Skv. 69.grein almennra hegningalaga þá á upptaka eingöngu við ef fólk er sekt.
Það er stór greinamunur á að "leggja hald á" og "gera upptækt" sbr.
Nú hefur verið lagt hald á verðmæti við rannsókn máls og ekki er vitað hver eigandi þeirra er og enginn gerir lögmætt tilkall til þeirra innan 5 ára og má þá gera þau upptæk.
Ég mundi skrifa erindi til lögreglunar og afhenda það einhverjum og fá kvittun fyrir að erindið hafi verið móttekið.
Erindið mundi fjalla um rétt fjölskyldunar til að fá þessar tölvu(r) afhentar, þær hafi ekkert virði fyrir rannsóknina lengur en mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.
Lögregluni beri að gera grein fyrir hvernig meðferð búnaðarins hafi verið háttað sem og vistun, meðferð og aðgengi að þeim gögnum sem tölvurnar höfðu að geyma.
Nú sé kominn tími til að afhenda þessi gögn og þennan búnað til fjölskyldunar enda sé um eign hins látna að ræða sem renna skal í dánarbúið.