gerum smá samanburð:
Thinkpad vélin: enn eins og ný útlitslega, batteríið endist í c.a. klst, hún hitnar lítið og er hraðvirk
Acer vélin: á tveimur árum hefur móðurborð og skjákort hrunið + vinnsluminni eyðilagst. Tölvan er brotin á tveimur stöðum, öll boginn í laginu, ofhitnar hryllilega, dvd drifið er hætt að virka og hún er skelfilega hægvirk. Þrír takkar á lyklaborðinu eru ónýtir.
mæli svo með því að versla ekki við tölvulistann, mín reynsla er að þeir séu djöfulsins skíthælar þegar kemur að ábyrgðarmálum og almennt þá eru þessar tilboðsfartölvur þeirra úrelt rusl á uppsprengdu verði.
Ekki kaupa eitthvað rusl frá taiwan (sbr. Acer)
thinkpad ftw
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Keypti mér svona fyrir um það bil viku síðan
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 5,327.aspx
Ein bestu kaup sem ég hef gert lengi. Mjög létt, hitnar svo lítið að maður tekur varla eftir því og 5 cellu batteríið sem kemur með henni entist mér í skólanum í gær frá 8 um morgunin til kl 14 og þá var ennþá klukktími eftir af batteríinu.
Það er líka hægt að fá hana með i5 örgjörva en þá endist batteríið ekki jafn lengi og hún kostar held ég alveg 30 þúsund kr meira. Með 11 cellu batteríi ætti tölvan mín að endast í allavega 8 tíma easy, voru bara uppseld þegar ég ætlaði að kaupa það. Svo er líka hægt að fá svo mikið af aukabúnaði fyrir þetta, 3g module eða auka harður diskur settur í staðin fyrir geisladrifið t.d.
Mæli hiklaust með Lenovo
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 5,327.aspx
Ein bestu kaup sem ég hef gert lengi. Mjög létt, hitnar svo lítið að maður tekur varla eftir því og 5 cellu batteríið sem kemur með henni entist mér í skólanum í gær frá 8 um morgunin til kl 14 og þá var ennþá klukktími eftir af batteríinu.
Það er líka hægt að fá hana með i5 örgjörva en þá endist batteríið ekki jafn lengi og hún kostar held ég alveg 30 þúsund kr meira. Með 11 cellu batteríi ætti tölvan mín að endast í allavega 8 tíma easy, voru bara uppseld þegar ég ætlaði að kaupa það. Svo er líka hægt að fá svo mikið af aukabúnaði fyrir þetta, 3g module eða auka harður diskur settur í staðin fyrir geisladrifið t.d.
Mæli hiklaust með Lenovo
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1128
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Re: Er að leita að fartölvu eingöngu fyrir skóla
Tja, held að Lenovo sé aðeins of dýrt, er að reyna að miða meira á milli 100 og 200 þús. eða svo Er annars búinn að finna ágætis vél sem mér líst bara nokkuð vel á, er ekki Toshiba Tecra M11-10X bara málið? Það er samt svoldið fyndið með þessa tölvu að þrátt fyrir mjög mikla leit á toshiba.com og toshiba-europe.com þá fann ég engar upplýsingar um akkúrat þessa týpu, fann að vísu alveg upplýsingar um Tecra M11 seríuna en 10X var hvergi að finna sem undirtýpa af M11. En svo fann ég hana að lokum og komst að því að þessi tiltekna undirtýpa er víst bara seld í Finnlandi, amk. eru einu upplýsingarnar um hana að finna á Finnsku Toshiba síðunni. Vonandi er bara ekki Windows í henni á Finnsku
Svo sá ég líka eitt annað sem er svoldið skrítið, þessi vél er til hjá bæði Tölvulistanum og Att.is, en þrátt fyrir að vera nákvæmlega sama módel þá er tölvan hjá Tölvulistanum aðeins öðruvísi en sú sem Att.is eru með. Í Tölvulistanum er tölvan bara með 87 takka lyklaborð á móti 105 tökkum hjá Att.is og svo stendur að hjá þeim sé hún bara með 1 usb tengi á meðan þau eru 3 hjá Att.is. Ef þessar upplýsingar eru réttar þá er Tölvulistinn með lélegri útgáfu af tölvunni en eru svo samt að rukka aðeins meira fyrir hana á móti þessari hjá Att.is Að vísu er bara um 2000 króna munur eða svo en samt, held ég velji því frekar að versla við Att.is. Samt ekki eins og það hafi eitthvað annað staðið til enda hef ég engan áhuga á að versla við eða beina viðskiptum annara til Tölvulistans
En hvað segið þið, er þetta ekki bara fín vél og mjög hentug fyrir skólann með góða tengimöguleika og gott batterý?
Svo sá ég líka eitt annað sem er svoldið skrítið, þessi vél er til hjá bæði Tölvulistanum og Att.is, en þrátt fyrir að vera nákvæmlega sama módel þá er tölvan hjá Tölvulistanum aðeins öðruvísi en sú sem Att.is eru með. Í Tölvulistanum er tölvan bara með 87 takka lyklaborð á móti 105 tökkum hjá Att.is og svo stendur að hjá þeim sé hún bara með 1 usb tengi á meðan þau eru 3 hjá Att.is. Ef þessar upplýsingar eru réttar þá er Tölvulistinn með lélegri útgáfu af tölvunni en eru svo samt að rukka aðeins meira fyrir hana á móti þessari hjá Att.is Að vísu er bara um 2000 króna munur eða svo en samt, held ég velji því frekar að versla við Att.is. Samt ekki eins og það hafi eitthvað annað staðið til enda hef ég engan áhuga á að versla við eða beina viðskiptum annara til Tölvulistans
En hvað segið þið, er þetta ekki bara fín vél og mjög hentug fyrir skólann með góða tengimöguleika og gott batterý?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]